Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy ri 60+ TIL KANARÍ rb re 14.NÓVEMBER Í 22NÆTURrir va ra með Bróa 595 1000 www.heimsferdir.is 316.350 Flug & hótel frá 22nætur Fararstjóri: Brói HÁLFT FÆÐI INNIFALIÐ Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stjórn Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS) hefur óskað eftir fundi með innviðaráðherra vegna kröfu þeirra um að ríkið greiði sam- bandinu halla af almenningssam- göngum á Suðurnesjum. Uppsafnað tap er 91 milljón króna. Samningur sem Vegagerðin gerði við SSS um uppbyggingu almenn- ingssamgangna á Suðurnesjum fól meðal annars í sér einkaleyfi til reglubundinna fólksflutninga milli flugstöðvarinnar og höfuðborgar- svæðisins. Vegagerðin mátti ekki semja Átti að nota hagnað af flugrútunni til að greiða niður samgöngur á öðr- um leiðum. Vegagerðin ákvað ein- hliða að fella niður einkaleyfið eftir að Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið heimilt að gera þennan einkaleyfis- samning. SSS höfðaði mál á hendur ríkinu vegna riftunarinnar. Dóm- kvaddir matsmenn álitu að samtökin hefðu orðið af nærri þriggja millj- arða króna tekjum. Ríkið var sýknað af kröfunni í héraðsdómi og Lands- rétti. Aðrir hafa fengið tapið bætt Nú sitja samtökin uppi með 91 milljónar króna tap af almennings- samgöngunum á þessum tíma. Vega- gerðin lítur svo á að málinu hafi lokið með niðurstöðu dómstóla. Berglind Kristinsdóttir fram- kvæmdastjóri SSS segir þetta tvö aðskilin mál. Vegagerðin hafi greitt tap annarra landshlutasamtaka vegna almenningssamgangna. Hún vísar því til jafnræðisreglunnar, um að sambærileg mál eigi að fá sam- bærilega lausn. Hún kveðst bjartsýn um að hægt verði að ná sáttum í mál- inu. Telja að ríkið eigi að greiða halla Suðurnesjastrætós - Vegagerðin telur málið útkljáð - Óskað eftir fundi með innviðaráðherra Morgunblaðið/Hari Allt fast Flugrútan reynir að mæta Strætó í þröngri götu í Reykjavík. Kynntir voru í gær, á alþjóðadegi heilabilunar, fimm fjólubláir bekkir við göngu- og hjólreiðastíga á höf- uðborgarsvæðinu. Framtak þetta er á vegum Alzheimersamtakanna og ber yfirskriftina Munum leiðina. Tilgangurinn er að auka skilning almennings á minnissjúkdómum. Á Gróttu hefur Seltjarnarnesbær sett upp fjólubláan bekk í þágu mál- staðarins. Reykjavíkurborg setti slíka niður við Reykjavíkurflugvöll og göngubrúna innst í Fossvogi, þar sem myndin hér til hliðar er tekin. Kópavogsbær valdi bekk stað við Kópavogstún á Kársnesi. Í Garðabæ er bekkur við Sjáland og í Hafnarfirði nærri sundhöllinni við Herjólfsgötu. Væntanlegur er svo bekkur í Mosfellsbæ, nærri golfvelli á Blikastaðanesi. Á bekkjunum er QR-kóði sem hægt er að skanna inn til að styrkja Alzheimersamtökin. Allir standa bekkirnir við sjávarsíðuna með fal- legu útsýni og tengjast á langri leið. Fjólubláu bekkirnir til áminningar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Aukið nýgengi krabbameina á Suð- urnesjum má að mestu rekja til lifn- aðarhátta, fremur en mengunar frá herstöðinni sem þar var staðsett. Fjögur tilfelli nýrnakrabbameins í Reykjanesbæ tengdust þó mengun af völdum tríklóróetens (TCE) í drykkjarvatni, á 56 ára tímabili, á ár- unum 1955 til 2010. Staðfest sam- band er milli TCE-mengunar og nýrnakrabbameins. Þetta kemur fram í rannsókn Krabbameinsfélagsins á krabba- meinum í Reykjanesbæ. Eitt af sex vatnsbólum í Keflavík og Njarðvíkum hafði TCE-styrk yfir viðmiðunarmörkum við mælingar ár- ið 1988. Mikið magn TCE var í vökva sem notaður var til þvotta á herflug- vélum varnarliðsins á flugvellinum og rann það niður í grunnvatnið. Íbúar á Suðurnesjum hafa í ára- tugi óttast að efnamengun frá her- stöðinni, hvar Bandaríkjaher hafði viðveru á árunum 1951 til 2006, geti hafa valdið aukinni tíðni krabba- meina á svæðinu. Þeir hafa ítrekað vakið athygli á málefninu og nýlega var lögð fram þingsályktunartillaga þar sem hvatt var til að málið yrði rannsakað. Áætlað er að allt að 198 tilfelli krabbameina, sem greindust í Reykjanesbæ á tímabilinu 2011 til 2020, tengist lifnaðarháttum. Þar af má rekja 140 tilfelli til daglegra reyk- inga, 11 tilfelli til áfengisneyslu og 47 tilfelli til offitu eða ofþyngdar. Rýndi Krabbameinsfélagið í viða- mikla skýrslu Verkís frá árinu 1988, þar sem skráðar eru niðurstöður mælinga á rokgjörnum leysiefnum, sem leitað var að í vatnsbólum í ná- grenni herstöðvarinnar, meðal ann- ars í Keflavík, Ytri-Njarðvík og Innri-Njarðvík. Krabbamein á Suðurnesj- um fremur lífstílstengd - Lifnaðarhættir helsta skýringin á algengi krabbameina Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjanesbær Vera hersins á svæð- inu hafði minni áhrif en óttast var. Sérsveit ríkislögreglustjóra og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtóku í gær fjóra einstaklinga, eftir nokkuð viðamiklar aðgerðir, meðal annars í Mosfellsbæ. Segir lögreglan að þar með hafi hættu- ástandi verið afstýrt. Tveir hinna handteknu voru að sögn lögreglu taldir vopnaðir og hættulegir um- hverfi sínu. Mennirnir eru sagðir hafa verið handteknir í tengslum við yfir- standandi rannsókn á vegum emb- ættis ríkislögreglustjóra. Rannsóknin lúti að skipulagðri glæpastarfsemi og viðamiklum vopnalagabrotum. Þá hafi þótt mildi að engan hafi sakað í gær. Morgunblaðið/Eggert Sérsveit Tveir hinna handteknu voru tald- ir vopnaðir og hættulegir umhverfi sínu. Kveðst hafa afstýrt hættuástandi í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.