Morgunblaðið - 08.09.2022, Side 58
58 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2022
Sími 555 3100 www.donna.is
Vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
Skjót fyrstahjálp, hjartahnoð
og hjartastuðtæki björguðu lífimínu.
Vertumeð hjartastuðtæki við hönd.
Ég lifði af
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Rokksveitirnar Mammút, Kælan
Mikla, Börn og Gróa blása til helj-
arinnar tónlistarveislu í Gamla bíói
16. september og eiga þær sameig-
inlegt að vera allar leiddar af kon-
um. Svo vill til að degi síðar, 17.
september, verða haldnir stórtón-
leikar í Kaplakrika í Hafnarfirði en
þó kenndir við Reykjavík, Rokk í
Reykjavík 2022, með fjölda rokk-
sveita. Var um það fjallað í fjöl-
miðlum í sumar að allt væru þetta
sveitir skipaðar körlum og hlutu
skipuleggjendur gagnrýni fyrir.
Einhverjar konur munu þó koma
fram, þótt fáar séu.
Ása Dýradóttir, bassaleikari
Mammút, segir það tilviljun að tón-
leikarnir í Gamla bíói verði sömu
helgi og Rokk í Reykjavík, þeim
hafi ekki verið stillt upp sem mót-
svari við þeim tónleikum til að byrja
með en þó hafi Gróa og Börn bæst í
hópinn eftir að kynningarherferð
Rokk í Reykjavík var birt, til að
undirstrika fjölbreytnina í íslensku
rokki.
Mammút sendi frá sér sína
fimmtu breiðskífu fyrir tæpum
tveimur árum, í október 2020, og
nefnist sú Ride The Fire. Henni
hefur sveitin ekki náð að fagna
vegna heimsfaraldurs en nú verður
bætt úr því og það hressilega.
Kvennarokksenan stór
Ása er spurð hvers vegna Mamm-
út hafi ákveðið að fá Kæluna Miklu
til liðs við sig (Gróa og Börn bættust
síðar við sem sérstakir gestir, sem
fyrr sagði) og segir hún að Mammút
hafi langað að taka gigg í haust til
að spila sín uppáhaldslög og þá líka
af nýju plötunni, þeirri sem kom út
2020. „Okkur langaði ekki að vera
ein heldur taka dúett og við höfum
aldrei spilað með Kælunni á okkar
forsendum, höfum spilað saman á
hátíðum en aldrei okkar gigg. Þann-
ig að við ákváðum að gera það og
þær voru mjög til í þetta. Eftir að
tilkynningin um Rokk í Reykjavík
kom gátum við ekki setið á okkur og
heyrðum í Gróu og Börnum,
ákváðum að ýkja þetta bara,“ segir
Ása. „Við vorum með tækifæri til að
sýna fram á fjölbreytileikann. Kven-
kyns indí-, goth- og rokksenan er
mjög stór og pönksenan líka, þetta
er allt til,“ segir Ása kímin.
Gróa og Börn munu sjá um upp-
hitun á tónleikunum og hafa báðar
vakið athygli fyrir kraftmikinn flutn-
ing sinn hin síðustu ár, líkt og
Mammút og Kælan Mikla.
Ása er spurð hvort hljómsveitirn-
ar ætli að flytja einhver lög í samein-
ingu og segir hún Mammút og Kæl-
una ætla að sjóða eitthvað saman.
Hvað það verður kemur í ljós á tón-
leikunum. En það sem sameinar all-
ar fjórar sveitir er rokkið að hætti
kvenna, þótt þær heyri undir ólíkar
senur, eins og Ása bendir á. „Við
erum með mjög ólík mengi í kring-
um okkur,“ segir Ása og að á tón-
leikunum í Gamla bíói verði borinn
fram „rokkveisluplatti“.
Ása er spurð að því hvort hljóm-
sveitirnar fjórar hafi þekkst fyrir og
segir hún vinskap Mammút og Kæl-
unnar hafa varað lengi. Börn þekki
Mammút líka ágætlega en Gróu öllu
minna. „Við þekkjum þær ekki mikið
en erum algjörir aðdáendur og urð-
um að heyra í þeim, við dýrkum
þær,“ segir Ása.
Eins og vel smurð vél
Ása er spurð hvað Mammút hafi
verið að sýsla undanfarna mánuði og
segir hún sveitina hafa lagst í híði í
kóvíd en fengið mikla þörf í fyrra
fyrir að koma aftur saman og spila.
„Við vildum bara spila til að spila og
það er það sem við erum að gera
núna,“ segir hún. Hljómsveitin sé
eins og vel smurð vél og hlakki til að
halda tónleika. „Við erum líka að
spila í öðrum tónlistarverkefnum svo
maður datt ekkert úr neinni æf-
ingu,“ bætir Ása við.
En hvað tekur við að loknum tón-
leikunum í Gamla bíói? Einhverjar
tónleikaferðir planaðar? Nei, Ása
segir svo ekki vera en hljómsveitin
ætli að vera iðin við að semja og æfa
á sínum forsendum. „Við erum tilbú-
in að spila á tónleikum aftur, það tók
sinn tíma,“ segir hún að lokum.
Miðasala fer fram á tix.is.
Sameinaðar Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla samankomnar. Þær munu rokka af krafti í Gamla bíói.
„Rokkveisluplatti“
- Mammút, Kælan Mikla, Gróa og Börn koma fram í Gamla bíói 16. september - Hljómsveitir
leiddar af konum - „Erum með mjög ólík mengi í kringum okkur,“ segir bassaleikari Mammút
Ljósmyndarinn Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir opnar í
dag, fimmtudag, klukkan 17 sýningu í Núllinu í
Bankastræti. Þar býður hún gestum að gægjast inn í
myndræna dagbók sína frá sumrinu 2020.
Kvíðakolla er, segir í tilkynningu, „verk sem varð
til í langvarandi kvíðakasti sumarið 2020. Gunnlöð
vann sig í gegnum kvíðann með því að skrásetja til-
finningar sínar og hugsanir í ljósmyndum og í dag-
bók. Saman gefa myndirnar og textarnir lítið innlit í
hugarheim konu sem reynir að búa til fegurð úr erfið-
leikum.“ Sýningunni lýkur kl 18 á sunnudag.
Kvíðakolla Gunnlaðar sýnd í Núllinu
Gunnlöð Jóna
Rúnarsdóttir
Einn dáðasti píanóleikari samtímans, Daniil Trifonov,
kemur fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld og
flytur 4. píanókosert Beethovens undir stjórn aðal-
stjórnanda hljómsveitarinnar Evu Ollikainen. Hér er
hann á æfingu með hljómsveitinni í Eldborgarsal
Hörpu í gær.
Trifonov er 31 árs gamall. Hann er Rússi en lagði
stund á framhaldsnám í Bandaríkjunum og er búsettur
þar í landi. Hann hefur lengi verið í kastljósinu fyrir
gríðarlega hæfileika, tækni sína og snjalla túlkun –
gagnrýnandi The Times skrifaði til að mynda að hann
væri „án efa undursamlegasti píanóleikari okkar
tíma“. Í samtali við blaðamann Morgunblaðsins sagði
Trifonov að sá 4. væri sá síðasti af konsertum Beet-
hovens sem hann hefði lært, sem hefði verið góð
ákvörðun þar sem hann væri án efa persónulegastur og
innilegastur af konsertum meistarans og það hefði gert
sér gott að velta fyrir sér túlkun annarra á honum.
Trifonov flutti konsertinn fyrst í fyrra.
Daniil Trifonov staldrar lengur við á landinu og
heldur einleikstónleika í Eldborgarsalnum á laugar-
dagskvöldið kemur. Þá leikur hann verk eftir Tsjaí-
kovskíj, Schumann og Brahms. Viðtal við Trifonov
verður birt í Morgunblaðinu á laugardag.
Morgunblaðið/Einar Falur
Stórmeistari við slaghörpuna