Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 55
an strengi og taka næsta skref með liðið. Selfoss Selfyssingar eru með mjög sterkt byrjunarlið en við fyrstu sýn virðist vanta aðeins upp á breiddina á hópn- um og að þeir megi lítið við meiðslum. Þeir eru með frábæran heimavöll og það er mikil handboltahefð á Selfossi sem mun hjálpa þeim. Þórir Ólafsson er að stíga sín fyrstu skref sem þjálf- ari í meistaraflokki og það er líka mikil og góð æfingahefð á Selfossi. Þórir er reynslumikill leikmaður og auðvitað heimamaður líka sem þekkir hvern krók og kima. Það verður fróð- legt að sjá hvernig þeim mun reiða af en ég á von á þeim í úrslitakeppninni í vor. Fram Framarar eru eitt þeirra liða sem ætla sér stóra hluti í vetur og maður heyrði það út undan sér að félagið ætlaði sér að vera með mjög gott lið þegar flutt yrði úr Safamýrinni í Úlf- arsárdal. Þar er komið nýtt stórglæsi- legt mannvirki með frábæra æfinga- og keppnisaðstöðu sem er mikil inn- spýting í þeirra starf. Hópurinn er talsvert breyttur frá síðustu leiktíð og þeir hafa fengið tvo öfluga leikmenn frá Bregenz, þá Luka Vukievic og Marko Coric. Alexander Már Egan er kominn frá Selfossi og það verður mjög áhugavert að sjá hversu fljótir þeir verða að ná upp takti í sinn leik en það skiptir Fram öllu máli að byrja tímabilið vel. KA KA hefur misst leikmenn sem voru í stórum hlutverkum hjá þeim í fyrra, bæði Óðin Þór Ríkharðsson og svo Arnar Frey Ársælsson. Þeir komu að mörgum mörkum hjá þeim. Þeir verða líka án Ólafs Gústafssonar í upphafi móts sem er áfall fyrir þá. Það er ekki klárt hversu lengi hann verður frá en hann er einn þeirra reynslu- mesti leikmaður og það munar um minna. Breiddin hjá KA er því byggð á ungum og efnilegum leikmönnum í ár og þeir þurfa að vera fljótir að ná upp takti ef Akureyringar ætla sér að kom- ast í úrslitakeppnina. Heimavöllurinn er og verður þeim alltaf mikilvægur og þeir þurfa að vernda hann vel. Grótta Það er nýr þjálfari í brúnni hjá Gróttu, Róbert Gunnarsson, og það verður mjög fróðlegt að fylgjast með honum. Hann var frábær leikmaður og býr yfir mikilli reynslu. Það hafa orðið breytingar á hópnum en Seltirningar eru bjartsýnir fyrir veturinn sem er alltaf jákvætt. Ég á hins vegar von á því að þeir verði í neðri hlutanum og þeir þurfa að berjast fyrir sæti sínu í ár. Það verður gaman að sjá Róbert takast á við þá áskorun og hvernig honum tekst að koma nýju mönnunum inn í þetta. Hörður Það er frábært að fá lið frá Ísafirði inn í deildina og það hefur verið sett mikið púður í liðið undanfarin ár. Það eru margir erlendir leikmenn þarna og metnaðurinn í að gera vel er svo sann- arlega til staðar. Heimavöllurinn verður þeim mjög dýrmætur og þeir þurfa að ná í hagstæð úrslit þar. Margir leikmannanna eru óskrifað blað í efstu deild ef svo má segja og ég er virkilega spenntur að sjá hvernig þeim mun reiða af í deild þeirra bestu. Þeir spila hraðan handbolta en þurfa að stoppa í götin og bæta varnarleik- inn hjá sér, ætli þeir sér að halda sæti sínu í deildinni. ÍR Bjarni Fritzson er mættur aftur, reyndur þjálfari. Hann þekkir hvern krók og kima í Breiðholtinu, enda heimamaður. Þeir spila á nýjum heimavelli í vetur og því fylgir alltaf ákveðin upplyfting og spenna. Þeir eru búnir að missa marga reynslu- mikla menn og það munar um minna. Ég er spenntur að sjá hvernig Viktori Sigurðssyni reiðir af því það mun mik- ið mæða á honum. Því miður þá held ég að þetta verði erfitt tímabil fyrir þá og þeir þurfa að vera betri en Grótta og Hörður til þess að halda sér uppi. Morgunblaðið/Eggert Toppliðin Benedikt Gunnar Óskars- son og Róbert Sigurðarson takast á í tvísýnni rimmu Vals og ÍBV um Ís- landsmeistaratitilinn síðasta vor þar sem Valsmenn höfðu betur. ÍÞRÓTTIR 55 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 _ Jón Axel Guðmundsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, er kominn til San Francisco þar sem hann hóf æf- ingar með NBA-meisturunum Golden State Warriors í fyrradag. Hann æfir með liðinu í viku en Warriors fær jafn- an til sín sterka og samningslausa leikmenn á þessum tíma til að æfa og spila gegn leikmönnum liðsins á und- irbúningstímabilinu. Jón Axel er í hópi átta leikmanna sem komu til æfinga núna en í fyrra samdi Warriors við tvo leikmenn sem komu þangað á sömu forsendum. _ Enska félagið Chelsea rak í gær- morgun þýska knattspyrnustjórann Thomas Tuchel í kjölfarið á 1:0 ósigri liðsins gegn Dinamo Zagreb í Meist- aradeildinni í fyrrakvöld. Graham Potter hjá Brighton er talinn einna lík- legastur sem eftirmaður hans en Mauricio Pochettino og Zinedine Zid- ane, sem báðir eru án starfs, hafa einnig verið sterklega orðaðir við Lundúnafélagið. _ Luka Doncic átti ótrúlegan leik fyrir Slóveníu þegar liðið vann sterkan 88:82-sigur á Frakklandi í B-riðli Euro- Basket, Evrópumótsins í körfuknatt- leik karla, í gær og tryggði sér þannig sigur í riðlinum. Doncic skoraði 47 stig, sem eru næstflest stig sem leik- maður hefur skorað í einum leik í sögu Evrópumóts karla í körfuknattleik. Í leiknum í gær tók hann sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar að auki. _ Keira Walsh varð í gær dýrasta knattspyrnukona heims þegar Barce- lona keypti hana af Manchester City fyrir 350 þúsund pund. Fyrra metið var 300 þúsund pund sem Chelsea reiddi fram þegar félagið keypti Pernille Har- der af Wolfsburg fyrir tveimur árum. Walsh er 25 ára miðjumaður og var í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu þegar það varð Evrópumeistari í sumar. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Framhús: Fram – Selfoss ......................... 18 Seltjarnarnes: Grótta – ÍR .................. 19.30 Hlíðarendi: Valur – Afturelding.......... 19.30 Kaplakriki: FH – Stjarnan .................. 19.40 Í KVÖLD! EM karla A-RIÐILL, Tbilisi, Georgíu: Tyrkland – Spánn................................. 69:72 Búlgaría – Belgía.................................. 80:89 Georgía – Svartfjallaland..................... 73:81 _ Lokastaðan: Spánn 8, Tyrkland 6, Svart- fjallaland 6, Belgía 6, Búlgaría 2, Georgía 2. B-RIÐILL, Köln/Berlín, Þýskalandi: Litháen – Bosnía................................... 87:70 Frakkland – Slóvenía ........................... 82:88 Ungverjaland – Þýskaland................ 71:106 _ Lokastaðan: Slóvenía 8, Þýskaland 8, Frakkland 6, Litháen 4, Bosnía 4, Ung- verjaland 0. Í 16-liða úrslitum mætast: 10.9. Þýskaland – Svartfjallaland 10.9. Spánn – Litháen 10.9. Slóvenía – Belgía 10.9. Tyrkland – Frakkland _ Keppni í C- og D-riðlum lýkur í dag. 57+36!)49, Liverpool mátti sætta sig við 1:4-tap gegn Napólí í 1. umferð A-riðils Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu karla í gærkvöldi. Liverpool náði sér engan veginn á strik í leiknum enda voru heima- menn í Napólí komnir í 2:0 eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Piotr Ziel- inski skoraði úr vítaspyrnu snemma leiks og André-Frank Zambo Angu- issa tvöfaldaði forystuna. Á milli markanna tveggja klúðraði Victor Osimhen annarri vítaspyrnu og Virgil van Dijk bjargaði á marklínu eftir skot Khvicha Kvaratskhelia. Skömmu fyrir leikhlé bætti svo Giovanni Simeone, sem var nýkom- inn inn á sem varamaður, við þriðja marki Napólí. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Zielinski annað mark sitt og fjórða mark Napólí. Luis Díaz minnkaði svo muninn fyrir Liverpool skömmu síðar og þar við sat. Í hinum leiknum í riðlinum unnu Hollandsmeistarar Ajax öruggan 4:0-heimasigur á Rangers frá Skot- landi. Bayern München gerði þá afar góða ferð til Mílanó og hafði betur gegn Inter, 2:0, í C-riðlinum. Leroy Sané kom Bæjurum yfir í fyrri hálf- leik og Danilo D’Ambrosio, bakvörð- ur Inter, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í þeim síðari. Í hinum leik riðilsins skoraði Ro- bert Lewandowski þrennu og Franck Kessié og Ferran Torres sitt markið hvor þegar Barcelona vann 5:1-sigur á Viktoria Plzen. Lew- andowski er nú þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Meistaradeild- arinnar með 89 mörk. Richarlison reyndist hetja Totten- ham Hotspur þegar liðið lagði Mar- seille, 2:0, í D-riðlinum. Skoraði hann bæði mörkin seint í leiknum en Marseille lék manni færri nánast all- an síðari hálfleikinn eftir að Chancel Mbemba fékk beint rautt spjald. Liverpool tapaði stórt í Napólí - Bæjarar sóttu sigur til Mílanó - Lewandowski skoraði þrennu AFP/Alberto Pizzoli Tvenna Piotr Zielinski fagnar öðru af tveimur mörkum sínum fyrir Napólí. Fram og Selfoss mætast í upphafs- leik úrvalsdeildar karla, Olísdeild- arinnar, í nýja Framhúsinu í Úlfars- árdal klukkan 18 í dag. Klukkan 19.30 verður flautað til leiks á Seltjarnarnesi þar sem Grótta tekur á móti nýliðum ÍR og á sama tíma hefst titilvörn Vals- manna með leik gegn Aftureldingu á Hlíðarenda. FH mætir síðan Stjörnunni í Kaplakrika klukkan 19.40. Haukar og KA eigast við í fimmta leik fyrstu umferðar á Ásvöllum annað kvöld, föstudagskvöld. Sjötti leikurinn, milli ÍBV og ný- liða Harðar frá Ísafirði, fer hins- vegar ekki fram fyrr en 2. október. Ísfirðingar bíða því með að þreyta frumraun sína í efstu deild þar til í 2. umferð sem er leikin 15. og 16. september en þá heimsækja þeir Ís- landsmeistara Vals. Í 2. umferð mætast þessi lið: 15.9. Selfoss – Grótta 15.9. ÍR – Haukar 15.9. Stjarnan – Fram 16.9. KA – ÍBV 16.9. Afturelding – FH 16.9. Valur – Hörður Allir leikir í deildinni í sept- embermánuði fara fram á fimmtu- dögum og föstudögum en þessi lið eigast við í 3. umferð: 22.9. Hörður – KA 22.9. ÍBV – ÍR 22.9. Fram – Afturelding 22.9. Grótta – Stjarnan 22.9. Haukar – Selfoss 23.9. FH – Valur Íslandsmótið 2022-’23 hefst í Úlfarsárdal í dag Valsmenn unnu allt sem hægt var að vinna á tímabilinu 2021-2022. Í úrslitakeppni Íslandsmótsins vann Valur Fram 2:0 í átta liða úr- slitum, Selfoss 3:0 í undanúrslitum og loks ÍBV 3:1 eftir spennuþrungið úrslitaeinvígi. Eyjamenn lögðu Hauka 3:1 í undanúrslitum. Valsmenn urðu deildarmeistarar, urðu jafnir Haukum með 34 stig en unnu á innbyrðis úrslitum. ÍBV fékk 31 stig í þriðja sæti deildarinnar í fyrra, FH 29 stig, Selfoss 26, Stjarnan 24, KA 20, Fram 19, Afturelding 19 og Grótta 19 en HK með sex stig og Víkingur með þrjú stig féllu niður í 1. deild. Sæti þeirra taka Hörður frá Ísa- firði, sem vann 1. deildina, og ÍR, sem vann Fjölni 3:1 í úrslitum um- spilsins um laust sæti. Þá varð Valur bikarmeistari 2022 með því að sigra KA 36:32 í úrslita- leik á Ásvöllum 12. mars. Valsmenn unnu alla titlana á síðasta tímabili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.