Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 26

Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 26
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Frá ársbyrjun 2010 hafa einstakling- ar á þrítugsaldri verið fjölmennastir í hópi aðfluttra erlendra ríkisborg- ara. Þá hafa mun fleiri karlar en kon- ur flutt til landsins á tímabilinu. Þessi aðflutningur ungs fólks á verulegan þátt í mikilli fjölgun vinnuafls á tímabilinu. Þá hefur hann víðtæk efnahagsleg áhrif. Hagstofa Íslands býður nú upp á sundurliðun hjá aðfluttum og brott- fluttum eftir aldri og kyni, deilt niður á ársfjórðunga. Niðurstöðurnar eru hér sýndar á grafi. Úr því má lesa að mikill meiri- hluti þessara erlendu ríkisborgara, eða rúmlega 80%, er yngri en 40 ára. Þar af eru hlutfallslega flestir, eða um 47%, á þrítugsaldri. Miðað er við aðflutta umfram brottflutta. 8 af hverjum 10 á þrítugsaldri Tölurnar eru hins vegar rauðar í flestum aldurshópum íslenskra ríkis- borgara – brottfluttir eru margfalt fleiri en aðfluttir – og þar af eru lang- flestir, eða um 82%, á þrítugsaldri. Ætla má að hátt hlutfall þeirra sé námsmenn en flutningsjöfnuðurinn er jafnan neikvæðastur á 3. ársfjórð- ungi á tímabilinu, eða áður en skóla- starf hefst á ný eftir sumarið. Eins og Morgunblaðið hefur fjallað um var sögulega mikill að- flutningur til landsins á hagvaxtar- skeiðinu 2011 til 2019. Verulega dró úr aðflutningnum í kórónuveiru- faraldrinum en eftir sem áður fluttu hingað tæplega 1.900 fleiri erlendir ríkisborgarar árið 2020 en fluttu þá frá landinu. Sá fjöldi ríflega tvöfald- aðist í tæplega 4.100 í fyrra. Á verulegan þátt í fjölguninni Fólki á vinnumarkaði, 16-74 ára, fjölgaði úr um 176.600 árið 2011 í 208.400 í ársbyrjun 2021, samkvæmt Hagstofunni, en nýrri tölur liggja ekki fyrir. Athyglisvert er að bera saman þessa fjölgun, um 32 þúsund manns, við grafið hér. En ríflega 40 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar hafa flust til landsins en frá því frá ársbyrjun 2010, og er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á vinnualdri. Virð- ist aðflutningur því eiga mikinn þátt í fjölgun fólks á vinnumarkaði frá upphafi hagvaxtarskeiðsins 2011 en landsmönnum hefur síðan fjölgað úr 318.452 í 381.370 hinn 30. júní sl., eða um tæplega 63 þúsund manns. Aðflutningurinn hefur sem fyrr segir margvísleg efnahagsleg áhrif. Fyrir utan að manna störf og auka einkaneyslu á Íslandi mun aðflutn- ingurinn hafa áhrif á aldurssamsetn- ingu þjóðarinnar. Þá með því að hingað flytjist ungt fólk sem stofnar til fjölskyldu og festir hér rætur. Má í því skyni rifja upp að fulltrúar Vinnumálastofnunar hafa í samtöl- um við Morgunblaðið bent á að ósjaldan flytjist fyrirvinnan fyrst til landsins og síðan fjölskyldan. Flytja hingað vegna starfa Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir tölurnar undirstrika að fólk hafi verið að flytjast hingað til starfa. „Þetta hefur verið ungt fólk á vinnualdri sem er hingað komið til að vinna. Tölurnar bera með sér að þetta eru í einhverjum tilvikum fjöl- skyldur. Fjöldinn undirstrikar hversu mikilvægur þessi aðflutning- ur hefur verið fyrir hagvöxt, þ.e. fyrir aukna verðmætasköpun ís- lenska hagkerfisins. Vinnuaflsþörf hagvaxtarins á þessum tíma hefur að stórum hluta verið mætt með er- lendu vinnuafli. Stöður hafa verið mannaðar í greinum sem eru í hröð- um vexti og hafa knúið hagvöxtinn. Þörfin mun fara vaxandi Þessar tölur árétta jafnframt mik- ilvægi þess að við séum með opinn og sveigjanlegan vinnumarkað hvað varðar aðflutt vinnuafl. Við erum lít- ið hagkerfi og náum ekki að mæta þörf fyrir vinnuafl með innlendu vinnuafli eingöngu. Litið til framtíð- ar segir þetta líka að við erum komin inn í breytt umhverfi þar sem vinnu- aflsþörf verður í auknum mæli mætt með erlendu vinnuafli,“ segir Ingólf- ur. Ein afleiðingin af þessum að- flutningi sé aukin húsnæðisþörf og við því þurfi að bregðast með því að byggja fleiri íbúðir. Langflestir aðfluttra undir fertugu - Frá 2010 hafa um 19 þúsund fleiri erlendir ríkisborgarar undir 40 ára aldri flutt til landsins en frá því - Aðflutningurinn á verulegan þátt í auknu vinnuafli - Hefur áhrif á aldurssamsetningu þjóðarinnar Aðfluttir umfram brottflutta eftir aldri, kyni, ríkisfangi 2010-2022* 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 0 15.000 10.000 5.000 0 -5.000 0-10 ára 10-19 ára 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60+ ára 0-10 ára 10-19 ára 20-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára 60+ ára **Tölur eru rúnaðar af og standa á heilum eða hálfum tug Heimild: Hagstofa Íslands Karlar Konur Samtals 0-10 ára 970 860 1.830 10-19 ára 2.210 2.130 4.340 20-29 ára 8.860 5.785 14.645 30-39 ára 4.795 2.755 7.550 40-49 ára 2.965 1.835 4.800 50-59 ára 1.060 755 1.815 60+ ára 170 180 350 21.030 14.300 35.330 Eftir aldri og kyni**Íslenskir Erlendir Samtals 0-10 ára -130 1.935 1.805 10-19 ára 310 4.090 4.400 20-29 ára -4.220 18.785 14.565 30-39 ára -880 8.375 7.495 40-49 ára -150 4.930 4.780 50-59 ára -95 1.910 1.815 60+ ára 30 340 370 Alls -5.135 40.365 35.230 Íslenskir ríkisborgarar Erlendir ríkisborgarar Karlar Konur 60% 40% 21% 21% 41% 17% 0-19 ára 20-29 ára 30-39 ára 40+ ára *Til og með 30. júní 2022 (fyrstu sex mánuðir ársins) Eftir aldri og ríkisfangi Íslenskir og erlendir ríkisborgarar 26 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 TERRAFORM 17.995 kr./ 3 litir St. 41-47,5 VATNSFRÁHRINDANDI OG MEÐ STÖMUM SÓLA withMemory Foam KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS HERRA GÖNGUSKÓR SKECHERS Fjarskipti Samningur Ljósleiðarans og Sýnar eflir samkeppni í fjarskiptum að sögn Erlings Freys Guðmundssonar framkvæmdastjóra Ljósleiðarans. einnig að því núna hvernig 10 ára samningur við Sýn væri frá- brugðinn 17 ára samningi Símans við Mílu. Sá samningur tengist fyrirhugaðri sölu á Mílu til fjár- festingarfélagsins Ardian. Ljós- leiðarinn hefur gagnrýnt samn- inginn og sagt hann samkeppnis- hamlandi. Erling segir í svari sínu að um samning milli tveggja ótengdra fyrirtækja sé að ræða [Sýn og Ljósleiðarinn] sem eigi langt við- skiptasamband að baki. „Einka- kaupasamningur í tengslum við söluna á Mílu var til tvöfalt lengri tíma og var gagnrýndur af nán- ast hverjum einasta aðila sem skilaði umbeðinni umsögn til stjórnvalda. Þessi samningur Ljósleiðarans og Sýnar eflir sam- keppni í fjarskiptum, almenningi til hagsbóta. Það var ekki mark- mið einkakaupasamningsins,“ segir Erling í svari sínu. tobj@mbl.is endanlegir samningar liggi fyrir eigi síðar en 15. desember nk. Unnið að fjármögnun Erling Freyr Guðmundsson fram- kvæmdastjóri Ljósleiðarans segir í skriflegu svari til Morgun- blaðsins, spurður nánar um fjár- mögnun kaupanna, að unnið sé að henni og hlutafjáraukning sé ein leiðanna sem til skoðunar séu, eins og áður hafi komið fram. Þegar ViðskiptaMogginn spurði Erling fyrr í sumar út í fyrirhug- aða hlutafjáraukningu, sem til- kynnt var samhliða samningi Ljósleiðarans við utanríkisráðu- neytið um afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleið- arastreng Atlantshafsbandalags- ins, sagði hann að upplýst yrði um áætlanir og fjármögnun á mark- aði og til fjölmiðla í samræmi við reglur Kauphallar og/eða þegar það ætti við. Morgunblaðið spurði Erling Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu fyrr í vikunni hafa fjar- skiptafélagið Sýn og Ljósleið- arinn, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, undirritað sam- komulag um einkaviðræður og helstu skil- mála samninga sem lúta ann- ars vegar að sölu á stofnneti Sýnar hf. til Ljósleiðarans og hins vegar að þjónustusamningi milli fyr- irtækjanna til tíu ára. Kaupverðið er þrír milljarðar króna og er samkomulagið með fyrirvara um fjármögnun, niður- stöðu áreiðanleikakönnunar og að Samkeppniseftirlitið sam- þykki endanlega kaup- og þjón- ustusamninga. Miðað er við að Skoða hlutafjáraukningu til að fjármagna kaup á stofnneti Erling Freyr Guðmundsson STUTT « Flugfélagið PLAY flutti 108.622 farþega í ágúst. Það er sambærilegur fjöldi farþega og í júlí þegar 109.937 farþegar flugu með PLAY. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Þar segir einnig að sætanýting í ágúst hafi numið 86,9% samanborið við 87,9% í júlí og 79,2% í júní. „Þróunin er áfram sérstaklega jákvæð, sem helgast eink- um af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli áfangastaða í Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir í tilkynningunni. „Eftir hraða en örugga uppbyggingu með fjölda nýrra áfangastaða, innleiðingu tengiflugsleiðakerfis og móttöku flugvéla er rekstur PLAY loks kominn í fastar skorður. Við- skiptamódelið er orðið að veruleika. Enn og aftur er ég er sannarlega stoltur af starfsfólki PLAY sem hefur gert þetta mögulegt,“ segir Birgir Jónsson forstjóri í til- kynningunni. Flug Rekstur Play í fastar skorður. Play flutti 109 þúsund farþega í ágústmánuði 8. september 2022 Gjaldmiðill Gengi Dollari 142.93 Sterlingspund 165.49 Kanadadalur 108.91 Dönsk króna 19.082 Norsk króna 14.341 Sænsk króna 13.283 Svissn. franki 145.61 Japanskt jen 1.007 SDR 185.24 Evra 141.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 175.3971

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.