Fréttablaðið - 31.12.2022, Blaðsíða 32
Þátttakandi
í íslensku
atvinnulífi
í meira en
50 ár
Endurupptökudómur er sérdómstóll sem sker úr um hvort heimila skuli endur-
upptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.
Dómsmálaráðherra skipar fimm dómendur í Endurupptökudóm, þar af þrjá,
ásamt jafnmörgum varamönnum, tilnefnda af hverju hinna þriggja dómstiga.
Embætti tveggja dómenda og jafnmargra varadómenda skulu auglýst og við
veitingu þeirra gætt ákvæða III. kafla laga um dómstóla, nr. 50/2016, og reglna
um störf dómnefndar, nr. 970/2020. Dómendur Endurupptökudóms fá greitt fyrir
hvert mál sem þeir taka sæti í samkvæmt tímagjaldi sem ákveðið er af stjórn
dómstólasýslunnar.
Með vísan til framangreinds auglýsir dómsmálaráðuneytið laust til umsóknar
embætti eins varadómanda við Endurupptökudóm. Skipað verður í embættið til
fimm ára frá 1. febrúar 2023 eða hið fyrsta eftir að dómnefnd um hæfni umsækj-
enda um embætti dómara skilar ráðherra umsögn sinni.
Umsækjendur skulu fullnægja skilyrðum 13. gr. laga nr. 50/2016, og koma úr
röðum annarra en fyrrverandi eða starfandi dómara eða núverandi starfsmanna
dómstóla.
Í samræmi við 4. gr. reglna nr. 970/2020 er áskilið að í umsókn komi fram upp-
lýsingar um: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af dómstörfum,
3) reynslu af lögmannsstörfum, 4) reynslu af stjórnsýslustörfum, 5) reynslu af
fræðistörfum, s.s. kennslu og öðrum akademískum störfum og upplýsingar um
útgefnar ritrýndar greinar og bækur, fræðilega fyrirlestra o.s.frv., 6) reynslu af
stjórnun, 7) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtast dómaraefni, s.s. vinnu
í tengslum við undirbúning lagasetningar o.fl., 8) almenna og sérstaka starfs-
hæfni, 9) andlegt atgervi og sjálfstæði í vinnubrögðum, 10) tvo fyrrverandi/
núverandi samstarfsmenn/yfirmenn, sem og símanúmer þeirra eða netföng,
sem geta veitt dómnefnd bæði munnlega og skriflega upplýsingar um störf og
samstarfshæfni umsækjanda, sbr. 5. mgr. 5. gr. reglna nr. 970/2020 og 11) aðrar
upplýsingar sem varpað geti ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem
máli skiptir fyrir störf dómanda við Endurupptökudóm.
Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) ferilskrá, 2) afrit af prófskírteinum,
3) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði
í síðustu 12 mánuði, 4) afrit af stefnu og greinargerð í málum sem umsækjandi
hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 5) afrit af úrskurðum stjórn-
valda sem umsækjandi hefur samið síðustu 12 mánuði og 6) útgefin fræðirit og
ljósrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar
sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar. 7) Önnur gögn sem varpa ljósi á fag-
lega færni umsækjanda til starfa sem dómandi við Endurupptökudóm.
Umsóknir skulu berast dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en 9. janúar 2023.
Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskipta er áskilið að umsóknir og
fylgigögn berist dómsmálaráðuneytinu á minnislykli eða með rafrænum hætti á
netfangið starf@dmr.is.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir.
Dómsmálaráðuneytinu,
23. desember 2022.
Embætti eins varadómanda við
Endurupptökudóm laust til umsóknar
HH RÁÐGJÖF
www.hhr.is
Sími: 561 5900
hhr@hhr.is
VANTAR ÞIG STARFSMANN
og þú getur notað ráðningarkerfið okkar
til að vinna úr umsóknum
Atvinnuauglýsing hjá HH Ráðgjöf
kostar aðeins 24.500 kr.*
ÓDÝRT, EINFALT OG SKILVIRKT
Fjöldi umsækjenda á skrá
*Verð er án vsk.