Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 2

Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy ri 60+ TIL KANARÍ rb re 14.NÓVEMBER Í 22NÆTURrir va ra með Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 316.350 Flug & hótel frá 22nætur Fararstjóri: Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra vegna kröfu þeirra um að ríkið greiði sam- bandinu halla af almenningssam- göngum á Suðurnesjum. Uppsafnað tap er 91 milljón króna. Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS um uppbyggingu almenn- ingssamgangna á Suðurnesjum fól meðal annars í sér einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Vegagerðin mátti ekki semja Átti að nota hagnað af flugrútunni til að greiða niður samgöngur á öðr- um leiðum. Vegagerðin ákvað ein- hliða að fella niður einkaleyfið eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið heimilt að gera þennan einkaleyfis- samning. SSS höfðaði mál á hendur ríkinu vegna riftunarinnar. Dóm- kvaddir matsmenn álitu að samtökin hefðu orðið af nærri þriggja millj- arða króna tekjum. Ríkið var sýknað af kröfunni í héraðsdómi og Lands- rétti. Aðrir hafa fengið tapið bætt Nú sitja samtökin uppi með 91 milljónar króna tap af almennings- samgöngunum á þessum tíma. Vega- gerðin lítur svo á að málinu hafi lokið með niðurstöðu dómstóla. Berglind Kristinsdóttir fram- kvæmdastjóri SSS segir þetta tvö aðskilin mál. Vegagerðin hafi greitt tap annarra landshlutasamtaka vegna almenningssamgangna. Hún vísar því til jafnræðisreglunnar, um að sambærileg mál eigi að fá sam- bærilega lausn. Hún kveðst bjartsýn um að hægt verði að ná sáttum í mál- inu. Telja að ríkið eigi að greiða halla Suðurnesjastrætós - Vegagerðin telur málið útkljáð - Óskað eftir fundi með innviðaráðherra Morgunblaðið/Hari Allt fast Flugrútan reynir að mæta Strætó í þröngri götu í Reykjavík. Kynntir voru í gær, á alþjóðadegi heilabilunar, fimm fjólubláir bekkir við göngu- og hjólreiðastíga á höf- uðborgarsvæðinu. Framtak þetta er á vegum Alzheimersamtakanna og ber yfirskriftina Munum leiðina. Tilgangurinn er að auka skilning almennings á minnissjúkdómum. Á Gróttu hefur Seltjarnarnesbær sett upp fjólubláan bekk í þágu mál- staðarins. Reykjavíkurborg setti slíka niður við Reykjavíkurflugvöll og göngubrúna innst í Fossvogi, þar sem myndin hér til hliðar er tekin. Kópavogsbær valdi bekk stað við Kópavogstún á Kársnesi. Í Garðabæ er bekkur við Sjáland og í Hafnarfirði nærri sundhöllinni við Herjólfsgötu. Væntanlegur er svo bekkur í Mosfellsbæ, nærri golfvelli á Blikastaðanesi. Á bekkjunum er QR-kóði sem hægt er að skanna inn til að styrkja Alzheimersamtökin. Allir standa bekkirnir við sjávarsíðuna með fal- legu útsýni og tengjast á langri leið. Fjólubláu bekkirnir til áminningar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Aukið nýgengi krabbameina á Suð- urnesjum má að mestu rekja til lifn- aðarhátta, fremur en mengunar frá herstöðinni sem þar var staðsett. Fjögur tilfelli nýrnakrabbameins í Reykjanesbæ tengdust þó mengun af völdum tríklóróetens (TCE) í drykkjarvatni, á 56 ára tímabili, á ár- unum 1955 til 2010. Staðfest sam- band er milli TCE-mengunar og nýrnakrabbameins. Þetta kemur fram í rannsókn Krabbameinsfélagsins á krabba- meinum í Reykjanesbæ. Eitt af sex vatnsbólum í Keflavík og Njarðvíkum hafði TCE-styrk yfir viðmiðunarmörkum við mælingar ár- ið 1988. Mikið magn TCE var í vökva sem notaður var til þvotta á herflug- vélum varnarliðsins á flugvellinum og rann það niður í grunnvatnið. Íbúar á Suðurnesjum hafa í ára- tugi óttast að efnamengun frá her- stöðinni, hvar Bandaríkjaher hafði viðveru á árunum 1951 til 2006, geti hafa valdið aukinni tíðni krabba- meina á svæðinu. Þeir hafa ítrekað vakið athygli á málefninu og nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þar sem hvatt var til að málið yrði rannsakað. Áætlað er að allt að 198 tilfelli krabbameina, sem greindust í Reykjanesbæ á tímabilinu 2011 til 2020, tengist lifnaðarháttum. Þar af má rekja 140 tilfelli til daglegra reyk- inga, 11 tilfelli til áfengisneyslu og 47 tilfelli til offitu eða ofþyngdar. Rýndi Krabbameinsfélagið í viða- mikla skýrslu Verkís frá árinu 1988, þar sem skráðar eru niðurstöður mælinga á rokgjörnum leysiefnum, sem leitað var að í vatnsbólum í ná- grenni herstöðvarinnar, meðal ann- ars í Keflavík, Ytri-Njarðvík og Innri-Njarðvík. Krabbamein á Suðurnesj- um fremur lífstílstengd - Lifnaðarhættir helsta skýringin á algengi krabbameina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Vera hersins á svæð- inu hafði minni áhrif en óttast var. Sérsveit ríkislögreglustjóra og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku í gær fjóra einstaklinga, eftir nokkuð viðamiklar aðgerðir, meðal annars í Mosfellsbæ. Segir lögreglan að þar með hafi hættu- ástandi verið afstýrt. Tveir hinna handteknu voru að sögn lögreglu taldir vopnaðir og hættulegir um- hverfi sínu. Mennirnir eru sagðir hafa verið handteknir í tengslum við yfir- standandi rannsókn á vegum emb- ættis ríkislögreglustjóra. Rannsóknin lúti að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum. Þá hafi þótt mildi að engan hafi sakað í gær. Morgunblaðið/Eggert Sérsveit Tveir hinna handteknu voru tald- ir vopnaðir og hættulegir umhverfi sínu. Kveðst hafa afstýrt hættuástandi í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.