Fréttablaðið - 31.12.2022, Page 14
Slysa- og bráðamóttaka Land-
spítala í Fossvogi
n Opið allan sólarhringinn, alla
daga. Aðalsímanúmer Land-
spítala: 543-1000.
Eitrunarmiðstöð
543-2222.
Læknavaktin móttaka
í Austurveri
n Opið 9.00–23.30.
n Símaráðgjöf fyrir allt landið er
opin allan sólarhringinn.
n Sími: 1770 og 1700.
Rauði Krossinn
1717 er hjálparsími Rauða krossins
og verður opinn allan sólarhring-
inn.
Neyðarvakt tannlækna á höfuð-
borgarsvæðinu
Opið gamlársdag og nýársdag
10–12 hjá Tannsetrinu, Hlíðasmára
17, Kópavogi. Sími: 780-8070.
Neyðarlínan
Neyðarsíminn 112 er opinn allan
sólarhringinn yfir hátíðarnar og
svarar fyrir slökkvilið, sjúkrabif-
reiðar og lögreglu um allt land.
Dýralækningamiðstöðin
Grafarholti
Gamlársdagur
Opið 10–12.
Nýársdagur
Lokað.
Ef um alvarlegt neyðartilvik er
að ræða, utan opnunartíma, er
hægt að ná í dýralækni á bakvakt.
Bakvaktin er einungis hugsuð
fyrir alvarlega veik eða slösuð dýr.
Útkallið kostar um 35.000 krónur,
sem bætist við almennt aðgerða-
gjald. Símanúmerið hjá dýralækni
á bakvakt er 530-4888.
Kvennaathvarfið
Opið allan sólarhringinn, alla daga.
n Kvennaathvarfið í Reykjavík,
sími: 561-1205.
n Kvennaathvarfið á Norðurlandi,
sími: 561-1206.
Apótek
Lyfja
Gamlársdagur
n Opið 10–12: Selfoss, Árbær,
Garðatorg, Grafarholt, Mosfells-
bær, Hafnarstræti, Hólagarður,
Nýbýlavegur, Setberg, Skeifan,
Spöngin, Borgarnes, Egilsstaðir,
Höfn, Ísafjörður, Patreksfjörður,
Neskaupstaður, Reyðarfjörður,
Sauðárkrókur.
n Opið 9–12: Reykjanesbær,
Akureyri.
n Opið 8–18: Lágmúli, Smáratorg.
n Opið 8–15: Grandi.
n Opið 10–13: Smáralind.
n Opið 10–14: Þjónustuver, Lyfju-
appið.
Nýársdagur
n Opið 10–24: Lágmúli, Smára-
torg.
Apótekarinn
Gamlársdagur
n Opið 9–18: Austurver.
n Opið 10–12: Helluhraun, Mos-
fellsbæ.
n Opið 9–13: Fjarðakaup.
Nýársdagur
n Opið 9–23: Austurver.
Lyf og heilsa
Gamlársdagur
n Opið 10–13: Grandi.
n Opið 10–13: Kringlan.
n Opið 10–12: Glerártorg.
Nýársdagur
n Lokað.
Sundlaugar
Gamlársdagur
n Opið 8–12: Eskifjörður, Norð-
fjörður, Sundlaug Kópavogs,
Versalir, Hornafjörður.
n Opið 8–12.30: Seltjarnarnes.
n Opið 8–13: Ásvallalaug, Laugar-
dalslaug, Sundhöll Reykjavíkur,
Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug,
Varmárlaug.
n Opið 8–11: Vestmannaeyjar.
n Opið 8–11.30: Ásgarður, Garða-
bær.
n Opið 9–11: Patreksfjörður,
Tálknafjörður, Akranes – Jaðars-
bakkalaug.
n Opið 9–12: Akureyri, Hofsós,
Laugar Reykjadal, Sauðárkrókur,
Garður, Flateyri, Suðureyri,
Sundhöll Ísafjarðar, Borgarnes,
Þorlákshöfn.
n Opið 9–11.30: Álftaneslaug,
Keflavík.
n Opið 9–13: Árbæjarlaug, Breið-
holtslaug, Dalslaug, Grafarvogs-
laug, Vesturbæjarlaug.
n Opið 10–11.30: Vogar.
n Opið 10–12: Stokkseyri, Hólma-
vík.
n Opið 10–13: Klébergslaug.
n Opið 10–14: Húsavík, Akranes –
Guðlaug.
n Opið 9.30–18: Secret Lagoon.
n Opið 11–16: Fontana.
n Opið 12–15: Sandgerði.
Nýársdagur
n Opið 12–18: Laugardalslaug,
Sundhöll Reykjavíkur.
n Opið 10–18: Sundlaug Kópa-
vogs, Versalir.
n Opið 11–15: Ylströndin.
n Opið 10–19: Secret Lagoon.
n Opið 11–21: Fontana.
Strætó
Gamlársdagur
Ekið verður samkvæmt laugar-
dagsáætlun. Ekið verður til ca.
15.00. Þjónustuver er opið frá
10–14.
Nýársdagur
Ekið verður samkvæmt sunnu-
dagsáætlun. Þjónustuver er opið
frá 10–14.
Strætó á landsbyggðinni
Gamlársdagur
n Leiðir 51, 52, 55, 57, 88, 89 aka
samkvæmt laugardagsáætlun
hluta dags.
n Innanbæjarvagnar í Reykja-
nesbæ: Leiðir R1, R3 og R4 aka
til 12.00.
n Innanbæjarvagn á Akureyri:
Leiðir A1, A2, A3, A4, A5 og A6
aka til 12.00.
Nýársdagur
Enginn akstur.
Smáralind
Gamlársdagur
Opið 10–13.
Nýársdagur
Lokað.
2. janúar
Hefðbundinn opnunartími.
Kringlan
Nýársdagur
Opið 10–13.
Nýársdagur
Lokað.
2. janúar
Opið 10–18.30.
Vínbúðin
Gamlársdagur
Opið 9–14.
Nýársdagur
Lokað.
Vínbúðin á landsbyggðinni
Gamlársdagur
n Opið 9–14: Akureyri, Reykjanes-
bær, Selfoss.
n Opið 10–13: Akranes, Borgarnes,
Egilsstaðir, Hveragerði, Ísafjörð-
ur, Sauðárkrókur, Vestmanna-
eyjar, Blönduós, Mývatn, Dalvík,
Flúðir, Grindavík, Hella, Húsavík,
Hvolsvöllur, Höfn, Neskaup-
staður, Ólafsvík, Patreksfjörður,
Reyðarfjörður, Siglufjörður,
Stykkishólmur, Búðardalur,
Djúpivogur, Fáskrúðsfjörður,
Grundarfjörður, Hólmavík,
Hvammstangi, Kirkjubæjar-
klaustur, Kópasker, Seyðisfjörð-
ur, Vík í Mýrdal, Vopnafjörður,
Þorlákshöfn, Þórshöfn.
n Opið 10–12.30: Hrísey.
Nýársdagur
Lokað.
Opnunartímar yfir áramót
Flugeldasýningar og brennur munu eflaust lita fyrstu áramót eftir að öllum samtökuafmörkunum vegna COVID-19
faraldursins var aflétt. fréttablaðið/Vilhelm
Eru ostur og rjómi
mikilvægasti hluti
atvinnulífsins?
Valdimar Haf-
steinsson, for-
stjóri Kjöríss
Forstjóri Kjöríss segir MS hafa
eitt fyrirtækja á Suðurlandi
fengið fylgdarakstur frá Vega-
gerðinni. Hann segir þetta
vera mismunun.
bth@frettabladid.is
SAmGöNGuR Valdimar Hafsteins-
son, forstjóri Kjöríss og formaður
Félags atvinnurekenda á Suður-
landi, segir að Vegagerðin hafi
hyglað MS og mismunað öðrum
fyrirtækjum.
Vegagerðin hafi leyft nokkrum
vöruflutningabílum frá MS að fara
yfir Hellisheiði mánudag fyrir jól í
fylgdarakstri á sama tíma og önnur
fyrirtæki komust hvergi og urðu
fyrir sölutjóni.
Valdimar segir að ólga og órói hafi
skapast hjá fyrirtækjum á Suður-
landi í aðdraganda jóla þegar ófært
varð á höfuðborgarsvæðið. Vega-
gerðin hafi verið spurð hvort hægt
væri að komast í fylgdarakstur á
þriðjudegi til að koma vörum á
markað fyrir jólin. Vegagerðin hafi
tekið ágætlega í það en Hellisheiði
hafi opnast allri umferð þannig að
ekki kom til þess.
„Hins vegar virðist okkur sem
MS, eitt fyrirtækja, hafi fengið að
fara með bíla yfir heiðina á mánu-
deginum í fylgdarakstri,“ segir
Valdimar. „Það kallast mismunum,
ef rétt er. Mér finnst þetta alvarlegt
mál ef Vegagerðin ætlar að halda
trúverðugleika sínum. Eru ostur og
rjómi mikilvægasti hluti atvinnu-
lífsins?“
Valdimar segir að Vegagerðin
eigi hrós skilið fyrir að skoða
mögulegan fylgdarakstur fyrir
atvinnuf lutningabíla þegar mikið
liggur við en eitt verði yfir alla að
ganga. Ýmis fyrirtæki hafi orðið
fyrir sölutjóni vegna lokunar-
innar, enda um stærstu söluviku
ársins að ræða.
Svör Vegagerðarinnar við fyrir-
spurn Fréttablaðsins staðfesta að
MS var eina fyrirtækið sem fékk
forgangsfylgd yfir Hellisheiðina.
MS hafði samband við verkstjóra
Vegagerðarinnar seinnipart mánu-
dagsins 19. desember með fjóra
tilbúna bíla og var brugðist við
erindinu.
„Þar sem þá var talið fært fyrir
fylgdarakstur fyrir stóra bíla fengu
f lutningabílar MS að aka yfir
heiðina á eftir mokstursbílum um
kvöldið,“ staðfestir Sólveig Gísla-
dóttir hjá samskiptadeild Vega-
gerðarinnar.
Vegagerðin segir að á sama tíma
hafi átt sér stað samtal Vegagerðar-
innar við formann atvinnurekenda
á Suðurlandi með það fyrir augum
að bjóða upp á fylgdarakstur.
„Skipulagður var fylgdarakstur
snemma daginn eftir fyrir fjölda
framleiðenda og f lutningsaðila.
Þegar til kom var búið að opna heið-
ina á þeim tíma og því þurfti ekki
fylgdarakstur.“
Sólveig segir stefnu Vegagerðar-
innar að vera í góðu samtali við
atvinnurekendur um fylgdarakstur
á lokuðum vegum þegar sá mögu-
leiki sé fyrir hendi.
„Stundum þarf að skella á fylgd-
arakstri með stuttum fyrirvara ef
slíkt færi gefst og því ekki hægt að
gefa langan umhugsunarfrest. Einn-
ig getur verið erfitt að ná til allra
þeirra sem gætu haft áhuga.“
Félag atvinnurekenda á Suður-
landi unir ekki vinnubrögðum
Vegagerðarinnar og ætlar að taka
málið upp á fundi eftir áramót. n
Kjörís segir Vegagerðina hygla MS á sinn kostnað
MS hafði samband við Vegagerðina 19. desember með 4 tilbúna bíla og brugðist var við. fréttablaðið/Sigtryggur ari
14 Fréttir 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið