Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 52

Morgunblaðið - 08.09.2022, Page 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 SÉRFRÆÐINGAR Í GÓÐGERLUM Fæst í apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. 50 ÁRA Valdimar fædd- ist á Sauðárkróki og ólst upp í Sólheimum í Sæ- mundarhlíð í Skagafirði. Hann hefur búið þar alla tíð fyrir utan þann tíma sem hann starfaði við Bændaskólann á Hólum 1996-99, meðal annars sem bústjóri. Valdimar útskrif- aðist sem búfræðingur það- an 1991. Valdimar tók síð- an við búskap í Sólheimum af foreldrum sínum árið 1999. Foreldrar Valdimars tóku þá smá skika af jörðinni, og nefndu Lindabæ, og búa þar. Þar er risið búminjasafn, en Sigmar, faðir Valdimars, hefur verið að safna dráttarvélum gegnum tíðina. „Við erum aðallega með mjólkurframleiðslu, og fáein hross til að vera eins og hinir í Skagafirði,“ segir Valdimar aðspurður. „Við erum með tæplega 60 kýr og annað eins af ungviði.“ Valdimar hefur tekið þátt í félagsmálum í sveitinni í gegnum tíðina, verið stjórnarmaður í Félagi kúabænda í Skagafirði, Búnaðarsambandi Skagfirð- inga, Leiðbeiningarmiðstöðinni og fleiri stjórnum. Hann var varamaður í sveitarstjórn á síðasta kjörtímabili fyrir Vinstri-græna og óháða, sat í land- búnaðarnefnd og sem varafulltrúi skipulags- og byggingarnefndar. Hann er núna stjórnarmaður í Veiðifélagi Sæmundarár. „Það er laxveiðiá sem rennur eftir Sæmundarhlíðinni og heitir Sæmund- ará. Hún heitir reyndar Staðará þegar hún kemur hérna neðar, en við köllum hana alltaf Sæmundará. Ég hef samt engan áhuga á stangveiði, ég lenti bara í stjórn. Þetta er svona í sveitinni, það þarf einhver að gera hlutina. Mín áhugamál eru fyrst og fremst búskapur.“ FJÖLSKYLDA Sambýliskona Valdimars er Guðrún Kristín Eiríksdóttir, f. 1977, bóndi og líftæknifræðingur. Börn þeirra eru Sævar Óli, f. 1996, Berg- lind Vala, f. 2000, og Herdís Lilja, f. 2005. Foreldrar Valdimars eru hjónin Sigmar Jóhannsson, f. 1947, og Helga Stefánsdóttir, f. 1942. Valdimar Óskar Sigmarsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú verður að leggja þig fram um að fá það besta út úr málum, þótt á brattann sé að sækja. Leitaðu ráða hjá þér reyndari mönnum, ef einhver efi leynist í brjósti þér. 20. apríl - 20. maí + Naut Skarpskyggni þín hjálpar þér við að greiða úr flækjunum í einkalífinu. Taktu ákvörðun um að draga úr ósiðum og reyndu að hlúa betur að jákvæðu þáttunum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Ekki fresta því til morguns sem þú getur gert í dag. Þú vilt halda friðinn, en þarft samt sem áður að geta lýst tilfinn- ingum þínum og því sem þér líkar eða mis- líkar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Frestaðu öllum framkvæmdum meðan þú ert að gera þínum nánustu grein fyrir því hvað það er sem þú raunverulega vilt. Slepptu tökunum og láttu reyna á hvað gerist. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það er þýðingarlaust að reyna að hafa áhrif á þróun mála í vinnunni í dag. Mundu að lengi skal manninn reyna. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Ef þú býst við að ná árangri ertu að komast nær takmarkinu. Segðu nákvæm- lega hvað þig vantar, þú færð það líklega. 23. sept. - 22. okt. k Vog Í dag gefst gott tækifæri fyrir þýðing- armiklar samræður við aðra. Fólk á sömu línu elskar að heyra nýjustu kenningarnar þínar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú ert tilbúinn til að leggja hart að þér í vinnunni. Gættu þess að árangur þinn sé ekki of dýru verði keyptur. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ef þú ætlar að koma einhverju í verk í dag þarftu að forðast alla truflun. Sannur vinur kemur þér til hjálpar. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að ljúka við það stóra verkefni sem þú hefur tekið að þér. Þú ert bjartsýnn og ákveðinn í að allt gangi þér í haginn. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Nú væri tilvalið að gera út um gömul deilumál og grafa stríðsöxina. Betra líf og innihaldsríkara er handan við hornið. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Stundum verður maður að viður- kenna staðreyndir sem eru manni á móti skapi. Til er fólk sem alltaf hefur skoðanir sem sjaldnast koma þér að gagni á þinni vegferð. „Við bjuggum í framhaldinu úti í Bretlandi í tvö ár með fjölskyldum okkar, það var mikið ævintýri.“ Alls hefur Mezzoforte gefið út 13 stúdíó- plötur. Gulli hefur spilað með fjölda tón- listarmanna, innlendra sem er- lendra, m.a. Madonnu fyrir myndina fór hann í einkatíma hjá Pétri Öst- lund og tók „Encore“-námskeið í Musicians Institue í Los Angeles 1994. Fyrsta plata Mezzoforte kom út 1979 og síðan sló sveitin í gegn er- lendis árið 1983 með laginu Garden Party af plötunni Surprise, Surprise. G unnlaugur Briem fædd- ist 8. september 1962 í Reykjavík og ólst upp á Rauðalæk í Laugarnes- inu. „Það var spennandi að alast upp á þessu svæði, það var allt hrátt þarna, við vorum að reykja njóla, leita að fjögurra blaða smárum og veiða ufsa niðri við sjó. Ég man eftir að Sigurður Ólafsson óperu- söngvari var þarna með hesta. Mamma reyndi að fá mig til að fara í sveit, en ég harðneitaði. sem ég sé eftir í dag. Vildi frekar hlusta á Slade og sökkva mér í plötuspil- arann minn,“ en glamrokkið var vin- sælt á þessum árum þegar Gulli, eins og hann er alltaf kallaður, var tíu ára. „Mér fannst búningarnir hjá þess- um sveitum eins og Slade og Sweet svo flottir og það skipti ekki minna máli fyrir mann á þessum árum. Síð- an komst ekkert annað að en að vera í bílskúrsböndum og reyna að kaupa háhælaskó,“ en Gulli spilaði fyrst á gítar og fór ekki að spila á trommur fyrr en 12 ára, ef frá er talinn barn- ingur á potta og pönnur þegar hann var fimm ára í eldhúsi foreldra sinna. Hljómsveitin Mezzoforte var stofnuð 1977 þegar Gulli og félagi hans, Jóhann Ásmundsson, kynntust Eyþóri Gunnarssyni og Friðriki Karlssyni. „Við vorum þá á kafi í alls konar tónlist, við vorum ekki að setja hana í neina dilka heldur vorum opn- ir fyrir öllu. Við fórum síðan í hljóm- sveitina Ljósin í bænum þegar ég var 17 ára og þar byrjaði minn at- vinnuferill með „Disco Frisco“. Við í Mezzoforte spiluðum líka tvo vetur á veitingahúsinu Skálafelli á Hótel Esju með Hauki Morthens og gerð- um tvær plötur með honum, sem var gaman og lærdómsríkt. Haukur var einstaklega hlýr og góður maður.“ Gulli gekk í Réttarholtsskóla og gerði svo samning við föður sinn um að klára tvo vetur í Verzlunarskóla Íslands áður en hann færi alveg út í tónlistina, sem Gulli og gerði og lauk verslunarprófi. Hann nam síðan klassískan slagverksleik í Tónlistar- skóla FÍH frá 1980-1982 með Reyni Sigurðsson sem aðalkennara. Einnig Evitu árið 1996 og kom fram með henni í Top of the Pops. Hann lék einnig inn á plötu fyrrverandi gítar- leikara Genesis, Steves Hacketts, The Night Siren, árið 2017 og hefur sömuleiðis spilað með Hackett opin- berlega í Evrópu. Gulli hefur gefið út þrjár plötur með eigin tónlist; undir nafninu Gulli Briem með plötuna Earth frá 1999, síðan undir nafninu Earth Affair með Chapter One frá 2004 og Lib- erté frá 2014. Árið 2006 lék hljóm- sveit Gunnlaugs, Earth Affair, á tón- leikum í Tromsö í Noregi, sem voru haldnir á vegum samtaka Nelsons Mandela sem voru að berjast gegn alnæmi í Afríku. Þar léku einnig m.a. Peter Gabriel, Robert Plant og Annie Lennox. Gunnlaugur hefur síðan þá verið sendiherra þessara samtaka. Hann hefur haldið nám- skeið heima og erlendis og hefur fimm sinnum verið valinn besti trommuleikarinn á íslensku tónlist- arverðlaununum. „Ég hef verið að spila á trommur, stunda líkamsrækt, köld böð, kraft- öndun og keyra um á mótorhjólinu mínu. Síðan að skipuleggja tónleika í haust,“ segir Gulli þegar hann er spurður hvað hann sé að gera þessa dagana. „En ég er fyrst og fremst að enduruppgötva sjálfan mig sem manneskju, er með frekar frjótt Gunnlaugur Briem tónlistarmaður – 60 ára Með Nelson Mandela Gulli Briem og hljómsveit í Tromsö í Noregi árið 2005. Skapaðu það sem þú vilt! Þrjár kynslóðir Gulli ásamt tveimur eldri systkinum sínum, Gunnlaugi föður sínum og afa sínum Kristni. P. Briem, við Rauðalæk. Ljósmynd/Jakob Jóhannsson Afmælisbarnið Gulli Briem. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.