Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 31.12.2022, Qupperneq 58
Aflétting er orð ársins 2022 Fréttablaðið leitaði að orði ársins*. Orðin þurftu að eiga það sammerkt að vera tíður gestur í umræðunni og einkenna með einhverjum hætti tíðaranda, ástand eða samfélagsbreytingar. Fréttablaðið útnefndi orðið aflétting sem orð ársins 2022. ninarichter@frettabladid.is Aflétting Árið var ár afléttinga á takmörkunum af ýmsu tagi sem tengdust heimsfaraldrinum. Öllum sóttvarnatakmörkunum innanlands og á landa- mærum var aflétt aðfaranótt föstudagsins 25. febrúar. Covid-19 faraldurinn hefur litað orða- lista síðustu ára og að sjálfsögðu vonum við að þetta sé í síðasta sinn sem slíkt gerist. Rafhlaupahjól Orðin rafhlaupahjól, raf- magnshlaupahjól og rafskúta voru tíðir gestir á síðum fjölmiðla á árinu sem nú er að líða. Inngilding Þýðingin á enska orðinu inclusion. Orðið er helst notað í tengslum við umræðu um mikilvægi þess að tryggja aðgengi allra hópa að samfélaginu. Afslaufun Aflýsing og slaufun eru orð notuð yfir höfnun samfélags- ins gagnvart gerendum, í tilfellum þar sem kynferðis- brotamál hafa komið í dags- ljósið. Orðin öðluðust sess í almennri umræðu í kjölfar #MeToo-byltingarinnar árið 2017. Fljótlega fór þó að bera á því að þvert á áhyggjuraddir áttu margir hinna aflýstu eða slaufuðu afturkvæmt í sviðs- ljósið og atvinnulífið og vildu sumir kalla slík tilfelli dæmi um svokallaða afslaufun. Verðbólga Verðbólga hrjáði þjóðina á árinu sem leið og var orðin tíður og heldur óvelkominn gestur í um- ræðuna 2022. Rafmyntaglæpir Nútímalegir glæpir á borð við rafmyntaglæpi og kortasvindl af ýmsu tagi hrjáðu landann og fólk var ítrekað varað við því að láta glepjast af undarlegum póstsendingum og beiðnum um greiðslur og kortaupplýsingar. Ferðamet Ferðamet var slegið í sumar og hálf þjóðin virtist skella sér til Ítalíu, Tenerife eða á báða staðina ef marka má samfélagsmiðla. Aðrar tilnefningar til orðs ársins hjá öðrum stofnunum Vefsetrið Orðabók.is tilnefndi eftirfarandi orð Bókaþynnka Saknaðartilfinning til sögu- heimsins sem lesendur fá eftir að hafa klárað bók. Brottnámsbaukur Kaffimál til að taka með sér heitan drykk út af veitingastað. Eyrnaspenar Lítil þráðlaus heyrnartól sem á ensku kallast airpods. Gommugræja Að sinna mörgum verkefnum á sama tíma. Að gommugræja eitthvað. Íslensk þýðing á enska hugtakinu multitasking. Hleðslukvíði Kvíði gagnvart því að rafhlaðan í símanum klárist á óheppilegum tíma þegar ekki er hægt að stinga tækinu í samband. Hraðtíska Fjöldaframleidd föt sem lítið eru notuð og daga uppi í land- fyllingum. Framleidd úr ódýrum efnum af láglaunafólki sem starfar við slæmar aðstæður. Leghafi Ókynjað hugtak yfir þá sem eru með leg. Ekki allir sem hafa leg eru konur og ekki eru allar konur með leg. Sófavitringur Sá sem veit öll svör við spurn- ingakeppnum í sjónvarpinu svo lengi sem hann situr á sófanum heima hjá sér. Váhrifaskvaldur Sá sem fjasar á samfélags- miðlum fáum til góðs. Veðurstofusumar Tímabilið 1. júní til 30. septem- ber, sem Veðurstofa Íslands skil- greinir sem sumar á Íslandi. RÚV hefur ekki valið orð ársins en eftirfarandi eru tilnefnd Armslengd Kom oft upp í samhengi við umdeilda sölu á Íslandsbanka. Forsætisráðherra skilgreindi armslengd, í samhengi opin- berrar stjórnsýslu, sem fjar- lægð milli stefnumótunar og framkvæmdar í því skyni að koma í veg fyrir að stjórnmál hafi óæskileg áhrif á faglega stjórnun og rekstur. Hoppa Í samhengi við rafskútuleigur. Stærsta leigan á Íslandi heitir Hopp og þeir sem nota ferða- mátann tala gjarnan um að hoppa á milli staða. Húðrútína Að sinna húð, yfirleitt húð í andliti, með sérstökum með- ulum og tækni. Inngilding Kom fram árið 2016. Höfundur orðsins er sagður Berglind Rós Magnúsdóttir sem þýðir enska hugtakið inclusion í samhengi við skólastarf. Innrás Innrás Rússa í Úkraínu í febrúar leiddi til skelfilegra hörmunga fyrir Úkraínumenn og fólks- flótti brast á auk þess sem efna- hagslegra áhrifa gætir um alla álfuna. Íþróttaþvætti Tengist hugtökum á borð við hvítþvott, grænþvott og bleik- þvott, þar sem stórfyrirtæki nota íþróttir til að beina athygli frá spillingu. Orðið var notað í tengslum við mannréttinda- brot í Katar þar sem HM í knatt- spyrnu var haldin á árinu. Kaupmáttarbruni Formaður BHM lét þau orð falla í tengslum við kjaraviðræður að markmiðið hlyti að vera að stöðva kaupmáttarbrunann. Mathöll Mathallir verða fleiri en kind- urnar í landinu með sama áframhaldi. Fyrsta mathöllin opnaði árið 2017 og nú eru mat- hallirnar orðnar tíu. Móttökubúðir Metfjöldi flóttafólks kom til landsins á árinu og dómsmála- ráðherra sagði við fjölmiðla í október að honum hugnaðist vel að koma á fót móttökubúð- um fyrir flóttafólk, og fullyrti við sama tækifæri að það væri ekki það sama og flóttamanna- búðir. Neyðarbirgðir Nauðsynlegar birgðir til að tryggja afkomu þjóðarinnar á hættutímum. Kom til umræðu í sambandi við yfirvofandi orku- skort vegna stríðs í Úkraínu. Orkuskipti Aðgerðir til að auka hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa í orkubúskap landsins. Rampa Í samhengi við verkefnið Römpum upp Ísland. Tenetásur Seðlabankastjóri sagði í október að tíðar tásumyndir frá Tenerife væru merki um kröftuga einkaneyslu á fyrri árshelmingi. Tilboðskvíði Þegar fólki finnst það verða að nýta sér tilboð á dögum á borð við Svartan föstudag og sam- bærilega tilboðsdaga. Þriðja vaktin Hugtak notað til að lýsa hug- rænni byrði sem konur bera oft frekar en karlar í heimilishaldi. *Leitin að orði ársins hjá Fréttablaðinu fór fram með óformlegri könnun blaðamanns á ritstjórn Fréttablaðsins í desember 2022. Bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r ét t t il l eið ré tti ng a á sl íku . A th . a ð v er ð g et ur b re ys t á n fyr irv ar a. 595 1000 www.heimsferdir.is Tenerife Flug aðra leið til 19.975 Flug aðra leið frá Flugsæti í janúar 46 Lífið 31. desember 2022 LAUGARDAGURFréttAblAðið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.