Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 20
VIÐTAL
Atli Vigfússon
Laxamýri
„Það er gaman að geta formað hart
efni með einföldum handverkfærum.
Svo er alltaf gaman þegar fólk er
ánægt með það sem maður gerir.
Það að ljúka verki, sem búið er að
hafa mikið fyrir, veitir mér mikla
ánægju ef vel hefur tekist til. Að
forma grjót með hamri og meitli er
fyrst og fremst æfing en til þess að
æfa sig þarf þolinmæði og seiglu.“
Þetta segir Benedikt Björnsson
skrúðgarðyrkjumeistari en hann
hefur um langt árabil unnið við
grjóthleðslu og hafa störf hans vakið
athygli víða fyrir fagurt handbragð.
„Fyrstu veggina hlóð ég á meðan
ég var á samningi hjá Einari Þor-
geirssyni skrúðgarðyrkjumeistara
1977-1978. Hann brann fyrir því að
hleðsluhandbragðið glataðist ekki
og fékk til liðs við sig nokkra af þeim
sjö hleðslumönnum sem þá voru
ennþá á lífi og lærðu allir mikið af
þeim,“ segir Benedikt, sem heillað-
ist mjög af vandvirkni Einars og
fagmennsku.
Allt grjót hefur andlit
Benedik segir að í grjóthleðslu sé
talað um einfalda og tvöfalda veggi.
Þeir einföldu eru stoðveggir og
halda þeir við hærri jarðveg að baki
þeim. Tvöfaldir veggir hafa tvær
hliðar og tvo enda. Þeir eru stakir
og standa upp úr landinu á alla vegu.
Hæð stakra veggja er mismunandi
en breiddin oft rúmlega metri. Hann
talar um andlit á steinum sem þann
flöt hvers steins sem vísar fram í
hverjum vegg. Í tvöföldum vegg eru
tvær steinaraðir og snúa steinarnir
þá bökunum saman og andlitin
mynda hvora hlið veggjarins.
„Grjót er mjög fjölbreyttur efni-
viður og bergtegundir hafa mismun-
andi hörku. Það er fljótlegast að
forma líparít og hraun en basalt og
granít er mun harðara. Til dæmis er
grásteinninn í Öskjuhlíð ekki eins
hart efni eins og það blágrýti sem er
í Þingeyjarsýslum, en hvort tveggja
er basalt,“ segir Benedikt, sem
finnst heillandi að spá í bergtegund-
irnar.
Hann segist eiga erfitt með að
gera upp á milli gerð veggja og þess
efnis sem notað er. Óneitanlega sé
meira fjör þegar úrvalið af steinum
er gott og mikið.
Hefur hlaðið veggi víða
Benedikt á að baki mikið starf við
grjóthleðslu og er enn að. Hann hlóð
á sínum tíma kirkjugarðinn á Reyð-
arfirði, kirkjusökkul á Stafafelli í
Lóni, kirkjusökkul á Kolfreyjustað í
Fáskrúðsfirði, kirkjugarðinn í
Reykjahlíð og kapellu úr torfi og
grjóti á Rönd í Mývatnssveit.
Eitt stærsta verk hans er kirkju-
garðurinn á Húsavík en þar eins og
annars staðar naut hann aðstoðar
góðra manna. Það verk tók tvö ár,
þ.e. 1986-1987, og hafði hann tvo til
fjóra starfsmenn sem unnu að
hleðslu veggjarins sem er 290 metra
langur og um 1 metri á hæð. Sá
veggur hefur ekki haggast og marg-
ir hafa hrifist af því handverki.
Í dag sýna margir grjóthleðslu
áhuga og Benedikt segir að til séu
margir liðtækir og góðir hleðslu-
menn í landinu. Hann segir að vél-
knúin verkfæri auðveldi formun
grjóts, en þau koma samt ekki í stað
þess handverks sem hamar og meit-
ill skila af sér.
Það hefur, að hans sögn, ríkt
ákveðin óvissa um garðyrkju-
menntun á Íslandi en með metn-
aðarfyllra fyrirkomulagi mun að-
sóknin örugglega aukast.
Hleðslumenn má alveg þjálfa án
þess að senda þá í skóla og hann
segist alltaf vera til í að liðsinna
þeim sem hafa áhuga á því að kynn-
ast því út á hvað grjóthleðsla geng-
ur.
Þessa dagana er hann að hlaða
einfaldan 160 sm háan stoðvegg úr
óformuðum steinum úr gömlum
hleðslum á Halldórsstöðum í Laxár-
dal. Þar er úrval og magn ágætt og
kúnstin er sú að að sjá út þann stein
í hrúgunni sem frekast gæti passað
á ákveðnum stað. Hann er bjartsýnn
á framtíð grjóthleðslu á Íslandi enda
er þetta skemmtilegt handverk sem
á eftir að lifa lengi.
Grjóthleðsla er skemmtilegt handverk
- Benedikt Björnsson skrúðgarðyrkjumeistari hefur um langt árabil unnið við grjóthleðslu
- Hafa vakið athygli víða fyrir fagurt handbragð - Bjartsýnn á framtíð grjóthleðslu á Íslandi
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Hleðsla „Grjót er mjög fjölbreyttur efniviður,“ segir Benedikt.
Stoðveggur reistur Benedikt Björnsson grjóthleðslumaður og skrúðgarð-
yrkjumeistari við nýhlaðinn garð á Halldórsstöðum í Laxárdal.
Vandasamt verk
Nóg er til af grjótinu.
Það er bara að velja
réttu steinana.
20 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
duka.is
Kringlunni &
Smáralind
Chagrin Valley Soap &
Salve húð- og hárvörur
• USDA lífræn vottun
• Sjálfbær og siðferðisleg
framleiðsla.
• 99% plastlausar umbúðir
• Ekki prufað á dýrum