Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 26
Staðan á
Íslandi er
um margt
góð. Við-
spyrnan
eftir heims-
faraldur
var
kröftug,
atvinnu-
leysið fór
hratt niður
og er nú í
lágmarki.
Undanfarin ár hafa ýmsir valið orð
ársins. Þannig hefur Árnastofnun
fylgst með málnotkun landsmanna
en árið 2020 valdi stofnunin orðið
sóttkví orð ársins og 2021 var orðið
bólusetning. Hlustendur Ríkisút
varpsins völdu óróapúls orð ársins
2021 en örvunarskammtur var
skammt undan. Hvort tveggja segir
okkur ýmislegt um stemninguna í
samfélaginu, hvaða viðburðir hafa
haft mest áhrif á okkur og hvað
við höfum talað mest um; heims
faraldur og eldgos hafa augljóslega
verið okkur ofarlega í huga.
Annars staðar á Norðurlöndum er
sami háttur hafður á. Víða hafa ein
mitt orð tengd heimsfaraldri orðið
fyrir valinu – kórónupassi var þann
ig orð ársins í Danmörku 2021 og í
Svíþjóð var orðið zoomþreyta eitt af
þeim orðum sem kom til greina en
það felur ekki einungis í sér þreytu á
að sitja við skjáinn heldur ekki síður
að horfa stöðugt á sjálfan sig.
Það er hressandi að sjá hvernig
tungumálið lagar sig að samfélag
inu hverju sinni en ekki síður að
skynja stöðugan nýsköpunarkraft
tungumálsins. Þó að ýmsar áskor
anir blasi við íslenskri tungu – þar
sem efni á ensku er orðið aðgengi
legra börnunum okkar en efni á
íslensku og þörf er á mun meiri
íslenskukennslu fyrir öll þau sem
hingað f lytja – þá höfum við alla
burði til að snúa þeirri þróun við og
tryggja að íslensk tunga geti tekist
á við nýja tíma. Einmitt þess vegna
stofnuðum við nýja ráðherranefnd
um íslensku á árinu sem nú er að
líða – til að vernda og efla íslenska
tungu á umbrotatímum.
Innrásin í Úkraínu
Enn liggur ekki fyrir hvað verður
orð ársins 2022 en kannski verður
það innrás. Það er óhætt að segja að
innrás Rússa í Úkraínu hafi breytt
öllu fyrir frið og framtíð Evrópu.
Milljónir Úkraínumanna hafa flúið
heimili sín, þúsundir óbreyttra
borgara hafa fallið og eyðileggingin
er gríðarleg. Ömurlegur veruleiki
stríðsins sýnir okkur svo áþreifan
lega að friður er forsenda allra fram
fara og farsældar.
Ísland hefur talað skýrt; við
höfum tekið fullan þátt í viðskipta
þvingunum Evrópusambandsins
gagnvart Rússlandi, við höfum tekið
á móti rúmlega 2.000 úkraínskum
flóttamönnum og sett umtalsverða
fjármuni í mannúðaraðstoð, efna
hagsaðstoð og búnað til að styðja
úkraínsku þjóðina. Íslensk stjórn
völd hafa á alþjóðavettvangi lagt
þunga áherslu á þann sjálfsagða
rétt Úkraínumanna að vera frjáls
og fullvalda þjóð og að þessu stríði
Ávarp forsætisráðherra
Framtíðin er björt
Katrín Jakobs-
dóttir forsætis-
ráðherra segir
óhætt að segja
að innrás Rússa
íí Úkraínu hafi
breytt öllu fyrir
frið og framtíð
Úkraínu.
Fréttablaðið/
Sigtryggur ari
verði að linna. Það er forsenda far
sældar í Evrópu þegar litið er fram
á veginn.
Efnahagsleg áhrif af heimsfaraldri
voru gríðarlega víðtæk; aðfanga
keðjur röskuðust í faraldrinum og
ferðalög á milli landa féllu niður.
Atvinnuleysi og af komuöryggi
fjölda fólks var stærsta áskorunin
og áhyggjuefnið og aðgerðir stjórn
valda sneru að stórum hluta að því
að vinna gegn því að þær áhyggjur
rættust. Viðspyrnan í þessum
efnum hefur verið öflugri en hægt
var að sjá fyrir. Afkoma atvinnulífs
ins er almennt góð og ferðaþjónusta
sem fékk þungt högg hefur blómstr
að að loknum faraldri. Þrátt fyrir
þessa góðu stöðu vitum við að enn
er ekki allt samt. Þannig heyrum
við af áhyggjum úr menningarlíf
inu, þar sem meira virðist þurfa til
að fólk fari út úr húsi en áður. Þetta
minnir okkur á að félagsleg áhrif
faraldursins voru einnig umfangs
mikil og líklegt er að lengri tíma
taki fyrir samfélagið að jafna sig á
þeim en þeim efnahagslegu.
Eftir innrás Rússa hafa áskoran
irnar breyst; það er orkukreppa víða
í Evrópu og verðbólga er himinhá.
Við hér á Íslandi getum verið þakk
lát fyrir okkar innlendu grænu
orku og eins þá stöðu að megnið
af raforkukerfinu er í almanna
eigu. Svona áföll sýna okkur mikil
vægi slíkra innviða og að þeir séu
í almannaeigu. En við fáum okkar
skerf af verðbólgunni sem hefur
áhrif á lífskjör okkar allra og meiri
áhrif á tekjulægri hópa en aðra. Þess
vegna hefur ríkisstjórnin miðað
viðbrögð sín og stuðningsaðgerðir
að þeim sem finna mest fyrir verð
bólgunni.
Við kjarasamningsborðið hefur
verið horft til skemmri tíma vegna
óvissunnar – þar hafa samnings
aðilar lagt mikið á sig til að landa
farsælum samningum á óvissu
tímum. Stjórnvöld hafa gert sitt til
að greiða fyrir samningum, stuðla
að stöðugleika og bæta lífskjör
almennings – lækka húsnæðis
kostnað, auka framboð á íbúðarhús
næði og styðja betur við barnafólk
með hærri barnabótum sem ná til
f leiri. Þá skiptir miklu máli að í svo
kölluðum lífskjarasamningum og
þeim skammtímasamningum sem
nú liggja fyrir við meirihluta launa
fólks á almennum vinnumarkaði
er áherslan á hækkun lægstu launa.
Samfélag sem leggur áherslu á jöfn
uð og stuðning við þau sem minnst
hafa á milli handanna er gott sam
félag.
Verðmætasköpun eykst
Á undanförnum árum höfum við
séð þekkingargreinar vaxa og er
nú talað um hugverkageirann sem
fjórðu stoð atvinnulífsins ásamt
sjávarútvegi, stóriðju og ferðaþjón
ustu. Fyrir auðlindadrifið hagkerfi
eins og Ísland skiptir miklu máli
að efla þennan hluta atvinnulífs
ins og það hafa stjórnvöld gert með
markvissum hætti. Endurgreiðslur
vegna rannsókna og þróunar hafa
þar vegið þungt og aukið verðmæta
sköpun á öllum sviðum atvinnu
lífsins. Á næstu misserum þarf að
huga enn betur að undirstöðunum
– það er fjármögnun háskólanna og
samkeppnissjóða og tryggja jafn
vægi í stuðningskerfi rannsókna og
nýsköpunar þannig að sókn á þessu
sviði geti haldið áfram.
Atvinnulífið mun gegna lykilhlut
verki við að ná markmiðum Íslands
um samdrátt í losun gróðurhúsa
lofttegunda. Samtal stjórnvalda við
sveitarfélög og atvinnugreinar um
geiraskipt losunarmarkmið stendur
yfir og þar munu tækni og nýsköpun
skipta miklu til að ná okkar sam
eiginlegu markmiðum. Nú þegar
sjáum við merki þess að slíkar
grænar lausnir geta skipt sköpum í
baráttunni gegn loftslagsvánni – sem
er þrátt fyrir öll önnur áföll stærsta
einstaka áskorunin sem við stönd
um frammi fyrir. Þar skiptir máli
að við tökum öll höndum saman;
stjórnvöld, verkalýðshrey f ing,
atvinnurekendur, fræðasamfélag og
almenningur og vinnum saman að
því að Ísland geti náð markmiðum
sínum og deilt þekkingu sinni með
öðrum löndum og þannig stutt við
baráttuna á heimsvísu.
Framtíðin er björt
Staðan á Íslandi er um margt góð.
Viðspyrnan eftir heimsfaraldur var
kröftug, atvinnuleysi fór hratt niður
og er nú í lágmarki. Við höfum á
sama tíma eflt velferðarkerfið; stytt
vinnuvikuna, lengt fæðingarorlof,
stutt betur við heilbrigðiskerfið, eflt
barnabótakerfið og aukið stuðning
ríkisins til að tryggja aukið framboð
af íbúðarhúsnæði. Samfélag snýst
nefnilega ekki um hagtölur heldur
fyrst og fremst um það hvernig fólki
líður, hvaða tækifæri það hefur til
að nýta og þroska hæfileika sína og
hvort það nær endum saman. Þar
blasa líka við stór verkefni enda
ljóst að heimsfaraldur hafði neikvæð
áhrif á líðan okkar, ekki síst unga
fólksins. Þar hafa stjórnvöld gert
sérstakar ráðstafanir til að sporna
gegn neikvæðum félagslegum afleið
ingum faraldursins. Á komandi ári
munum við leggja sérstaka áherslu
á velsæld og allt það sem við getum
gert til að við öll getum átt gott líf í
okkar góða samfélagi. Tækifærin eru
mörg og framtíðin björt fyrir íslenskt
samfélag.
Katrín Jakobsdóttir
26 Helgin 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðið