Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Lifandi píanótónlist öll kvöld Opnunartími Mán.–Fös. 11:30–14:30 Öll kvöld 17:00–23:00 Borðapantanir á matarkjallarinn.is eða í síma 558 0000 Hægt er að útfæra poke-skálar á marga vegu en framsetningin skiptir máli. Bera þarf poke fram í skál og það má alls ekki blanda hráefnunum saman. Sá sem borðar ákveður hvort hann vill blanda eður ei. Hér erum við með geggjaða poke-skál frá Lindu Ben þar sem hún notar risarækjur. Risarækju-poke-skál Hrísgrjón 2 dl hýðishrísgrjón 1 tsk. sesamolía 1⁄4 tsk. salt Marineraðar rækjur 400 g risarækjur steikingarolía salt 2 msk. sojasósa 1 msk. sesamolía 1 msk. sriracha-sósa 1 tsk. hunang 1 msk. niðursoðið engifer 1⁄4 blaðlaukur Marineraðar agúrkur 3⁄4 agúrka 2 tsk. hunang 1 msk. hvítvínsedik 1⁄4 tsk. salt ½ tsk. þurrkaðar chiliflögur 1 tsk. sesamolía Sterkt majónes 3 msk. majónes 1 msk. sriracha-sósa 2 tsk. safi af niðursoðnu engi- feri 2 tsk. sojasósa 1 tsk. sítrónusafi 1 tsk. hunang 1⁄4 tsk. sesamolía Klípa af salti Toppur Frosnar edamamebaunir Wakame-salat Mangó sesamfræ Aðferð: Byrjið á að sjóða hrísgrjónin í 4 dl af vatni, setjið sesamolíu og salt í vatnið og sjóðið var- lega þar til hrísgrjónin eru mjúk í gegn. Steikið affrystu risarækj- urnar upp úr olíu og smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Gerið marineringuna með því að blanda saman sojasósu, sesamolíu, srirachasósu, hun- angi, niðursoðnu engiferi og smátt söxuðum blaðlauk. Setjið elduðu risarækjurnar ofan í marineringuna og blandið vel saman. Skerið agúrkurnar í bita og setjið í skál. Hellið yfir þær hvítvínsediki, salti, þurrkuðu chili og sesamolíu, blandið vel saman. Útbúið majónesið með því að blanda öllum innihaldsefnum saman í skál. Sjóðið edamamebaunirnar í 5 mín. og setjið örlítið salt í vatnið. Wakame-salatið er keypt tilbúið í Tokyo sushi í Krón- unni. Flysjið og fjarlægið steininn úr mangóinu, skerið það svo í bita. Setjið fyrst hrísgrjón í skál- ar, svo risarækjurnar, mar- ineruðu agúrkurnar, edamame- baunirnar, mangóið, wakame-salatið og sósuna yfir. Dreifið sesamfræjum yfir. Svona gerir þú geggjaða poke-skál Það eru allir með poke-skálar á heilanum þessa dagana enda eru slíkar skálar stór- merkilegar. Þær eiga rætur að rekja til Kyrrahafsins þar sem þær voru þróaðar af sjómönnum. Poke þýðir eitthvað nið- urskorið og í góðri skál er grunnurinn nið- urskorinn hrár fiskur. Síðan er blandað við sterkju og grænmeti og þannig er rétturinn borðaður. Ljósmynd/Linda Ben Ævintýralega fallegt Poke-skálar eru yfirleitt litskrúðugar og girnilegar. Heilsudagarnir standa frá 8. til 18. september en þar geta neytendur gert frábær kaup á alls kyns heilsuvöru og vítam- ínum. Flestar heilsuvörur verða á tilboði þessa daga og eru margir duglegir að nýta sér það til að birgja sig upp fyrir veturinn. Þannig má spara stórar fjárhæðir. Einnig má kynnast nýjum og spennandi vörum og leiðum til að bæta heilsuna. Heilsudagarnir hefjast, eins og fyrr segir, í dag og standa yfir í öllum verslunum Hag- kaups til 18. september. Heilsudag- ar Hag- kaups hefj- ast í dag Það heyrir alltaf til tíð- inda þegar verslanir bjóða upp á skemmti- lega þemadaga og þar fremstir í flokki eru sjálfsagt Heilsudagar Hagkaups.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.