Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tívolí í Kaupmannahöfn er einn þekktasti skemmtigarður jarðar. Frægur fyrir rússíbana og fallturna sem gestir njóta þess að láta hrella sig í svo veinin berast yfir miðborg- ina á hlýjum sumardögum. Í Tívolí eru líka speglasalur og draugahús, skálar sem vísa til fjarlægra menn- ingarheima, skotbakkar og gríðar- legt framboð af alls kyns sætindum, matvöru og drykk. Tívolí fer að verða 180 ára og þar hafa ætíð verið haldnir tónleikar og boðið upp á flutning heimamanna sem heims- kunnra listamanna. En lítið hefur farið fyrir myndlist í skemmtigarð- inum. Nú hefur þó verið gerð á því áhugaverð undantekning og ofan á allt annað fjör og upplifanir býðst gestum í Tívolí að skoða og upplifa verk 15 norrænna samtímalista- manna þennan mánuðinn. Afmælissýning CHART í Tívolí Norræna myndlistarkaupstefnan CHART var haldin í Charlottenborg í Kaupmannahöfn í tíunda skipti síð- ustu helgina í ágúst, með þátttöku 38 af helstu myndlistargalleríum Norð- urlanda og ýmiskonar myndlistar- tengdum viðburðum. Og til að halda upp á tíu ára afmælið réðust stjórn- endur CHART og Tívolí í þetta áhugaverða samstarf. Galleríum sem tóku þátt í CHART var boðið að tilnefna listamenn sem þeir vinna með og voru fimmtán tillögur valdar. Sýningin var opnuð um leið og CHART á dögunum og munu verkin standa uppi til 25. september, ólík myndlistarverk og staðsett víðs- vegar í Tívolí, á torgum, í blómabeð- um, í tjörnum sem innandyra. Listamennirnir eru misreyndir og í hópnum er bæði fólk sem hefur ný- lokið námi og hefur sýnt víða um lönd í virtum söfnum. Í hópnum eru listamenn frá öllum Norðurlönd- unum og að auki þrír bandarískir. Þrír eru íslenskir, þau Hrafnkell Sigurðsson, Þórdís Erla Zoëga og Kristinn E. Hrafnsson. Eftir síðast- nefnda er sýnt verkið „East Meets West And North Meets South And“, lágmynd úr bronsi sem felld er í veg- inn sem liggur um svokallaðan jap- anskan hluta Tívolís. Eftir Hrafnkel er sýnt vídeóverkið „Upplausn“, á stórum skjá á útisviði í hálftíma í ljósaskiptunum dag hvern – um er að ræða systurverk þess sem sýnt var á auglýsingaskjám út um alla Reykjavík á fyrstu dögum ársins. Loks er sýnt eftir Þórdísi Erlu verk- ið „Genfødsel“ eða endurfæðing, innsetning sem gestum er boðið að taka þátt í og hefur vakið lukku. Aðrir sýnendur eru Austin Lee, Nanna Abell, Pernille With Madsen, Bella Rune, Geoff McFethridge, Anders Herwald Ruhwald, Esben Weile Kjær, Jasmin Franko, John Kørner, Kim Simonsson, Kåre Frang og Lilibeth Cuenca Rasmus- sen. „Draumur að sýna hérna“ Blaðamaður gekk á dögunum milli myndlistarverkanna í Tívolí í fylgd kollega víða að, nokkurra af lista- mönnunum og stjórnendum CHART og Tívolís. Við það tækifæri sagði Nanna Hjortenberg stjórn- andi CHART að ein hugmyndin með þessari nokkuð óvæntu sýningu væri að bjóða almenningi að upplifa og bregðast við áhugaverðri samtíma- list. „Hér vildum við halda upp á af- mæli CHART og fagna með lista- verkum sem eru skemmtileg og gaman að upplifa,“ sagði Hjorten- berg. „Með þessu samvinnuverkefni með Tívolí langaði okkur að ögra listamönnunum til að skapa eitthvað alveg sérstakt fyrir þennan óvenju- lega sýningarstað og um leið bjóða nýjum áhorfendum að upplifa lista- verk á óvæntum stað og eiga í sínu samtali við verkin. Hér fá gestirnir þannig annars konar og nýstárlega rússíbanareið.“ Þórdís Erla tók ein íslensku lista- mannanna þátt í leiðsögninni fyrir blaðamenn og vakti verk hennar mikla athygli og lukku. Hún segir að vissulega sé þessi sýningarstaður ólíkum öðrum sem hún hafi sett verk sín upp á. „Það er algjör draumur að sýna hérna. Þetta er svo íkonískur staður, Það vita allir hvað Tívolí er.“ Hún fékk að setja verk sitt upp undir rússíbananum og nærri speglasalnum og segir hugmyndina með verkinu eiga þar vel við, endur- fæðingu. „Ég hef unnið með þetta verk í einhverri mynd síðan ég útskrifaðist úr myndlistarnámi í Hollandi; þetta var eiginlega útskriftaverkið mitt en í öðru formi þá. Ég er með það í stöugri þróun. Ég elska þegar fólk getur skoðað myndlist og uppgötvað eitthvað í leiðinni. Ég vinn hér með sjónræna villu og þetta er eins konar púsluspil. Hér í Tívolí er fólk svo tilbúið að láta koma sér á óvart og líka tilbúið til að skilja óvænt fyrirbæri, það gef- ur sér líklega meiri tíma í það hér en á hefðbundnum sýningarstöðum fyr- ir myndlist. Fólk er svo reiðubúið til að setjast hér inn í verkið og verða hluti af því,“ sagði Þórdís Erla. Plöntuskrímsli Verkið Hyper eftir Esben Weile Kjær vísar með gamansömum hætti til mannætuplantna teiknimyndasagna og vekur lukku hjá yngri kynslóðinni. Töfraheimur Danska listakonan Pernille With Madsen segir frá vídeóverkinu Mis-En-Scene, sem hún skapaði fyrir sýninguna í Tívolí og byggist á efnivið úr skemmtigarðinum. Myndlist meðal töfratækja í Tívolí - Verk 15 samtímalistamanna hafa verið sett upp í skemmtigarðinum Morgunblaðið/Einar Falur Endurfæðing Þórdís Erla Zoëga segir frá verkinu Genfødsel, sem gestir setjast inn í og virkja með þátttöku sinni. Lágmynd Verk Kristins E. Hrafnssonar, East Meets West And North Meets South And, er felld í gangstíg um hluta Tívólís sem kenndur er við Japan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.