Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 53

Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is GÆLUDÝRAHALD GAT VERIÐ ÁHÆTTUSAMT FYRR Á ÖLDUM. „GERÐUR, KONAN MÍN ER Á LEIÐINNI, SVO NÚ ERT ÞÚ EINKARITARINN MINN OG FJÓLA ÆTLAR AÐ FARA FYRR Í MAT. Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska konfekt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÁ ER SÍMINN AÐ MINNA MIG Á AÐ HREYFA MIG EKKI BLÍP BLÍP BLÍP BLÍP FLAUT ÝL OG NÚ MINNIR HANN MIG Á AÐ FÁ MÉR KLEINUHRING HRÓLFUR, ÉG KANN AÐ META ÞAÐ AÐ VERA SJÚKRATRYGGÐUR… EN VÆRI KANNSKI HÆGT AÐ SEMJA UM BETRI AÐSTÖÐU? ímyndunarafl og það hefur stundum komið mér í koll. En ég er hættur að spá í hvað öðru fólki finnst um mig. Það er mikilvægur viðsnúningur. Mæli með því.“ Gulli er að vinna að nýjum tón- leikaverkefnum, bæði hér og úti. „Ég er að setja upp tónleikatúr í nóvember í Noregi með norskum hljóðfæraleikurum og er að fara að gera það sama í Ungverjalandi 2023 og ef til vill í Danmörku. Ég er að endurmeta sjálfan mig sem tónlist- armann og skoða í alla króka og kima og sjá hvað er þarna. Ég ætla að leyfa trommuleiknum að blómstra og fría mig frá áliti annarra. Svo hef ég mikinn áhuga á alls kyns sköpun; við erum skapandi manneskjur og við eigum að kýla á það – skapaðu það sem þú vilt. Ég málaði t.d. mikið sem krakki og er kominn með þær pælingar að byrja aftur á því. Það gæti orðið spennandi og skiptir engu hvort það verður flott eða ljótt.“ Fjölskylda Gunnlaugur er tvígiftur. Hann kvæntist fyrri konu sinni, Ernu Þór- arinsdóttur, f. 30.7. 1959, 19 ára gamall. Seinni kona hans er Evelin Galambos, f. 16.7. 1977 frá Ung- verjalandi. Þau voru saman í tíu ár. Dætur Gunnlaugs með Ernu eru: 1) Anita Briem, f. 29.5. 1982, leik- kona, búsett í Reykjavík. Maki henn- ar er Constantin Paraskevopoulos. Dóttir þeirra er Mía Aníta, f. 7.1. 2014; 2) Katrín Briem, f. 30.10. 1996, vinnur í kvikmyndageiranum. Systkini Gunnlaugs eru Valgerður Margrét Briem, f. 9.7. 1956; Kristinn Briem, f. 7.1. 1961, og Áslaug Briem, f. 3.7. 1965, öll búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnlaugs: Hjónin Gunnlaugur Briem, f. 8.11. 1922, d. 1.1. 2014, sakadómari, og Hjördís Ágústsdóttir Briem, f. 2.11. 1929, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Gunnlaugur Briem Signý Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja á Skriðulandi og víðar Björn Bjartmarsson bóndi á Skriðulandi í Arnarneshreppi og víðar í Eyjaf. Þórlaug Björnsdóttir húsfreyja á Akureyri Ágúst Kvaran stórkaupmaður, leikari og leikstjóri á Akureyri Hjördís Ágústsdóttir Briem hjúkrunarfræðingur í Reykjavík Lilja Metta Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað, síðar í Reykjavík Jósep Hjörleifsson prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd Una Jóhannesdóttir húsfreyja á Hofsstöðum Björn Pétursson bóndi og hreppstjóri á Hofsstöðum í Skagafirði Kristín Björnsdóttir Briem húsfreyja á Sauðárkróki Kristinn Briem kaupmaður á Sauðárkróki Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri og víðar Páll Briem amtmaður og alþingismaður Ætt Gunnlaugs Briem Gunnlaugur Briem fv. yfirsakadómari í Reykjavík Á Boðnarmiði á þriðjudag birtist limran „Rothögg“ eftir Guð- mund Arnfinnsson: Frímann gaf Fannari á’ann, svo flatur á stéttinni lá’ann öngviti í, og upp frá því var ekki sjón að sjá’ann. Hér yrkir Guðmundur „Á vett- vangi“: Fyrir stundu skaut ég skolla, skokkar hundur niður tún, úti’ á sundi syndir kolla, situr lundi á klettabrún. Sigurlín Hermannsdóttir orti í hádeginu á mánudag: Þriðji kvenkyns forsætisráðherra íhaldsins Hún Magga var málug og hvöss og May krömdu ESB-hlöss. hvað bíða mun Breta er brautina feta og binda nú trúss sitt við Truss? Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir „Hrossahald“ og eru orð í tíma töl- uð: Það fréttist hér í fyrravor um fjölmörg ess að deyja úr hor; í Borgarnesi bauðst þeim for að bíta, varla annað. Slíkt bannað er ef bókfast telst og sannað. Svo leið víst hátt á annað ár, á eyki hlóðust kaun og sár, það datt af flestum drógum hár og döpur voru þrifin; í svartamyrkri sáust kapalrifin. En bráðum hesta batna mein (þótt bikkjum fækki – dauð er ein –) því loksins fannst ein lagagrein sem leyfir margt að gera. Í ferli segir MAST nú málið vera. Jónas Árnason yrkir og tekur dæmi „úr Baptistafræðum“: Hann Bóas var blíðari og hýrari en bróðir hans Jóhannes skírari. En það úrslitum réð að andlega séð var Jóhannes skírari skýrari. Jón Jens Kristjánsson um veð- urfarið: Hásumar byrjar þá hausta fer hitinn að tuttugu gráðum er allt virðist snúast öndvert hér og októberfest í september. Maðurinn Með Hattinn er raun- sær: Foldarbráin fölnar senn, falla strá í haga. Haustið sjá má aftur enn, eftir fáa daga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rothögg og forsætisráð- herra íhaldsins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.