Morgunblaðið - 08.09.2022, Qupperneq 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
Bráðfyndin og skemmtileg gamanmynd
fyrir alla fjölskylduna með uppistandaranum
Jo Koy í aðalhlutverki
Þ
að er alltaf flókið að aðlaga
skáldsögu að kvikmynda-
forminu enda allt annar
miðill. Sumir myndu segja
að kvikmyndaformið væri flóknasta
formið fyrir utan hækur (haiku) en
það er útúrdúr. Þar sem vatna-
krabbarnir syngja er byggð á met-
sölubók Deliu Owens en hún hefur
selst í meira en 12 milljónum eintaka
og væntingarnar því miklar.
Þetta er önnur kvikmynd leik-
stjórans Oliviu Newman, en sú
fyrsta var First Match sem fékk
góðar viðtökur. Myndin segir frá
Kyu Clark (Daisy Edgar-Jones) eða
„stelpunni í mýrinni“ eins og flestir
kalla hana, sem nánast elur sig upp á
eigin spýtur en Kya er frá brotnu
heimili í mýrlendinu í Norður-Karó-
línu. Sagan hefst snemma á fimmta
áratugnum þar sem Kya er hluti af
stórri fjölskyldu en er fljótlega yfir-
gefin af foreldrum og fjórum systk-
inum. Sá hluti sögunnar, þ.e. að sýna
sex fjölskyldumeðlimi yfirgefa Kyu
unga, var klaufalegur af hálfu hand-
ritshöfundar, Lucy Alibar. Hún get-
ur varla verið svo leiðinleg? Kya
lærir því fljótt að standa á eigin fót-
um, hún gengur aldrei í skóla og
lærir að lifa á náttúrunni með því að
selja kræklinga til verslunareigend-
anna og hjónanna Mabel (Michael
Hyatt) og Jumpins (Sterling Macer
Jr.). Þeirra þátttaka í myndinni er
frábær en þrátt fyrir lítinn skjátíma
fá áhorfendur strax skýra mynd af
því hvers konar fólk þau eru, þ.e.
hugulsamt og umburðarlynt, ólíkt
restinni. Það má hins vegar velta því
fyrir sér hvernig í ósköpum stendur
á því að Kya hefur ótakmarkaðan
aðgang að mat, klippingu, sætum
fötum og fyrsta flokks listavörum
þegar hennar eina innkoma er feng-
in með því að selja örfáa poka af
kræklingi.
Kya er utangarðsmaður og bæjar-
búarnir leyfa sér að hafa sterkar
skoðanir á henni. Það tekur þau ekki
langan tíma að benda á Kyu þegar
ungur maður, Chase Andrews
(Harris Dickinson), finnst látinn
nærri heimili hennar. Kvikmyndin
hefst á því að lík Chase finnst og
Kya er í kjölfarið ákærð fyrir að
hafa myrt hann án nokkurra sann-
ana. Áhorfendur fylgjast til skiptis
með dómsmálinu þróast og endur-
litum úr fortíð Kyu, þ.á m. mis-
heppnuðu ástalífi hennar, en tveir
mjög líkir strákar falla fyrir hinni
dularfullu Kyu. Fyrst er það æsku-
vinurinn Tate (Taylor John Smith)
sem kennir Kyu meðal annars að
lesa en yfirgefur hana svo til þess að
fara í háskólanám. Seinni strákurinn
sem sýnir henni áhuga finnst síðan
látinn skammt frá henni. Kay er
greinilega heppin í spilum!
Daisy Edgar-Jones leikur Kyu en
hún vakti mikla athygli fyrir hlut-
verk sitt í þáttaröðinni Normal
People (2020) efir Lenny Abraham-
son og Hettie Macdonald og nú síð-
ast fyrir hryllingsmyndina Fresh
(2022) eftir Mimi Cave. Þrátt fyrir
mikla leikhæfileika er erfitt að
ímynda sér að þessi fíngerða, fallega
kona sé sannur utangarðsmaður
sem reiðir sig á náttúruna.
Sagan er spennusaga en kvik-
myndina mætti heldur flokka sem
rómantíska dramamynd þrátt fyrir
að stiklan sýni annað. Myndin er
ævisöguleg og þar fá ástarævintýrin
tvö mikið pláss en hún líkist að því
leyti kvikmyndinni The Notebook
(2004) eftir Nick Cassavetes. Kvik-
myndatakan eftir Polly Morgan er
einnig mjög rómantísk en mýrin lík-
ist heldur svanavatninu úr The
Notebook en mýri.
Með þessum athugasemdum er
markmiðið ekki að gagnrýna leik-
stjórann fyrir að segja söguna á
þennan máta heldur að sýna hvernig
hægt er að túlka sama söguþráð á
ólíkan máta. Ég er hins vegar engu
nær því að vita hvernig vatnakrabb-
ar hljóma.
Vonlaus í ástum
Eftir metsölubók Þar sem vatnakrabbarnir syngja byggist á metsölubók Deliu Owens en hún hefur selst í fleiri en
12 milljónum eintaka. Hér sjást leikararnir Daisy Edgar-Jones og Taylor John Smith í hlutverkum Kyu og Tate.
Sambíóin, Smárabíó
og Háskólabíó
Where the Crawdads Sing / Þar sem
vatnakrabbarnir syngja bbbnn
Leikstjórn: Olivia Newman. Handrit:
Lucy Alibar. Aðalleikarar: Daisy Edgar-
Jones, Taylor John Smith, Harris Dick-
inson, David Strathairn, Michael Hyatt
og Sterling Macer Jr. Bandaríkin, 2022.
185 mín.
JÓNA GRÉTA
HILMARSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Sjónvarpsþættirnir Verbúðin, sem sýndir
voru á RÚV í fyrravetur og nutu mikilla
vinsælda, hafa verið tilnefndir til evrópsku
ljósvakaverðlaunanna Prix Europa í flokki
leikins sjónvarpsefnis að því er fram kom í
fréttum RÚV. Fyrsta þáttaröð af Ófærð
vann þessi sömu verðlaun árið 2016.
Verbúðin fjallar um vinahjón sem gera
upp gamlan togara og fara í útgerð og af-
leiðingar kvótakerfisins fyrir lítið þorp.
Gísli Örn Garðarsson, Björn Hlynur Har-
aldsson og Mikael Torfason skrifuðu handrit
þáttanna og Vesturport framleiddi þá í sam-
starfi við RÚV. Meðal þáttaraða sem til-
nefndar eru ásamt Verbúðinni eru Konung-
legt leyndarmál (En kunglig affär) og
Hrossakaup (Transport). Áður hafa sjón-
varpsþáttaraðirnar Ófærð, Ráðherrann,
Flateyjargátan og Fangar verið tilnefnd til
verðlaunanna í flokki leikins sjónvarpsefnis.
Verðlaunin verða afhent í Berlín í Þýska-
landi í október.
Verbúðin tilnefnd til evrópskra verðlauna
Verbúðin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippus-
dóttir í hlutverkum sínum í sjónvarpsþáttunum.
Skáldið og sjálfstætt starfandi sagnfræð-
ingurinn Kristín Svava Tómasdóttir er
fyrsti fyrirlesari hádegisfyrirlestraraðar
RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttis-
fræðum við Háskóla Íslands á haustmisseri
2022 en yfirskrift raðarinnar er sú sama
og á vormisseri: Hinsegin Ísland í alþjóð-
legu samhengi.
Fyrirlestur Kristínar Svövu nefnist
„Lífsförunautarnir Guðlaug Guðmunds-
dóttir og Þórunn Ástríður Björnsdóttir og
heimilislíf þeirra“ og verður haldinn í há-
deginu í dag, föstudag, kl. 12 í fyrirlestra-
sal Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn
verður jafnframt sýndur í beinu streymi.
Fjallað verður um það hvernig kyn, kyn-
vitund og stétt fléttast saman og birtast í
heimilislífi Þórunnar og Guðlaugar og
hvernig samband þeirra féll, eða féll ekki,
að hefðbundnum hugmyndum um kynhlut-
verk á fyrstu áratugum síðustu aldar.
Fjallar um lífsförunautana Guðlaugu og Þórunni
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Fyrirlesarinn Kristín Svava Tómasdóttir.