Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 38
Markaðurinn Við áramót er við hæfi að fara yfir liðið ár og horfa fram á veginn. Árið 2022 hefur verið af leitt á mörkuðum. Íslenski hlutabréfa- markaðurinn hefur lækkað um fjórðung og skuldabréf hafa einnig lækkað. Sjaldgæft er að það gerist samhliða yfir heilt ár. Hér á landi hafa fasteignir hækk- að um meira en fimmtung á árinu en víðast hvar erlendis hafa þær lækkað eins og f lestir aðrir helstu eignaflokkar. Allsérstakt er að íslenski hluta- bréfamarkaður inn sk uli hafa lækkað jafn mikið og raun ber vitni vegna þess að rekstrarafkoma íslenskra fyrirtækja hefur verið með ágætum. Icelandair hefur til dæmis lækkað í verði að undan- förnu þrátt fyrir að olíuverð hafi lækkað um meira en 30 prósent og reiknað verðmæti félagsins sé tugum prósenta yfir markaðsvirði þess, eins og kom fram hjá Snorra Jakobssyni í Markaðnum á Hring- braut í síðustu viku. Margar góðar fréttir bárust úr íslensku viðskiptalífi á árinu. Salan á Mílu gekk eftir en á tímabili leit út fyrir að hún væri úr sögunni vegna afskipta Samkeppniseftirlitsins. Origo hagnaðist um 28 milljarða á sölunni á eftirstandandi hlut í hug- búnaðarfyrirtækinu Tempo. Þrátt fyrir klúður við fram- kvæmdina fékk ríkið gott verð fyrir hlutinn sem seldur var í Íslands- banka í mars. Nú í lok árs tókust kjarasamn- ingar til eins árs hjá stórum aðilum á vinnumarkaði – samningar sem gefa vonir um viðspyrnu í verð- lagsmálum og aukinn stöðugleika þegar horft er fram á veginn. Á árinu var Alvotech skráð á Nas- daq bæði í New York og Reykjavík. Rétt fyrir jól bárust fréttir af því að samþykki bandarísku lyfja- stofnunarinnar á Humira líftækni- hliðstæðunni verði á áætlun í apríl og hægt verði að markaðssetja það í Bandaríkjunum. Fjárfestar tóku þessum fréttum vel og hlutabréf þess hafa hækkað mikið. Alvo- tech er orðið verðmætasta félagið í íslensku kauphöllinni. Útlit er fyrir að hagur þess vænkist enn þegar Humira fer á markað í júlí. Blikur eru þó á lofti. Seðlabank- inn hefur hækkað vexti hraðar og meira en nokkur annar seðlabanki. Meira en fjórðungur heimila er með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum og fær þessar hækkanir af fullum þunga á sig og sama má segja um fyrirtæki. Farið er að bera á alvarlegum f járhagsvandræðum lítilla og meðalstórra verktakafyrirtækja vegna vaxtahækkananna og svo virðist sem Seðlabankinn kunni að hafa farið fullgeyst í að hækka vexti og viss hætta sé á mjög harðri lendingu í íslenska hagkerfinu. Lendi mörg verktakafyrirtæki í vandræðum eða rati jafnvel í þrot getur það haft alvarleg áhrif á íbúðaframboð hér á komandi árum og áhrifa gæti jafnvel orðið vart strax á nýju ári. n Bjart fram undan en mikil óvissa Ólafur Arnarson olafur @frettabladid.is Við þökkum viðskiptavinum, starfsfólki og samstarfsaðilum samfylgdina og óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Saman umbyltum við matvælaframleiðslu á heimsvísu og mótum sjálfbæra framtíð fyrir komandi kynslóðir. Gleðilega hátíð Marel.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.