Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 28.12.2022, Blaðsíða 28
Vel tókst til við veiðar, vinnslu og sölu á sjávarafurðum á árinu 2022. Útflutningsverðmæti sjávarafurða munu líklega verða í kringum 340 milljarðar króna, en það er í fyrsta sinn sem verðmætin fara yfir 300 milljarða króna á einu ári. Ein verðmætasta loðnuvertíð í sögunni hafði veruleg áhrif, en hún var auðvitað mjög kærkomin svo stuttu eftir loðnubrest tvö ár í röð. Hækkun á fiskverði erlendis hafði einnig töluverð áhrif til hækkunar á útflutningsverðmætum. Sú hækkun bætti að vissu leyti fyrir samdrátt í ráðlögðum heildaraf la þorsks. Útflutningsverðmæti eru þó ekki algildur mælikvarði á stöðu mála, enda hefur samdrátturinn í þorski gert fyrirtækjum erfiðara um vik að útvega nægt hráefni til þess að halda vinnslum gangandi og tryggja heils- ársstörf. Fiskeldi hélt áfram að festa sig í sessi sem mikilvæg grunnstoð í íslensku efnahagslífi og mikil upp- bygging er í greininni. Útflutnings- verðmæti eldisafurða verða eflaust á bilinu 46 til 50 milljarðar króna á árinu, sem er met. Verðhækkanir höfðu veruleg áhrif í þessari aukn- ingu, en verð á eldislaxi náði sögu- legum hæðum árinu. Áskoranir voru þó margar; válynd veður fyrir vestan og ISA-veira fyrir austan gerðu fyrir- tækjunum erfitt fyrir. Fyrir innrás Rússa í Úkraínu hafði fiskverð farið hækkandi í takti við batnandi aðstæður á mörkuðum og minnkandi áhrif kórónuveirufar- aldursins. Viðskiptaþvinganir sem Vesturlönd gripu til gegn Rússlandi, stuðluðu síðan að frekari verðhækk- unum botnfiskafurða. Þetta voru þó ekki einu afleiðingar stríðsins. Olíuverð hækkaði mikið í kjölfar innrásarinnar og þrátt fyrir að það hafi lækkað nokkuð frá því um mitt þetta ár, þá er olíuverð enn hátt og mikil óvissa ríkir um framvinduna. Það er raunar allt að hækka, sem sést vel á verðbólgutölum víða um heim. Afkoma sjávarútvegs- og eldisfyrir- tækja mun verða fyrir áhrifum af þessu. Það eru blikur á lofti fram veginn vegna stríðsástandsins í Úkraínu, afleiddra áhrifa kórónuveirufarald- ursins og dýpkandi orkukreppu í Evrópu. Evrópa er langstærsta markaðssvæðið fyrir íslenskar sjávarafurðir. Ef skórinn kreppir þar, mun það hafa áhrif á eftirspurn eftir íslenskum sjávarafurðum. Alþjóðleg verðbólga er mikil og í helstu viðskiptalöndum Íslands hefur hún ekki mælst meiri í fjóra áratugi. Framfærslukostnaður heim- ila hefur því stóraukist. Þetta hefur áhrif á neysluvenjur fólks og það mun vafalaust setja sitt mark á sölu á íslenskum sjávar- og eldisafurðum á komandi ári. Fjárhagslega burðug sjávarútvegs- fyrirtæki og íslenska fiskveiðistjórn- unarkerfið, með sínum sveigjan- leika, gera okkur kleift að vera bjartsýn. Það hefur sýnt sig að órofin virðiskeðja, sem nær allt frá skipu- lagi veiða til lokasölu, skiptir sköp- um þegar bregðast þarf við síbreyti- legum aðstæðum. Uppbygging í fiskeldi mun halda áfram og ný met verða vafalaust slegin í útflutningi á eldisafurðum á komandi ári. Ég hef þess vegna fulla trú á því að sjávarút- vegur og fiskeldi muni áfram draga mikilvæg björg í bú fyrir efnahag og samfélag hér á landi. Fyrirtækin munu stíga ölduna. n Gott ár að baki en blikur á lofti Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmda- stjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Það hefur sýnt sig að órofin virðiskeðja, sem nær frá skipulagi veiða til lokasölu, skiptir sköpum þegar bregð­ ast þarf við síbreyti­ legum aðstæðum. Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Meiri óvissa hefur ríkt undanfarið en við eigum að venjast. Besta vika ársins var líklega vikan milli þess sem sóttvarnareglum var aflétt og áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Þetta ár hefur kennt okkur að búast við hinu óvænta. Það breytir þó ekki stóru myndinni sem er sú að við erum stödd í miðri grænni iðn- byltingu þar sem framleiðsluhættir breytast og full orkuskipti geta orðið að veruleika á Íslandi í þágu þess að bæta heilsu jarðar. Þessi þróun, sem hófst seint á síðustu öld, mun vara næstu áratugi. Í þessu felast fjölmörg tækifæri fyrir Ísland sem við þurfum í sameiningu að sækja. Þess vegna tileinkuðu Sam- tök iðnaðarins árið 2022 grænni iðnbyltingu. Iðnaður er í stöðugri þróun þar sem nýjungar eru innleiddar í rótgrónum iðngreinum og nýjar greinar hasla sér völl. Það er gaman að sjá þessa þróun eiga sér stað um allt land, hjá iðnfyrirtækjum sem skapa um 44 þúsund eftirsótt störf og mikil verðmæti. Mikil tækifæri eru til staðar en þau þarf að sækja þannig að eftirsóttum störfum fjölgi og meiri verðmæti verði til skiptanna. Þannig verður Ísland í fremstu röð. Hugverkaiðnaður er nú þriðja stærsta greinin á Íslandi og hefur vaxið hratt. Hugverkaiðnaður er orðinn ein verðmætasta útf lutn- ingsstoðin og hefur alla burði til þess að verða stærsta stoðin við lok þessa áratugar, ef rétt er á málum haldið. Það er undir okkur sjálfum komið að svo verði. Frumkvöðlar með óþrjótandi hugmyndaf lug og drifkraft þurfa samkeppnishæf starfsskilyrði. Stjórnvöld eiga hrós skilið fyrir að hafa búið vel að hug- verkaiðnaði á undanförnum árum en þar sem önnur ríki vinna stöð- ugt að bættum skilyrðum þá þurfa íslensk stjórnvöld sífellt að huga að umbótum í starfsumhverfinu og hvötum til nýsköpunar. Með tímanum verður orkusæk- inn iðnaður fjölbreyttari og grænni. Í grænni iðnbyltingu skapast tæki- færi til þess að nýta auðlinda- strauma frá rótgrónum iðnaði til nýsköpunar. Með nýsköpun liggja tækifæri á sviði matvælafram- leiðslu, í líftækniiðnaði og í upplýs- ingatækni, svo dæmi séu tekin. Þar fyrir utan þarf orku til vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu svo Ísland geti náð fullum orkuskiptum og orðið óháð olíu. Til þess að við getum sótt þessi tækifæri í iðnaði þarf að af la grænnar innlendrar orku fyrir núverandi kaupendur orku sem og nýja notendur. Ef allri orku verður forgangsraðað til orku- skipta í öðrum atvinnugreinum þá hægir verulega á framþróun iðnaðar og við verðum af margvíslegum tækifærum til atvinnuuppbygg- ingar um land allt. Einnig munum við dragast aftur úr í grænni iðn- byltingu í stað þess að verða leið- andi á því sviði. Nýtum árið 2023 til að byggja upp öflugri iðnað, fleiri eftirsótt störf og meiri verðmæti til hagsbóta fyrir samfélagið allt. n Nýtum árið 2023 til góðra verka Hugverkaiðnaður er orðinn ein verðmæt­ asta útflutningsstoðin og hefur alla burði til þess að verða stærsta stoðin við lok þessa áratugar, ef rétt er á málum haldið. Endurkoma ferða­ þjónustunnar sem lykilútflutningsgreinar réði mestu um að 110 milljarða afgangur var á þjónustuviðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2022. Áframhaldandi lífskjarabætur lítill- ar þjóðar með örgjaldmiðil byggjast ekki síst á jákvæðum viðskipta- jöfnuði við útlönd. Ef við búum til meiri gjaldeyri en við notum og viðhöldum jákvæðum viðskipta- jöfnuði er auðveldara að takast á við efnahagssveiflur og því auðveldara að byggja upp lífskjör. Þetta er auð- vitað svolítil einföldun en samt satt. Andvana, magnvana, máttvana Frá lýðveldisstofnun fram til ársins 2013 var viðskiptajöfnuður nær samfellt neikvæður ár eftir ár. Það er heldur ekki auðvelt fyrir lítið hag- kerfi sem byggði útf lutnings sinn nær eingöngu á fiski og áli að byggja upp gjaldeyrisforða. Við f luttum meira inn af vörum og þjónustu en við f luttum út, notuðum meiri gjaldeyri en við bjuggum til sjálf. Árið 2010 tók þetta umhverfi að breytast og frá árinu 2013 höfum við búið við nokkuð stöðugt jákvæðan vöru- og þjónustujöfnuð – við höfum búið til meiri gjaldeyri en við notum. Og það hefur gjörbreytt efnahags- lífinu. Undirstaða þessarar breyt- ingar er ferðaþjónustan. Áratugum saman óskuðu stjórnmálamenn, atvinnulífsforkólfar og verkalýðs- leiðtogar sér meiri fjölbreytni í atvinnulíf og efnahag þjóðarinnar. Og óskin rættist svo um munaði með tilkomu ferðaþjónustunnar. Þótt hjartað dæli blóði Ferðaþjónustan hefur að sönnu gengið í gegn um hremmingar undanfarin tvö ár. En þrátt fyrir heimshrun og stórkostlegan vanda fyrirtækjanna dældi þetta hjarta útflutningsverslunar þjóðarinnar samt nærri 300 milljörðum króna inn í íslenskt efnahagslíf á árunum 2020 og 2021. Það er ekki klink. Á þessum tveimur árum opnuðu landsmenn vart fjölmiðil án þess að greiningaraðilar og stjórnmála- menn lýstu þar yfir mikilvægi þess að ferðaþjónustan tæki hratt við sér, að á því byggðist öll efnahags- viðspyrna þjóðarinnar. Ferðaþjónustan tók áskoruninni og árangurinn er strax farinn að sjást. Tekjur af erlendum ferða- mönnum á þriðja ársfjórðungi 2022 námu rúmlega 187 milljörðum króna samanborið við 168,9 millj- arða á þriðja ársfjórðungi 2019, og ferðaþjónustan hefur nú þegar endurheimt sinn fyrri sess sem stærsta útf lutningsgrein þjóðar- innar á þessum ársfjórðungi með um 36% hlut af heildarútflutningi vöru og þjónustu á þessu tímabili samanborið við um 32% árið 2019 á sama tímabili. Stórfínt, alveg til fyrirmyndar Og hvað þýðir þetta fyrir viðskipta- jöfnuðinn og lífskjörin? Jú, endur- koma ferðaþjónustunnar sem lykil- útflutningsgreinar réði mestu um að 110 milljarða króna afgangur var á þjónustuviðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi 2022. Á sama tímabili myndaðist 23,1 ma.kr. afgangur á viðskiptajöfnuði við útlönd þar sem háönn ferða- þjónustunnar skipti sköpum. Við erum aftur farin að búa til meiri gjaldeyri en við notum. Við erum aftur farin að byggja undir stöðugleika og betri lífskjör. Og við erum búin að skila í ríkiskassann öllum styrkjunum sem gerðu þessa hröðu viðspyrnu mögulega, með margra milljarða vöxtum og kærri þökk. Ferðaþjónustan óskar lands- mönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls viðskiptajöfnuðar á kom- andi ári. n Hætt’ekki gefst’ekki upp þó móti þér blási Jóhannes Þór Skúlason framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar markaðurinn14 28. desember 2022 miðVikuDaGur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.