Fréttablaðið - 31.12.2022, Page 44
Okkar hugmyndafræði er
sú að við mætum alltaf.
1759 Arthur Guinness byrjar að brugga Guin-
ness-bjórinn.
1787 Tíma einokunarverslunar lýkur á Íslandi
og 1. janúar 1788 er verslun frjáls öllum
þegnum Danakonungs.
1791 Skólapiltar í Hólavallaskóla halda fyrstu
áramótabrennu sem vitað er um með
vissu á Íslandi.
1871 Fyrsta blysför er farin í Reykjavík að undirlagi skóla-
pilta og á Tjörninni er álfadansleikur.
1874 Á síðasta degi þjóðhátíðarárs er skemmtisamkoma
á Espihóli í Eyjafirði. Gerður veisluskáli úr snjó með
borðum, bekkjum og ræðustól.
1914 Gleðskapur er með mesta móti í Reykjavík, en frá
og með miðnætti er öll sala og framleiðsla áfengis
bönnuð á Íslandi.
1948 Bandaríska tónlistarkonan Donna Summer fædd.
1959 Bandaríski leikarinn Val Kilmer fæddur.
1999 Vladímír Pútín settur forseti Rússlands eftir að
Boris Jeltsín segir af sér.
Merkisatburðir
Elsku hjartans eiginmaður minn,
faðir okkar, stjúpfaðir og afi,
Kristberg Snjólfsson
Miðgarði 9, Reykjanesbæ,
lést á Landspítalanum Fossvogi þann
17. desember. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
Margrét Linda Marísdóttir
Alma Glóð Kristbergsdóttir, Lilja Björt Kristbergsdóttir
Kristófer Már Þórhallsson, Vilborg Ósk Jónsdóttir
Jóhann Helgi Þórhallsson, Aníta Rós Pétursdóttir
Bjarni Freyr Þórhallsson, Arnór Snæland
og barnabörn
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Brandur Fróði Einarsson
Stillholti 21, Akranesi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á
Akranesi, sunnudaginn 25. desember.
Útförin verður auglýst síðar.
Þuríður Skarphéðinsdóttir
Margrét Brandsdóttir
Sveinbjörn Brandsson Birna Antonsdóttir
Einar Brandsson Ösp Þorvaldsdóttir
Magnús Daníel Brandsson Brynhildur Benediktsdóttir
Kristín Sigurlaug Brandsdóttir Eiríkur Tómasson
Soffía Guðrún Brandsdóttir Magnús Þór Ásmundsson
Kristleifur S. Brandsson Heiðrún Hámundar
afabörn og langafabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langalangamma,
Sigrún Clausen
Sólmundarhöfða 5, Akranesi,
lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu
Höfða, Akranesi, fimmtudaginn
15. desember. Útför hennar fer fram frá
Akraneskirkju, fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða.
Streymt verður frá athöfninni á vef Akraneskirkju,
www.akraneskirkja.is.
Guðfinna Gróa Pétursdóttir
Guðjón Pétur Pétursson María Sigurbjörnsdóttir
Arinbjörn Pétursson
Þorsteinn Gunnar Pétursson Hulda Sigurðardóttir
ömmubörnin
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
tengdasonur og afi,
Sigurður Þórir Sigurðsson
kaupmaður í Blómatorginu
við Birkimel,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
miðvikudaginn 28. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 5. janúar kl. 15.00.
Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir
Ragna Eiríksdóttir
Rúnar Sigurðsson Stefanía Ragnarsdóttir
Anna Jónsdóttir
og afabörn
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
Gísli Ferdinandsson
skósmiður,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund,
24. desember. Útförin fer fram frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 13. janúar kl. 13.
Fjölskylda hins látna
32 Tímamót 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttablaðiðTímAmóT Fréttablaðið 31. desember 2022 LAUGARDAGUR
Sumir hafa það fyrir sið að kíkja í
sjóbað í kringum áramótin og þá
skiptir sjaldan máli þótt sjórinn
sé ískaldur.
arnartomas@frettabladid.is
Fólk fagnar áramótunum á ýmsa vegu
og hafa sumir þann sið að skella sér í sjó-
bað. Sjóbaðsleikjanámskeiðið Glaðari þú
stendur í dag fyrir svokölluðu áramóta-
gleðisjóbaði í Nauthólsvík þar sem 2022
verður kvatt með hrolli.
„Sjóbaðið er náttúrulega svo góð leið
til að endurræsa kerfið,“ svarar Guðrún
Tinna Thorlacius hjá Glaðari þú, aðspurð
hvers vegna fólk ætti að kveðja árið með
þessum hætti. „Að fara út í sjóinn í með-
vitund og skilja eitthvað eftir. Ég held að
þegar við erum í sjóbaðinu þá sé ekki
neitt pláss fyrir drasl í hausnum. Þú getur
tekið stöðuna með sjálfum þér og hugsað
í meðvitund hvað þú viljir taka inn í nýja
árið.“
Eins og glöggir lesendur kunna að
hafa gert sér grein fyrir hefur verið kalt
á Íslandi upp á síðkastið. Það þarf enga
kuldaskræfu til að viðurkenna að við-
komandi þyrfti nánast að vera andsetinn
til að hætta sér nærri sjónum í svona vetr-
arhörkum, hvað þá ofan í hann. Guðrún
Tinna segir þó að sjórinn sjálfur sé aldrei
fyrirstaða þess að viðburðir séu haldnir
heldur sé það frekar færðin í borginni.
„Jú, þetta er kalt,“ segir Guðrún Tinna
um sjóinn sem hefur að undanförnu
verið í mínus tveimur gráðum. „Það er
samt alltaf hægt að fara í sjóinn og við
ætlum bara að fara mjög stutt. Okkar
hugmyndafræði er sú að við mætum
alltaf. Við frestum aldrei vegna þess að
sjórinn sé eitthvað ómögulegur.“
Margra meina bót
Samhliða viðburðinum í dag munu
meðlimir í SJÓR, sund- og sjóbaðsfélagi
Reykjavíkur, skella sér ofan í á morgun
til að taka á móti nýja árinu – í spariföt-
unum. Sjálf hefur Guðrún Tinna baðað
sig í sjónum í um fjögur ár.
„Ég byrjaði í Wim Hof kuldaþjálfun
2018 en hef undanfarin tvö ár verið með
þessi námskeið,“ segir hún. „Við Margrét
sem stýrir þessu með mér erum þá að
fara í sjóinn allt að fimm sinnum á dag,
þrisvar í viku.“
Og hvað er það svo við sjóbaðið sem
gerir það svona heillandi?
„Við höfum séð það á fólki sem stundar
sjóinn hjá okkur að þetta hefur jákvæð
áhrif á bólgur og verki,“ útskýrir Guðrún
Tinna. „Rannsóknir hafa til dæmis sýnt
fram á að þau séu góð gegn mildu þung-
lyndi og kvíða. Ef þú hugsar að þú getir
farið í sjóinn í mínus tveimur gráðum,
horft inn á við og hugsað með þér að
það sé samt í lagi með þig, þá er hægt að
yfirfæra það í aðrar aðstæður eins og að
eiga erfitt samtal í vinnunni eða að fara á
krefjandi fund.“
Það hljómar eins og ágætis leið til að
núllstilla sig fyrir árið.
„Það er ekkert betra,“ segir Guðrún
Tinna og hlær.
Þegar þetta viðtal er tekið er enn í lausu
lofti hvort viðburðurinn í dag fari fram
en áhugasamir geta kíkt á Facebook-
síðu Glaðari þú til að sjá stöðuna. Guð-
rún Tinna vekur einnig athygli á því að
ný námskeið hefjist hjá þeim Margréti 3.
janúar. n
Kaldur sjór er engin fyrirstaða
Guðrún Tinna
segir ekki vera
til betri leið til
að kveðja árið
en stutt stopp í
sjónum.
Mynd/Aðsend