Morgunblaðið - 08.09.2022, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
✝
Stefán Sig-
urðsson fædd-
ist í Reykjavík 27.
júní 1953. Hann
lést á Landspít-
alanum 31. ágúst
2022.
Foreldrar hans
voru Stefanía Að-
alsteinsdóttir hús-
móðir, f. 1. nóv-
ember 1922, d. 12.
janúar 1999, og Sigurður Krist-
jánsson þjónn, f. 13. febrúar
1922, d. 21. nóvember 1980.
Systkini hans voru Valgerður
Jóna, f. 25. júlí 1943, Ragnar Að-
alsteinn, f. 5. október 1944, d. 3.
september 2017, og Sigurður, f.
lék fótbolta með Val. Hann lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um við Hamrahlíð, stundaði
nám í verkfræði við Háskóla Ís-
lands og lauk meistaraprófi í
byggingarverkfræði frá Cor-
nell-háskóla í Bandaríkjunum
árið 1978. Eftir heimkomu starf-
aði Stefán á Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen en var lengst
af sjálfstætt starfandi verkfræð-
ingur.
Stefán og Helga bjuggu
fyrstu ár hjúskapar á Freyju-
götu en fluttu síðar á Hjarð-
arhaga. Stefán var alla tíð mikill
áhugamaður um fótbolta og tók
þátt í félagsstarfi Vals bæði
gegnum eigin ástundun og síðar
meir í gegnum Dóru dóttur sína.
Útför Stefáns fer fram frá
Neskirkju í dag, 8. september
2022, klukkan 13.
9. desember 1951, d.
1. janúar 2012.
Stefán kvæntist
hinn 7. ágúst 1982
Helgu Jónsdóttur, f.
21. september 1954,
d. 25. nóvember
2016. Dætur þeirra
eru: 1) Dóra verk-
fræðingur, f. 27.
apríl 1985, gift Önnu
Olsheimer sálfræð-
ingi, f. 18. maí 1979. Þær eiga
dæturnar Elwu, f. 2009, Elise, f.
2015, og Lilju, f. 2019, þær búa í
Svíþjóð. 2) Anna læknir, f. 9. apr-
íl 1989, hún býr í Danmörku.
Stefán ólst upp á Miklubraut í
Reykjavík, gekk í Hlíðaskóla og
Stefán frændi var eldklár og
litríkur persónuleiki. Hann var
metnaðarfullur í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur og það sem
hann var að fást við átti hug hans
allan. Honum var mikið í mun að
segja frá því sem hann hafði upp-
götvað, deila með manni góðum
ráðum og stóru augun hans
gneistuðu þá af áhuga. Hann var
fljótur að hugsa og gat orðið ei-
lítið óþolinmóður ef aðrir fylgdu
honum ekki eftir. Hann vildi lifa
til fulls á meðan þess var kostur
en langvinn veikindi háðu honum
verulega síðustu árin. Hann vissi
að hann myndi ekki ná háum
aldri og því var það reiðarslag að
Helga konan hans færi á undan
honum eftir skammvinn veikindi.
Síðustu árin hittum við Stefán
alltof sjaldan en stundum fyrir
tilviljun, í Vesturbæjarlauginni
eða Melabúðinni þar sem hann
var fastagestur. Þá fylgdumst
við með honum í gegnum Face-
book ferðast til Svíþjóðar, Dan-
merkur og Tenerife. Hann lifði
nánast fyrir þessar ferðir, taldi
niður dagana og þegar maður
hitti hann sýndi hann manni
ferðaáætlanirnar sem voru út-
hugsaðar og nákvæmar. Dæt-
urnar og barnabörnin voru hon-
um allt en einnig talaði hann svo
fallega um nágranna sína. Við
hefðum viljað hitta frænda oftar
og það verður skarð fyrir skildi
þegar við fjölskyldan minnumst
elsku ömmu á Mikló þann 1. nóv-
ember næstkomandi, en þá hefði
hún orðið hundrað ára.
Kæru systur, Dóra og Anna,
þið hafið misst mikið, alltof fljótt.
Við samhryggjumst ykkur inni-
lega.
Stefanía (Deddý),
Marín, Guðrún,
Kolbrún og Sigrún,
dætur Jónu systur.
Við hjónin viljum með nokkr-
um orðum minnast vinar okkar
Stefáns Sigurðssonar. Leiðir
okkar og þeirra hjóna Helgu og
Stefáns lágu saman í Vesturbæ
Reykjavíkur þar sem við vorum
nágrannar. Við urðum ferða-
félagar til heitari landa ár eftir
ár og áttum ógleymanlegar
stundir saman.
Það var átakanlegt þegar
Helga veiktist skyndilega haust-
ið 2016 og lést skömmu síðar.
Hún sem stundaði sund og göng-
ur og ljómaði af gleði og heil-
brigði var allt í einu kölluð á
brott. Þetta var mikið áfall en að
sjálfsögðu mest fyrir fjölskyld-
una.
Stefán gekk þá þegar ekki
heill til skógar en stóð sig vel í að
aðlagast breyttum aðstæðum.
Hann talaði mikið um Helgu sína
sem eflaust hefur gert honum
lífið léttara. Svo hellti hann sér
m.a. út í matargerð af mikilli
natni og útsjónarsemi. Hann var
öðrum til leiðbeiningar í þeim
efnum og eignaðist marga aðdá-
endur á fésbókinni.
Samband okkar við Stefán
hefur verið náið síðustu árin og
tengdist það m.a. áhuga á enska
boltanum. Við héldum einnig
ferðum okkar suður á bóginn
áfram og var ein slík á teikni-
borðinu síðar á þessu ári.
Við vottum dætrum Stefáns
dýpstu samúð um leið og við
þökkum fyrir samfylgdina.
Við munum sakna Stefáns.
Valgerður
og Arvid.
Mig langar að minnast góðs
vinar og skólabróður í fáeinum
orðum.
Ég kynntist Stefáni þegar við
hófum nám í byggingarverk-
fræði í Háskólanum haustið
1973. Allmargir innrituðust
þetta árið, en margir heltust úr
lestinni og loks vorum við aðeins
fjórir byggingarverkfræðingar
sem útskrifuðumst fjórum árum
síðar. Tveir eru nú fallnir frá.
Námið var krefjandi og hóp-
urinn hélt saman og kynntist vel,
bæði innan skóla og utan. Í frí-
mínútum var drukkið mikið kaffi
og reykt og alltaf var spilað
brids þegar laus stund gafst.
Heimaverkefnin voru leyst í svo
nánu samstarfi að kennurum
þótti stundum nóg um. Svo fór
eitt sinn að við skiluðum fjórum
samhljóða úrlausnum en kenn-
arinn gaf eina einkunn og deildi
henni í fjóra parta.
Að loknu námi í HÍ var haldið
utan til framhaldsnáms og þann-
ig vildi til að við Stefán fengum
skólavist og styrki til náms í
sama skóla, Cornell-háskólan-
um í Bandaríkjunum. Við leigð-
um saman íbúð og tókumst á við
námið af harðfylgi, einn kaldan
vetur í Íþöku. Stefán hafði oft á
orði að hann hefði aðeins búið
með einni manneskju lengur en
mér, nefnilega Helgu sinni.
Stefán bar starfsheitið verk-
fræðingur alla tíð með stolti og
hann var afar hreykinn af að
hafa stundað nám í hinum virta
Cornell-háskóla.
Að námi loknu tók alvara lífs-
ins við. Stefán kynntist stóru
ástinni í lífi sínu, Helgu Jóns-
dóttur, og voru þau gefin saman
1982 í Dómkirkjunni. Mér
hlotnaðist sá heiður að vera
svaramaður Stefáns og þótti
mér afar vænt um það. Stefán
og Helga bjuggu í farsælu
hjónabandi þar til Helga lést ár-
ið 2016, langt fyrir aldur fram.
Stefán og Helga voru afar ólíkir
einstaklingar en áttu einkar vel
saman og bættu hvort annað
upp af sannri ást og virðingu.
Fjölskyldur okkar Stefáns
hafa haldið reglulegu og góðu
sambandi í gegnum tíðina og við
eigum margar góðar minningar
frá öllum þessum árum sem lið-
in eru.
Síðustu misserin gerðist
Stefán matgæðingur og fór að
birta færslur á Facebook undir
heitinu Eldhús einbúans. Var
hann þá orðinn nútíma „áhrifa-
valdur“ sem vakti athygli fyrir
gómsæta rétti og hugvitsam-
lega nýtingu hráefna. Þessi
lokakafli í lífi Stefáns er fallegt
dæmi um hve hann var dugleg-
ur maður og klár. Hann lagði
sig allan fram við hvert það verk
sem hann tókst á hendur, hann
lagði metnað í að finna snjallar
lausnir á viðfangsefninu og kom
þá gjarnan fram með eitthvað
sem engum öðrum hefði hug-
kvæmst.
Stefán var hjartahlýr maður
og með afbrigðum skapgóður og
æðrulaus. Ekki kvartaði hann
yfir hlutskipti sínu í baráttu við
erfið veikindi síðustu árin held-
ur tókst á við þau eins og hvert
annað verkefni. Hann var vinur
vina sinna og hann fór aldrei
dult með ást sína á Helgu sinni,
dætrunum Dóru og Önnu og
barnabörnunum sem hann
dýrkaði meira en allt annað.
Stefán hefur nú lokið sínu
lífsverki og er horfinn á braut.
Minningin um góðan dreng lifir.
Árni Árnason.
Stefán Sigurðsson
✝
Sólveig fæddist
í Kjólsvík,
Desjarmýrarsókn,
25. maí 1937. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. ágúst 2022.
Foreldrar henn-
ar voru Sigurbjörg
Jónsdóttir, f. 10.2.
1920, í Kjólsvík,
Desjarmýrarsókn,
N-Múl., d. 20.1.
2018, og Jóhann Sigurður Guð-
mundsson, f. 29.8. 1922 í Bakka-
gerði, Borgarfirði eystra, N-
Múl., d. 8.2. 1994.
Sólveig á eina sammæðra
systur, Ásdísi Jónsdóttur, f.
1949, og einn sam-
feðra bróður, Guð-
brand Ragnar Jó-
hannsson, f. 1949.
Hún var gift Jón-
asi Guðmundssyni,
f. 1941, d. 2011.
Sólveig eignaðist
engin börn en af-
komendur Ásdísar
voru henni kær: El-
ísabet Stef-
ánsdóttir, f. 1974,
Ásgrímur Stefánsson, f. 1976,
og Sigurbjörg Stefánsdóttir, f.
1991.
Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 8. september
2022, klukkan 13.
Elsku stóra systir, erfitt er til
þess að hugsa að nú verða sam-
verustundirnar og símtölin ekki
fleiri. Ég mun sakna þess að
heyra rödd þína og tala saman
um alla heima og geima. Það er
sárt að kveðja bestu vinkonu
sína, þú sem hefur fylgt mér í
gegnum lífið og þekkir allar
mínar sögur.
Ég leit alltaf upp til þín og
man sem barn hvað ég öfundaði
þig af fallegu kjólunum og
hvernig þú sveifst um gólfið í
þeim. Ég, þú og mamma vorum
eining og hugsuðum hver um
aðra. Þegar ég var lítil og
mamma vann á Landakoti leist
þú eftir mér og þegar þú varst
orðin fullorðin kona leit ég eftir
þér.
Þú hafðir skemmtilegan húm-
or, varst hress og með stórt
hjarta. Það var því óumflýjan-
legt að þú áttir margar vinkonur
sem héldu tryggð við þig alla
ævi. Ein vinkonan hafði orð á
því um daginn hvað þú hefðir
verið raungóð og með stórt
hjarta. Ég tek undir það og
nutu börn mín og barnabörn
góðs af gjafmildi þinni.
Þú varst trúuð kona og það
síðasta sem þú sagðir við mig
var að þú fælir þig drottni þín-
um. Það er huggun í því að vita
að núna ertu komin til mömmu,
afa og Jónasar. Ég veit að þér
líður vel hjá fólkinu þínu. Ég
þakka þér fyrir ferðalagið og við
sjáumst síðar.
Kær kveðja.
Litla systir,
Ásdís Jónsdóttir.
Sólveig frænka, eins og ég
kallaði hana alltaf. Mér finnst
samt eins og það þyrfti annað
orð til þess að geta lýst því sem
hún var fyrir mig.
Sólveig var ævintýragjörn,
ferðaðist um allt og lifði lífinu
sínu til fulls.
Ef það væri eitt lýsingarorð
sem ætti þó best við hana frá
mínu sjónarhorni séð þá væri
það skvísa. Hún leit alltaf svo
vel út, skartið vantaði aldrei á
hana ásamt vel lökkuðum nögl-
um, snyrtivörurnar aldrei langt
undan og það yrði erfitt að finna
svarta flík í hennar fataskáp.
Hún gaf mér mínar fyrstu
snyrtivörur og ég fylgdist vel
með því hvernig hún setti á sig
rauðu varalitina og litríku augn-
skuggana, ég ætlaði að vera eins
og hún, svona spennandi.
Þegar við systurnar kíktum á
hana í Ljósheimunum, horfðum
á spólur og lékum okkur með
allt dótið sem þar var að finna
komum við aldrei tómhentar út.
500 krónunum var laumað í litlu
hendurnar þegar við fórum út
eða ýmsum öðrum spennandi
hlutum, gömlu dóti og skarti.
Þegar ég svo flutti í bæinn
gat ég farið að hugsa meira um
hana eins og hún hugsaði um
okkur. Skvísan hvarf nefnilega
aldrei úr henni svo ferðirnar til
hennar með eldrauða naglalakk-
ið og naglalampann urðu okkar
stundir, þar sem ég gat fengið
að gera hana fína og heyra
hverjar nýjustu fréttirnar voru.
Síðan fór sjónin aðeins að
versna, en það var ekkert mál,
hún hélt áfram að gera sig fína
með örlítilli hjálparhönd þegar
augabrúnaliturinn eða varalitur-
inn fór aðeins út fyrir.
Hún var einstakur og
skemmtilegur karakter og
fylgir því mikill söknuður að
hún sé ekki hérna með okkur
lengur. Ég kveð hana með
miklu þakklæti fyrir allt það
sem hún gerði fyrir mig og lofa
henni því að skvísan hennar
mun lifa í okkur hinum.
Ástarkveðjur,
Birgitta Rós
Ásgrímsdóttir.
Sólveig, það er sárt að kveðja
síðasta íbúann í Ljósheimum.
Mikið rosalega er það táknrænt
að þið þrjú bjugguð á stað sem
heitir Ljósheimar, það er svo
sannarlega rétt lýsing á ykkur.
Sólveig frænka var spennandi
karakter þegar maður var barn.
Hún gekk með hatta, lagði mik-
ið upp úr því að vera fín og
snyrtileg eins og fína fólkið,
gekk á hælum, var fallega brún
með varalit og fínt naglalakk.
Maður fékk alltaf naglalakk í
Ljósheimum og fékk að máta
fallegu hælaskóna. Sólveig var
dugleg að ferðast og skemmta
sér í góðra vina hópi, hafði mik-
ið gaman af því að dansa og ég
held að þannig hafi hún kynnst
Jónasi manninum sínum.
Sólveig og amma bjuggu
saman alla tíð eftir að Ásgrímur
afi dó. Það breyttist ekki eftir
að Jónas kom til sögunar og
þau bjuggu saman öll þrjú í
Ljósheimum.
Ljósheimar 18A voru griða-
staður barna, þar var alltaf tími
fyrir mann. Þetta var drauma-
staður barns, flest gert til að
láta allar óskir rætast. Allar
söngvamyndirnar sem við
horfðum á saman og ekki má
gleyma Tomma og Jenna, þú
fannst allaf svo mikið til með
Tomma. Mamma vann mikið og
pabbi úti á sjó, þá kom amma
og var með okkur Ásgrím, þeg-
ar þú áttir sjálf frí komst þú og
varst með okkur.
Það var stanslaus gestagang-
ur heima hjá ykkur, alltaf stóðu
dyrnar opnar og það var tekið
vel á móti fólki, þar var alltaf
tími fyrir alla. Það var mikil
hlýja og gleði í kringum ykkur.
Þú varst gríðarlega gjafmild og
vildir að allir hefðu nóg. Það er
ekki að ástæðulausu að dóttir
mín er skírð í höfuðið á ykkur
systrum.
Sólveig okkar svo hjartahlý
ömmu hittir enn á ný,
Jónas bíður eftir þér
við stöndum eftir hér.
Hinsta kveðja,
Elísabet Stefánsdóttir
og fjölskylda,
Ásgrímur Stefánsson
og fjölskylda.
Hún Sólveig er farin. Hafin
upp til dýrðarinnar, eins og
sagt er í Hjálpræðishernum.
Dýrðin er hjá Guði. Dýrðin er
Guð. Ung að árum kynntist hún
hernum og kaus að gerast her-
kona. Þar var hún allt til lífs-
loka. Ég kynntist henni þegar
við vorum kornungar í Kópa-
vogsskóla, sem þá var eini skól-
inn í Kópavogi. Birna kynntist
henni líka á æskuárum. Það var
á Landakoti og leigðu þær sam-
an íbúð.
Á Landakoti náðum við sam-
an aftur, báðar í æskublóma.
Unnum við aðhlynningu sjúkra.
Síðan fór Sólveig að læra til
sjúkraliða og var hún í fyrsta
hópi þeirra sem útskrifuðust
frá Landakoti 1966. Hún vann
við hjúkrun ævilangt. Það má
segja að lífið hafi ekki gengið
án baráttu. Alin upp hjá ein-
stæðri móður með litlu systur
sinni sem hún elskaði og dáði.
Litla systir var ljósgeisli
mæðgnanna. Sólveig bar mikla
umhyggju fyrir litlu hnátunni.
Sú ást og umhyggja hefur verið
endurgoldin. Dísa var alltaf til
staðar fyrir hana. Eftir að hún
byrjaði að veikjast og eftir því
sem hún varð lasnari. Sólveig
gekk í hjónaband en það var
barnlaust og fannst okkur að
fjölskylda Dísu systur hennar
væri nánast eins og þeirra
hjóna. Enda lét dóttir Dísu
heita eftir þeim systrum. Jafnt
skyldi ganga yfir báðar. Þín
verður sárt saknað af fjölskyldu
þinni og vinum. Við vottum
Dísu og fjölskyldu dýpstu sam-
úð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Valdimar Briem)
Þínar vinkonur,
Hanna Kolbrún og
Birna Sveinsdóttir.
Ljósheimar; að hugsa sér
þetta nafn.
Þar áttu amma, Sólveig og
Jónas heima, Ljósheima-þrenn-
ingin. Fyrir tilstilli þeirra mun
vera ljós í hjarta mínu um
ókomna tíð.
Sólveig var fagurkeri og
fegraði umhverfið með nærveru
sinni, klæðaburði og innan-
stokksmunum. Gildismat henn-
ar á veraldlega hluti snerist
ekki um tísku og strauma, einu
gilti hvort hlutirnir væru frá
Kolaportinu eða Tékk-Kristal.
Þetta gerði það að verkum að
heimili þeirra Sólveigar, Jón-
asar og ömmu var undraveröld
fyrir mig sem barn. Þetta var
póstmódernísk tímavél, sinfónía
þar sem öllu ægði saman en
samt svo fullkominn samhljóm-
ur; rókókó-sófasett og eftir-
prent af Lómagnúpi, marokk-
ósk gólfpulla og upptökur af
teiknimyndinni Heiðu.
Lífið var aðeins meira spenn-
andi með Sólveigu vegna þess
að hún fór í gegnum lífið á sín-
um takti. Með henni fór maður
í grasagarðinn, taldi kirkju-
tröppur á Akureyri og síðar
skálað í hvítvíni í kristalsglös-
um. Það sýnir ákveðið viðmót
gagnvart lífinu hvað hún var
alltaf vel tilhöfð í fallegum föt-
um, með naglalakk og ótal gull-
hringi. Hversdagurinn getur
ekki verið annað en aðeins
betri.
Sólveig var einstaklega gjaf-
mild og lagði mikið upp úr því
að gleðja aðra. Í sorginni finn
ég ekki síst til þakklætis fyrir
minningarnar, tímann sem hún
gaf mér. Það er inneign sem ég
bý að alla ævi, það að fá að
upplifa að maður skipti máli.
Þakka þér fyrir blíða viðmótið,
áhugann, þolinmæðina og tím-
ann.
Nú kveð ég seinasta meðlim
Ljósheima-þrenningarinnar.
Það svíður sáran en ég er rík
að hafa átt ykkur að.
Sigurbjörg
Stefánsdóttir.
Sólveig Jóna
Jóhannsdóttir
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.