Fréttablaðið - 31.12.2022, Side 22
Ég ætlaði að vera
íþróttamaður þangað
til í menntaskóla, þá
fór ég að leika í ein-
hverjum leikritum þar
og fannst það gaman.
Halldór Gylfason
Við fórum
á Jómfrúna
og fengum
okkur að
borða og
vorum
með áfeng-
ismæli
með okkur
til að sjá
hvaða áhrif
þetta hefði
á okkur.
Hilmir Snær
Guðnason
Hilmir Snær Guðnason,
Jörundur Ragnarsson, Hall-
dór Gylfason og Þorsteinn
Bachmann eru spenntir fyrir
sumrinu 2023, sem þeir segja
að verði veiðisumarið mikla.
Þeir leika í sýningunni Mátu-
legir í Borgarleikhúsinu og
lögðust meðal annars í rann-
sóknarvinnu fyrir hlutverkin
þar sem þeir drukku jafnt og
þétt í heilan dag.
Leikararnir Hilmir Snær
Guðnason, Jörundur Ragn-
arsson, Halldór Gylfason
og Þorsteinn Bachmann
leika í verkinu Mátulegir
sem frumsýnt var í Borgarleikhús-
inu í gær. Það fer vel á með þeim og
greinilegt er að þeir eru orðnir góðir
vinir eftir æfingatímabilið. Kalla
hver annan til að mynda gælunöfn-
unum Himmi, Dóri og Steini – Jör-
undur fær að halda sínu nafni.
Halldór: Það er búinn að vera frá-
bær stemmari hjá okkur.
Hilmir: Já, sammála. Það er búið
að vera frábært að vinna með þess-
um strákum öllum og það er búið að
vera voða gaman hjá okkur. Ég held
að það verði mjög gaman hjá okkur
að leika þetta líka.
Eruð þið allir búnir að þekkjast í
hundrað ár?
Jörundur: Svona mislengi, ég
held að ég sé búinn að þekkja Dóra
og Himma alveg síðan ég útskrif-
aðist úr leiklistarskólanum en ég
er bara búinn að vera að kynnast
Steina núna undanfarna tvo vetur,
alla vega að vinna með honum.
Þorsteinn: Ég er búinn að þekkja
Himma lengi, alveg síðan áður en
við fórum í leiklistarskólann.
Hilmir: Já, já, já, við gerðum leik-
hús saman áður en við urðum leik-
arar.
Fjórir jólasveinar
Hilmir Snær var ungur þegar hann
byrjaði að leika í ýmsum skólaleik-
ritum og ákvað snemma að hann
vildi verða leikari.
Hvað með ykkur hina?
Þorsteinn: Ekki ég, það var
kannski seint á unglingsárunum
sem ég fattaði að ég hefði áhuga á
þessu.
Halldór: Ég ætlaði að vera
íþróttamaður þangað til í mennta-
skóla, þá fór ég að leika í einhverjum
leikritum þar og fannst það gaman.
En fram að því var ég í handbolta og
fótbolta og hestum, æfði sund líka.
Það var alltaf planið að vera íþrótta-
maður, ég hafði alveg sprellað og
tekið þátt í einhverjum leikritum í
skóla en þegar ég lék fyrst í leikriti í
menntaskóla þá fattaði ég að þetta
væri kannski eitthvað fyrir mig.
Halldór rifjar upp söguna af því
þegar hann kynntist Þorsteini fyrst.
Hann var enn í leiklistarskólanum
og fékk símtal frá Þorsteini einn
daginn.
Halldór: Hann spottaði mig
þegar ég var í leiklistarskólanum
og hringdi í mig, sagðist vera með
jólasveinagigg í veislusal og að hann
vantaði einn sniðugan með sér.
Þorsteinn: Mér fannst hann svo
ótrúlega fyndinn eitthvað.
Og voruð þið bara að leika jóla-
sveina um allan bæ?
Þorsteinn: Já, þetta var mest í
veislusal sem foreldrar mínir voru
með, Akóges-salnum.
Gamlárskvöld skemmtilegra en jólin
Halldór, Hilmir, Jörundur og Þorsteinn hafa skemmt sér vel við æfingar á Mátulegum og eru orðnir góðir vinir. Fréttablaðið/Valli
Halldór: Þetta var geggjað
gaman, við bara í jólasveinabúningi
að fíflast eitthvað.
Þorsteinn: Og við vorum „all in“,
límdum skeggið á okkur og svona.
Það var rosa metnaður, meira að
segja augabrúnirnar voru límdar
á, það mátti alveg toga í og ekkert
fór af.
Halldór: Já, já, það voru mörg
gigg á dag, spilað á gítar og dansað
kringum jólatré.
Halldór og Þorsteinn eru ekki
þeir einu sem leikið hafa jólasveina
heldur eiga fjórmenningarnir það
allir sameiginlegt og allir eru þeir
sammála um að hlutverk jólasveins-
ins sé skemmtilegt.
Jörundur: Jú, þetta var mjög
skemmtilegt gigg. Ég man einmitt
eftir þessu, að líma skeggið á, við
límdum alltaf yfirvaraskeggið og
það gerði gæfumuninn.
Þorsteinn: Já, en það er svolítið
vesen að ná þessu af.
Halldór: Já, en þetta herðir mann.
Hilmir: Við gerðum þetta þegar
ég var í leiklistarskólanum. Þá
söfnuðum við bekkurinn með jóla-
sveinagiggum, flestir selja klósett-
pappír en við lékum jólasveina.
Lögðust í rannsóknarvinnu
Sýningin Mátulegir, sem byggð er á
dönsku kvikmyndinni Druk, fjallar
um fjóra lífsleiða menntaskóla-
kennara sem ákveða að sannreyna
tilgátu norsks heimspekings um
að manneskjan sé fædd með hálfu
prómilli of lítið af áfengi í blóðinu.
Kennararnir drekka áfengi til að
halda réttu áfengismagni í blóðinu
og eins og við er að búast fer ekki allt
eins og það á að fara.
Mynduð þið treysta ykkur í að
prófa þetta?
Halldór: Við höfum prófað þetta.
Hilmir: Já, við fórum í rannsókn-
arvinnu, við fórum á Jómfrúna og
fengum okkur að borða og vorum
með áfengismæli með okkur til að
sjá hvaða áhrif þetta hefði á okkur,
hvenær við værum með 0,5 í blóð-
inu og hvenær við færum hærra.
Þurftuð þið allir jafnmikið til að
ná 0,5?
Hilmir: Nei, það var eitthvað mis-
jafnt eftir mönnum.
Allir skella þeir upp úr og Halldór
segir að sumir hafi þurft minna en
aðrir.
Hilmir: Já, það var þannig en
þetta var mjög góður dagur og hann
skilaði miklu.
Jörundur: Já, svo vorum við
svona að lesa handritið og tékka
hvernig þetta hljómaði með 0,5 pró-
mill og hversu miklu munaði þegar
maður var kominn í 0,7 prómill og
svo leystist þetta bara upp í trúnó
og vitleysu.
Þannig að þið fóruð kannski
aðeins yfir mörkin?
Hilmir: Já, við fórum yfir þessi
0,5 prómill, sko.
Jörundur: Ég held að við höfum
náð upp í einn.
Hilmir: Já, við náðum held ég
einum, við náðum ekki þessu
algleymi sem er talað um í leik-
ritinu.
Birna Dröfn
Jónasdóttir
birnadrofn
@frettabladid.is
22 Helgin 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttabLaðið