Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 2 2 .Stofnað 1913 . 222. tölublað . 110. árgangur . Sigraðu innkaupin 22.–25. september EINAR MÁR FJALLAR UM JÖRUND SNÝST UM STEMNINGUNA SPENNANDI VINNINGAR Í BOÐI Í KVÖLD TRANS AM ÁRGERÐ 1977 12-13 ERTU VISS?1809 Á SÖGULOFTINU 48 Haustlitirnir setja nú svip sinn á náttúruna eins og sést á myndinni sem tekin var í Elliðaárdal í gær. Haustjafndægur verða næstu nótt klukkan fjórar mínútur yfir eitt. Jafndægur er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta ger- ist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar að- allega af hlaupárum. Morgunblaðið/Eggert Dagurinn jafnlangur nóttinni á haustjafndægri Pólski aðstoðarráðherrann Szymon Szynkowski vel Sek, sem er í opin- berri heimsókn hér á landi, vill efla tungumálakennslu á báða bóga. Hann vill stuðla að því að pólsk börn læri móðurmál sitt hér á landi og að Pólverjum bjóðist íslensku- nám á háskólastigi í heimalandinu. Þannig sé hægt að styrkja tengsl þjóðanna. „Það er ákorun fyrir okkur að efla pólskukennslu hér á landi. Það er boðið upp á slíka kennslu í mörg- un grunnskólum, um þrjátíu skólum af um tvö hundruð. Ég mun nýta tækifærið í dag til þess að tala við kollega mína um möguleikann á að auka aðgengi að pólskukennslu,“ segir hann. Þá segir ráð- herrann að farið sé að bjóða upp á íslenskunám á háskólastigi í einum af elstu háskólum Pól- lands, Jagiel- lonian-háskólan- um í Kraká, og stefnt sé að því að bjóða upp á það sama í háskól- anum í Gdansk. „Það er eitt af því sem við höf- um gert til þess að sýna að við tökum samband okkar við Ísland mjög alvarlega.“ Hvað viðkemur pólska sam- félaginu á Íslandi segir hann að önnur mikilvæg áskorun, á eftir móðurmálskennslu pólskra barna, sé að þjálfa pólsk-íslenska þýð- endur. Þegar samskipti þjóðanna séu orðin svona mikil sé nauðsyn- legt að fjölga þeim sem hafi gott vald á báðum tungumálum. Szynkowski vel Sek ræddi fleira er varðar tengsl Íslands og Pól- lands, innrásina í Úkraínu, orku- mál og sambandið við önnur Evr- ópuríki í samtali við Morgunblaðið. »18 Vill efla málakennslu - Ráðherra vill gera móðurmálskennslu pólskra barna aðgengilegri - Eflir íslenskunám á háskólastigi í Póllandi Szymon Szyn- kowski vel Sek _ Fleiri en 1.300 manns voru handteknir í gær við mótmæli í 38 borgum víðs veg- ar í Rússlandi. Mótmælin brut- ust út eftir að Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, gaf út her- kvaðningu þar sem til stendur að virkja 300 þúsund manna varalið. Fjölmargir söfnuðust saman í rúss- neskum borgum og mótmæltu inn- rásinni í Úkraínu sem og forset- anum. Fjölmennari mótmæli hafa ekki átt sér stað síðan Rússar réð- ust inn í Úkraínu í febrúar. Um eitt hundrað manns voru handteknir í St. Pétursborg, þar sem lögreglan notaði kylfur til að berja fólk niður á götum úti. »28 1.300 handteknir eftir mikil mótmæli Vladimír Pútín _ Saga útvarps á Íslandi er að nálg- ast 100 ár og mjög merkileg, eins og Sigurður Harðarson rafeinda- virki þekkir vel. Hann hefur ásamt félögum sínum bjargað fjölda gam- alla útvarpstækja og fróðleik um þau frá glötun. Safnið telur yfir 500 tæki og er geymt á 35 vörubrettum. Draumurinn er að opna safn um út- varpstæknina. Nýlega fékk Sigurður fjögur gömul útvarpstæki utan af landi. Þar af var ein gerð sem vantaði í safnið. »14-16 Morgunblaðið/Árni Sæberg Mublur Tækið í miðjunni var heimasmíðað á Seyðisfirði og er eitt elsta útvarpstækið. Gömlu útvörpin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.