Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 Skiltagerð og merkingar Inni og úti merkingar, spjöld og skilti. Kíktu á heimasíðuna okkar og skoðaðu þjónustuna sem er í boði. Xprentehf. | Sundaborg3 |104Reykjavík |7772700|xprent@xprent.is SANDBLÁSTURSFILMUR BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ KYNNINGARSVÆÐI www.xprent.is GÆLUDÝRAHALD GAT VERIÐ ÁHÆTTUSAMT FYRR Á ÖLDUM. „GERÐUR, KONAN MÍN ER Á LEIÐINNI, SVO NÚ ERT ÞÚ EINKARITARINN MINN OG FJÓLA ÆTLAR AÐ FARA FYRR Í MAT. Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að elska konfekt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞÁ ER SÍMINN AÐ MINNA MIG Á AÐ HREYFA MIG EKKI BLÍP BLÍP BLÍP BLÍP FLAUT ÝL OG NÚ MINNIR HANN MIG Á AÐ FÁ MÉR KLEINUHRING HRÓLFUR, ÉG KANN AÐ META ÞAÐ AÐ VERA SJÚKRATRYGGÐUR… EN VÆRI KANNSKI HÆGT AÐ SEMJA UM BETRI AÐSTÖÐU? ímyndunarafl og það hefur stundum komið mér í koll. En ég er hættur að spá í hvað öðru fólki finnst um mig. Það er mikilvægur viðsnúningur. Mæli með því.“ Gulli er að vinna að nýjum tón- leikaverkefnum, bæði hér og úti. „Ég er að setja upp tónleikatúr í nóvember í Noregi með norskum hljóðfæraleikurum og er að fara að gera það sama í Ungverjalandi 2023 og ef til vill í Danmörku. Ég er að endurmeta sjálfan mig sem tónlist- armann og skoða í alla króka og kima og sjá hvað er þarna. Ég ætla að leyfa trommuleiknum að blómstra og fría mig frá áliti annarra. Svo hef ég mikinn áhuga á alls kyns sköpun; við erum skapandi manneskjur og við eigum að kýla á það – skapaðu það sem þú vilt. Ég málaði t.d. mikið sem krakki og er kominn með þær pælingar að byrja aftur á því. Það gæti orðið spennandi og skiptir engu hvort það verður flott eða ljótt.“ Fjölskylda Gunnlaugur er tvígiftur. Hann kvæntist fyrri konu sinni, Ernu Þór- arinsdóttur, f. 30.7. 1959, 19 ára gamall. Seinni kona hans er Evelin Galambos, f. 16.7. 1977 frá Ung- verjalandi. Þau voru saman í tíu ár. Dætur Gunnlaugs með Ernu eru: 1) Anita Briem, f. 29.5. 1982, leik- kona, búsett í Reykjavík. Maki henn- ar er Constantin Paraskevopoulos. Dóttir þeirra er Mía Aníta, f. 7.1. 2014; 2) Katrín Briem, f. 30.10. 1996, vinnur í kvikmyndageiranum. Systkini Gunnlaugs eru Valgerður Margrét Briem, f. 9.7. 1956; Kristinn Briem, f. 7.1. 1961, og Áslaug Briem, f. 3.7. 1965, öll búsett í Reykjavík. Foreldrar Gunnlaugs: Hjónin Gunnlaugur Briem, f. 8.11. 1922, d. 1.1. 2014, sakadómari, og Hjördís Ágústsdóttir Briem, f. 2.11. 1929, hjúkrunarfræðingur, búsett í Reykjavík. Gunnlaugur Briem Signý Margrét Sæmundsdóttir húsfreyja á Skriðulandi og víðar Björn Bjartmarsson bóndi á Skriðulandi í Arnarneshreppi og víðar í Eyjaf. Þórlaug Björnsdóttir húsfreyja á Akureyri Ágúst Kvaran stórkaupmaður, leikari og leikstjóri á Akureyri Hjördís Ágústsdóttir Briem hjúkrunarfræðingur í Reykjavík Lilja Metta Kristín Ólafsdóttir húsfreyja á Breiðabólsstað, síðar í Reykjavík Jósep Hjörleifsson prestur á Breiðabólsstað á Skógarströnd Una Jóhannesdóttir húsfreyja á Hofsstöðum Björn Pétursson bóndi og hreppstjóri á Hofsstöðum í Skagafirði Kristín Björnsdóttir Briem húsfreyja á Sauðárkróki Kristinn Briem kaupmaður á Sauðárkróki Kristín Guðmundsdóttir húsfreyja á Akureyri og víðar Páll Briem amtmaður og alþingismaður Ætt Gunnlaugs Briem Gunnlaugur Briem fv. yfirsakadómari í Reykjavík Á Boðnarmiði á þriðjudag birtist limran „Rothögg“ eftir Guð- mund Arnfinnsson: Frímann gaf Fannari á’ann, svo flatur á stéttinni lá’ann öngviti í, og upp frá því var ekki sjón að sjá’ann. Hér yrkir Guðmundur „Á vett- vangi“: Fyrir stundu skaut ég skolla, skokkar hundur niður tún, úti’ á sundi syndir kolla, situr lundi á klettabrún. Sigurlín Hermannsdóttir orti í hádeginu á mánudag: Þriðji kvenkyns forsætisráðherra íhaldsins Hún Magga var málug og hvöss og May krömdu ESB-hlöss. hvað bíða mun Breta er brautina feta og binda nú trúss sitt við Truss? Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir „Hrossahald“ og eru orð í tíma töl- uð: Það fréttist hér í fyrravor um fjölmörg ess að deyja úr hor; í Borgarnesi bauðst þeim for að bíta, varla annað. Slíkt bannað er ef bókfast telst og sannað. Svo leið víst hátt á annað ár, á eyki hlóðust kaun og sár, það datt af flestum drógum hár og döpur voru þrifin; í svartamyrkri sáust kapalrifin. En bráðum hesta batna mein (þótt bikkjum fækki – dauð er ein –) því loksins fannst ein lagagrein sem leyfir margt að gera. Í ferli segir MAST nú málið vera. Jónas Árnason yrkir og tekur dæmi „úr Baptistafræðum“: Hann Bóas var blíðari og hýrari en bróðir hans Jóhannes skírari. En það úrslitum réð að andlega séð var Jóhannes skírari skýrari. Jón Jens Kristjánsson um veð- urfarið: Hásumar byrjar þá hausta fer hitinn að tuttugu gráðum er allt virðist snúast öndvert hér og októberfest í september. Maðurinn Með Hattinn er raun- sær: Foldarbráin fölnar senn, falla strá í haga. Haustið sjá má aftur enn, eftir fáa daga. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rothögg og forsætisráð- herra íhaldsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.