Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 14

Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 14
14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Hentar stærðum 30-40 DD-H Hefur ótrúlega gott hald, óþarfi að vera í haldara undir. Verð 13.850 kr. Falleg samfella sem dekrar við kvenlegar línur Laugavegi 178, 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | misty.is Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.10-14 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V issulega var áskorun fyrir mig, 23 ára stelpu, að flytja frá stórborg í mínu heima- landi í sveit á Íslandi, fjar- lægu landi sem ég vissi ekki mikið um, en þetta var upphaf mikils ævin- týris og mér líður mjög vel hérna,“ segir Marcela Slobodaniuca, ung kona frá Moldóvu, sem tók sig til og opnaði nýlega sólgulan kaffivagn með gamaldags útliti við Brúará í Biskupstungum, fimm árum eftir að hún flutti hingað í norðrið. Í vagn- inum fagra býður hún upp á úrvals- kaffi, þar sem malaðar eru baunir í hvern bolla, en líka te og kalda drykki sem og bakkelsi, kleinuhringi, múffur og fleira. Margir ferðamenn kom við hjá Brúará til að ganga upp að Brúarfossi í fallegu umhverfi upp með ánni, en þangað er um klukku- stundar gangur. „Fólk er sólgið í kaffi og ein- hverja orku þegar það kemur til baka eftir gönguna að Brúarfossi en sumir fá sér líka kaffi eða annað til að taka með sér í upphafi gönguferðar. Brúarfoss er orðinn mjög vinsæll staður til að ganga að og viðskipta- vinir mínir koma frá öllum heims- hornum. Fólk er mjög ánægt með að geta hresst sig við hjá mér og margir kannast við þessa tegund af kaffi- vagni frá öðrum löndum. Ég er að prófa mig áfram með hvað fólk vill helst kaupa með kaffinu og hér er nóg að gera. Fyrir nokkrum dögum var mesta umferð sem verið hefur hjá mér frá því ég opnaði fyrir tveim- ur mánuðum. Þetta er enn allt í vinnslu hjá mér. Ég á eftir að hanna lógó fyrir vagninn minn og annað slíkt,“ segir Marcela, sem afgreiðir daglangt flesta daga í kaffivagninum við Brúará, en hún ferðast þó stund- um með hann á útihátíðir í öðrum landshlutum. Varð ástfangin af honum Marcela segist alltaf hafa verið mikil áhugamanneskja um kaffi og hún lærði á sínum tíma það sem kall- að er kaffilist (coffee art). Fljótlega eftir að hún kom hingað til lands fór hana að dreyma um að starfa á eigin vegum og á eigin forsendum við kaffigerð. „Ég setti drauminn minn á bið en á síðasta ári ákvað ég að láta vaða og fór að leita að kaffivagni til að festa kaup á. Ég verð að prófa þetta, af því ég vil ekki sjá eftir því alla ævi að hafa ekki gert það sem mig lang- aði, að hafa ekki látið reyna á þetta. Ég keypti kaffivagninn frá Bret- landi. Þetta er franskur Citroën HY Van, 1967, með upprunalegri vél en uppgerður. Ég heillaðist af þessari tegund kaffivagns, mér finnst hann svo fallegur og listaverki líkastur, eiginlega er hann listasafn á hjólum,“ segir Marcela. Hún bætir við að ástæðan fyrir því að hún hafi ákveðið að kaupa kaffivagn á hjólum, bíl á númerum sem aka má á vegum landsins, hafi verið sú að hana lang- aði til að hafa frelsi til að færa kaffi- vagninn sinn til. „Ég elska að ferðast um Ísland og það er tilbreyting fyrir mig að mæta með kaffivagninn á hátíðir á ólíkum stöðum,“ segir Marcela sem ætlaði upphaflega að vera með vagn- inn í miðbæ Reykjavíkur, en það gekk ekki að fá leyfi fyrir honum þar. „Ég leitaði þá til landeigandans hér, Rúnars á Efri-Reykjum, og spurði hvort ég mætti hafa kaffi- vagninn hér á bílastæðinu við Brúará, prófa hvort þetta gengi hjá mér og hann var svo frábær að veita mér leyfi til þess. Þetta hefur heldur betur gengið vel, enda er staðsetn- ingin fullkomin, á sjálfum Gullna hringnum. Þetta svæði hér í Blá- skógabyggð er orðið heimili mitt, enda hef ég búið hér undanfarin fimm ár,“ segir Marcela og bætir við að hún sé Rúnari og hans fjölskyldu afar þakklát fyrir að hafa gefið sér þetta tækifæri. Lærir núna íslensku Marcela var háskólastúdent þegar hún kom fyrst til Íslands fyrir fimm árum. „Ég var í stúdentaprógrammi heima í Moldavíu, sem kallast Work and travel, en það gengur út á að nemendur fari yfir sumarið til ann- arra landa til að vinna, öðlast reynslu og æfa sig í öðru tungumáli. Ég vildi fyrst og fremst öðlast betri færni í ensku, því hún var mjög takmörkuð hjá mér. Fyrsta sumarið fór ég til Grikklands, annað sumarið til Bandaríkjanna en lokasumarið var hér á Íslandi. Mig óraði ekki fyrir að ég myndi setjast hér að. Ég var með allt aðrar hugmyndir og ætlaði aftur til Bandaríkjanna. Ég frestaði þeim fyrirætlunum hvað eftir annað og þegar ég var búin að vera hér í tvö ár hætti ég að hugsa um að fara. Ég ákvað að setjast að og núna er ég að læra íslensku, sem er reyndar mjög erfitt tungumál,“ segir Marcela. Hún starfaði lengst af í verslun við Geysi en nú er hennar aðalstarf að reka kaffivagninn sólgula. Marcela hefur einnig verið að kenna jóga, sem hún ætlar að bjóða aftur upp á í Blá- skógabyggð í vetur. „Ég er að leita að húsnæði fyrir jógatímana mína. Það þarf að vera notalegt og hlýlegt,“ segir Marcela sem er mikil útivistarkona. „Ég elska að vera umvafin þessum fallegu fjöll- um í vinnunni minni hér við Brúará. Ég hef gengið á öll þessi fjöll og von- andi fæ ég að hafa kaffivagninn hér næsta sumar á nýja bílastæðinu sem til stendur að útbúa hinum megin ár- innar. Þangað á að leggja nýjan veg og þá verður hægt að aka nær Brúar- fossi. Bílastæðið hér er allt of lítið, enda var aldrei ætlunin að fólk færi að leggja bílum hér. Það bara gerðist smám saman eftir að Brúarfoss varð svona vinsæll áfangastaður ferða- manna.“ Bílstjóri Marcela vill vera færanleg. Kaffivagninn er því á númerum og keyra má hann á þjóðvegunum. Vígaleg Marcela vel græjuð með ísexi en hún gerði sér lít- ið fyrir og gekk á Hrútsfjallstinda í júní á þessu ári. Hressing og nesti Marcela afgreiðir tvo ferðamenn sem voru að leggja af stað í gönguna upp að Brúarfossi og fe ngu sér kaffi og með því hjá henni. Nú er Ísland mitt annað heimaland „Mig óraði ekki fyrir að ég myndi setjast að á Íslandi, það stóð ekki til,“ segir Mar- cela Slobodaniuca, 28 ára einyrki sem flutti inn gull- fallegan kaffivagn sem hún stendur inni í dagana langa og býður upp á kaffi og bakkelsi fyrir þá sem ganga upp að Brúarfossi. Morgunblaðið/Kristín Heiða Umkringd fjöllum Marcela er alsæl með að hafa látið draum sinn rætast. Hér stendur hún stolt við kaffivagninn sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.