Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 27

Morgunblaðið - 08.09.2022, Síða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 SPORTÍS SKE I FAN 1 1 1 08 REYKJAV ÍK S POR T I S . I S 520-1000 ÚTSÖLULOK ENN MEIRI AFSLÁTTUR! Andrés Magnússon andres@mbl.is Vladimír Pútín Rússlandsforseti tel- ur að Rússland hafi grætt á innrás- inni í Úkraínu, ekki tapað neinu sem máli skiptir. Þetta kom fram í máli hans á efnahagsráðstefnu í Vladivo- stok í gær, þar sem hann sagði að Rússland stæði sterkara en áður með því að hafa markað sér eigin braut og að vegur landsins á alþjóðavettvangi myndi aukast fyrir vikið, það yrði heimsveldi á ný. Hann minntist þó ekki á mikið mannfall rússneskra hermanna. „Við höfum engu tapað á hnatt- rænum átökum við Bandaríkin vegna Úkraínu,“ sagði Pútín og bætti við með hernaðaraðgerðunum hefði Rússland loks yfirunnið niðurlæging- arnar, sem sigldu í kjölfar hruns Sov- étríkjanna árið 1991. Tölur benda til verri stöðu Samkvæmt rússneskum hag- skýrslum, sem kynntar voru bak við luktar dyr í Kreml hinn 30. ágúst en viðskiptafréttastofan Bloomberg komst yfir, er staðan heima fyrir þó mun verri en Pútín vill vera láta. Við Rússlandi blasir nú kröpp og löng efnahagslægð, sem nú þegar hefur komið hart niður á fjölmörgum atvinnugreinum og helstu aflvélum efnahagslífsins. Bjartsýnasta spáin gerir ráð fyrir að á næsta ári nemi efnahagssamdrátturinn 8,3%, frá því sem var fyrir innrásina, en svart- sýnni spá gerir ráð fyrir að botninum verði náð 2024 og samdrátturinn verði 11,9%. Gert er ráð fyrir því að þó allt fari á besta veg muni rúss- neskt hagkerfi ekki rétta úr kútnum fyrr en í lok þessa áratugar, jafnvel síðar. Takist Vesturlöndum að venja sig af rússnesku jarðefnaeldsneyti verða Rússar af gríðarlegum tekjum. Þeim hefur tekist að finna nýja markaði fyrir töluvert af olíuframleiðslunni, en verulega undir heimsmarkaðs- verði. Hins vegar er mun erfiðara að finna kaupendur að jarðgasi, enda kallar það á mikla innviði, leiðslur eða sérstakar hafnir, og þeir eru ekki hristir fram úr erminni. Sömuleiðis er alls óvíst að nýir markaðir finnist fyrir málma, efnaiðnað eða viðarvöru. Til að gera illt verra er hafinn spekileki frá landinu og áætlað að um 200.000 manns úr upplýsingageira hafi sig á brott úr landinu á næstu 2-3 árum. Margháttaður iðnaður og tæknigreinar eru sem lömuð vegna þess að íhluti og hráefni skortir sár- lega, m.a. til lyfjaframleiðslu, og eng- ar líkur á að aðrir birgjar finnist. Fyrirsjáanlegt er að SIM-kort í síma verði uppurin fyrir 2025. Mihaíl Klímentjev/Spútník/AFP Glámskyggni Vladimír Pútín Rússlandsforseti fylgist með heræfingum í gær. Pútín leikur á als oddi - Rússlandsforseti segir Úkraínustríðið afar vel heppnað - Telur Rússland standa sterkara og hafa engu tapað - Leynilegar hagtölur segja allt aðra sögu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn vilji hjálpa þjóðum Evrópusambandsins (ESB) að lina orkukreppuna og úti- lokar ekki að verðþak verði sett á norskt jarðgas með það fyrir augum. Framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna um helgina, að hún kynni að setja verðþak á gas, en Støre sagði í samtaki við Financial Times í gær, að hann útilokaði slíkt ekki. Útflutningur Norðmanna á olíu og gasi náði nýjum hæðum á síðasta ári en innrás Rússa í Úkraínu í febrúar hefur gert það að verkum að Nor- egur er nú mesta orkulind álfunnar. Varar við því að aftengja framboð og eftirspurn Að sögn Støre hefur sala á jarð- gasi til ESB aukist um 10% á þessu ári. Hann varaði sambandið hins vegar við því að grípa til ráðstafana, sem gætu gengið meira á orkubirgð- ir í Evrópu en nauðsynlegt væri. Framundan væri vetur sem gæti orðið harður, orka dýr og af skorn- um skammti. Verðlagshömlur á orku kæmi neytendum vafalaust vel. Um leið væri hið eðlilega samband framboðs og eftirspurnar aftengt. Þá yrði ork- an seld út á lægra verði en framboðið gæfi tilefni til. Annað orkuframboð í Evrópu er af ýmusm ástæðum einn- ig mun minna en vanalega. Bæði ESB og G7-hópur stærstu iðnríkja heims hafa rætt um að setja slíkt verðþak á orku, enda mikill pólitískur þrýstingur um allan heim á að lækka orkureikninga. Á hinn bóginn vara margir hagfræðingar við því, þar sem þá verði eftirspurn ekki stillt í hóf og afleiðingin meiri orkuskortur en ella. Verðþak mögu- legt á norskt gas - Vilja hjálpa ESB að lina orkukreppu Christine Olsson/TT/AFP Noregur Jonas Gahr Støre útilokar ekki verðþak en varar þó við því. Rússneskur blaðamaður hefur ver- ið dæmdur í 22 ára fangelsi fyrir landráð en í ákærunni var hann sakaður um að hafa komið hern- aðarleyndarmálum á framfæri við tékkneska njósnara. Ívan Safronov, sem er 32 ára fyrrverandi blaðamaður fyrir blöð- in Kommersant og Vedomosti, neit- aði öllum sökum og hafði áður hafnað tilboði saksóknara um mun vægari refsingu gegn játningu. Rússnesk stjórnvöld hafa mjög hert tökin á fjölmiðlum í Rússlandi eftir að innrásin í Úkraínu hófst og sárafáir sjálfstæðir fjölmiðlar eru eftir í landinu. Á mánudag var Novaja Gazeta svipt útgáfuleyfi með dómsúrskurði. RÚSSLAND Natalía Kolesníkova/AFP Moskva Blaðamaðurinn Ívan Safronov. Blaðamaður dæmd- ur í 22 ára fangelsi Skipun Therese Coffey sem heil- brigðisráðherra í Bretlandi varð óvænt eitt um- deildasta ráð- herraval hins nýja forsætisráð- herra, Liz Truss. Ekki þó á póli- tískum for- sendum, heldur meira á persónu- legu nótunum, þar sem gagnrýnt hefur verið að hún sé reykinga- manneskja og alltof feit. Ekki fari vel á því í heilbrigðisráðuneytinu. Spurð að þessu í útvarpsviðtali við Nick Ferrari á LBC, sagðist Coffey ekki vera til fyrirmyndar um það en starf ráðherra fælist í öðru en að vera fólki fyrirmynd. Skiptar skoðanir reyndust á því á félagsmiðlum í gær. BRETLAND Heilbrigðisráðherra of feitur og reykir Therese Coffey. Árviss kynning Apple á nýjum i- Phone-afurðum átti sér stað í Kali- forníu í gær. Til þess var tekið að tölvurisinn býður nú dýrari iPhone en nokkru sinni fyrr, um 16% dýrara en fyrra flaggskip. Líkt og margir áttu von á var nokkur breyting gerð á iPhone- línunni. Nú eru í boði iPhone SE fyr- ir smáar hendur, iPhone 12 og 13 verða áfram seldir en svo komu bæði iPhone 14 og iPhone 14 Pro, báðir í tveimur stærðum. Framfarir frá síðasta ári felast helst í betri myndavélum og öflugri örgjörvum, auk þess sem að venju eru nýir litir í boði. Þá er skjárinn alltaf virkur. Hinn nýi A16 Bionic ör- gjörvi er sá hraðasti í nokkrum snjallsíma. Myndavélin er orðin 48 megapixla, með þreföldum linsuað- drætti og stórbættri töku við léleg birtuskilyrði. Þá er nýi síminn með gervihnattatengingu sem nota má til að senda út neyðarkall og staðsetn- ingarskilaboð ef í harðbakkann slær. Apple kynnti fleira en nýjan iPhone. Þar á meðal nýja kynslóð Apple-úra og margvíslegar hugbún- aðarframfarir. Apple kynnir nýja iPhone-uppskeru - iPhone 14 línan kemur á markað - Neyðarsamband um gervihnött Apple iPhone 14 Pro Max er með holu fremur en skoru fyrir nema á skjánum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.