Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 1
F I M M T U D A G U R 2 2. S E P T E M B E R 2 0 2 2
.Stofnað 1913 . 222. tölublað . 110. árgangur .
Sigraðu
innkaupin
22.–25. september
EINAR MÁR
FJALLAR UM
JÖRUND SNÝST UM STEMNINGUNA
SPENNANDI
VINNINGAR
Í BOÐI Í KVÖLD
TRANS AM ÁRGERÐ 1977 12-13 ERTU VISS?1809 Á SÖGULOFTINU 48
Haustlitirnir setja nú svip sinn á náttúruna eins og sést á
myndinni sem tekin var í Elliðaárdal í gær. Haustjafndægur
verða næstu nótt klukkan fjórar mínútur yfir eitt. Jafndægur
er sú stund þegar sól er beint yfir miðbaug jarðar. Þetta ger-
ist tvisvar á ári, á vorjafndægri á tímabilinu 19.-21. mars og á
haustjafndægri 21.-24. september. Um þetta leyti er dagurinn
um það bil jafnlangur nóttinni hvar sem er á jörðinni, og af
því er nafnið dregið. Breytileiki dagsetninganna stafar að-
allega af hlaupárum.
Morgunblaðið/Eggert
Dagurinn jafnlangur nóttinni á haustjafndægri
Pólski aðstoðarráðherrann Szymon
Szynkowski vel Sek, sem er í opin-
berri heimsókn hér á landi, vill efla
tungumálakennslu á báða bóga.
Hann vill stuðla að því að pólsk
börn læri móðurmál sitt hér á landi
og að Pólverjum bjóðist íslensku-
nám á háskólastigi í heimalandinu.
Þannig sé hægt að styrkja tengsl
þjóðanna.
„Það er ákorun fyrir okkur að
efla pólskukennslu hér á landi. Það
er boðið upp á slíka kennslu í mörg-
un grunnskólum, um þrjátíu skólum
af um tvö hundruð. Ég mun nýta
tækifærið í dag til þess að tala við
kollega mína um möguleikann á að
auka aðgengi að
pólskukennslu,“
segir hann.
Þá segir ráð-
herrann að farið
sé að bjóða upp
á íslenskunám á
háskólastigi í
einum af elstu
háskólum Pól-
lands, Jagiel-
lonian-háskólan-
um í Kraká, og stefnt sé að því að
bjóða upp á það sama í háskól-
anum í Gdansk.
„Það er eitt af því sem við höf-
um gert til þess að sýna að við
tökum samband okkar við Ísland
mjög alvarlega.“
Hvað viðkemur pólska sam-
félaginu á Íslandi segir hann að
önnur mikilvæg áskorun, á eftir
móðurmálskennslu pólskra barna,
sé að þjálfa pólsk-íslenska þýð-
endur. Þegar samskipti þjóðanna
séu orðin svona mikil sé nauðsyn-
legt að fjölga þeim sem hafi gott
vald á báðum tungumálum.
Szynkowski vel Sek ræddi fleira
er varðar tengsl Íslands og Pól-
lands, innrásina í Úkraínu, orku-
mál og sambandið við önnur Evr-
ópuríki í samtali við Morgunblaðið.
»18
Vill efla málakennslu
- Ráðherra vill gera móðurmálskennslu pólskra barna
aðgengilegri - Eflir íslenskunám á háskólastigi í Póllandi
Szymon Szyn-
kowski vel Sek
_ Fleiri en 1.300
manns voru
handteknir í gær
við mótmæli í 38
borgum víðs veg-
ar í Rússlandi.
Mótmælin brut-
ust út eftir að
Vladimír Pútín,
forseti Rúss-
lands, gaf út her-
kvaðningu þar sem til stendur að
virkja 300 þúsund manna varalið.
Fjölmargir söfnuðust saman í rúss-
neskum borgum og mótmæltu inn-
rásinni í Úkraínu sem og forset-
anum. Fjölmennari mótmæli hafa
ekki átt sér stað síðan Rússar réð-
ust inn í Úkraínu í febrúar. Um eitt
hundrað manns voru handteknir í
St. Pétursborg, þar sem lögreglan
notaði kylfur til að berja fólk niður
á götum úti. »28
1.300 handteknir
eftir mikil mótmæli
Vladimír Pútín
_ Saga útvarps á Íslandi er að nálg-
ast 100 ár og mjög merkileg, eins
og Sigurður Harðarson rafeinda-
virki þekkir vel. Hann hefur ásamt
félögum sínum bjargað fjölda gam-
alla útvarpstækja og fróðleik um
þau frá glötun. Safnið telur yfir 500
tæki og er geymt á 35 vörubrettum.
Draumurinn er að opna safn um út-
varpstæknina.
Nýlega fékk Sigurður fjögur
gömul útvarpstæki utan af landi.
Þar af var ein gerð sem vantaði í
safnið. »14-16
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mublur Tækið í miðjunni var heimasmíðað
á Seyðisfirði og er eitt elsta útvarpstækið.
Gömlu útvörpin