Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 6
Morgunblaðið/Eggert
Bláfjöll Hafnfirðingar þurfa nú að aka 35 kílómetra til að komast á skíði.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Áhugi er á því í Hafnarfirði að Blá-
fjallavegur verði opnaður að nýju.
Það myndi stytta mjög leiðina fyrir
Hafnfirðinga í Bláfjöll og einnig er
það talið öryggisatriði að hafa þessa
flóttaleið opna. Hafnarfjarðarbær
hefur óskað eftir því að lokun veg-
arins verði endurmetin og vinna
Samtök sveitarfélaga á höfuðborg-
arsvæðinu að því að undirbúa það.
Vegagerðin lét loka Bláfjallavegi
frá Bláfjallaleið að hellinum Leið-
aranda í febrúar 2020 vegna vatns-
verndarsjónarmiða. Fram kom í til-
kynningu Vegagerðarinnar á sínum
tíma að lítil umferð hafi verið um
veginn og hann ekki þjónustaður yf-
ir vetrarmánuðina. Þar séu víða
brattir vegfláar og því hætta á að
bílar velti með tilheyrandi hættu á
olíumengun. Því hafi verið talið rétt
að grípa inn í áður en óhöpp yrðu.
Meðal mótvægisaðgerða
Málið á sér dýpri rætur. Þegar
verið var að undirbúa framkvæmdir
við endurnýjun skíðasvæðisins í
Bláfjöllum var rætt um áhrif auk-
innar umferðar á vatnsverndar-
svæði og hvort framkvæmdin skyldi
háð mati á umhverfisáhrifum. Nið-
urstaðan varð sú að svo væri ekki
en Páll Björgvin Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samtaka sveitar-
félaga á höfuðborgarsvæðinu, segir
að gripið hafi verið til vissra mót-
vægisaðgerða. Ákveðið hafi verið að
lækka hámarkshraða á Bláfjallaleið,
loka þessum kafla á Bláfjallavegi,
beina umferðinni um Suðurlandsveg
og Bláfjallaleið og laga veginn á
þeirri leið. Þá hafi verið ákveðið að
bora rannsóknarholur og setja þar
upp mæla til að kortleggja betur
vatnsstrauma á svæðinu. Það verk
standi enn yfir.
Spurður, hvort Bláfjallavegur
verði hugsanlega opnaður á ný, seg-
ir Páll að sjálfsagt sé að endurmeta
stöðuna á hverjum tíma og það
verði gert nú, að ósk Hafnarfjarð-
arbæjar.
Hellirinn Leiðarendi er nú við
enda vegarins. Hann er aðgengileg-
ur og nokkuð fjölsóttur, um 750
metrar að lengd.
Meta enduropnun Bláfjallavegar
- Var lokað 2020 vegna vatnsverndar
- Styttra fyrir Hafnfirðinga í Bláfjöll
6 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Landsátak Skógræktarinnar og
Landgræðslunnar í söfnun og sán-
ingu á birkifræi hefst í dag. Skóg-
ræktarfélag Eyfirðinga ríður á vað-
ið og býður fólki að koma í
Garðsárreit í dag, klukkan 17, og
tína þar fræ af birki. Jafnframt
verður boðið upp á verklega
fræðslu í söfnun fræs og sáningu.
Er þetta þriðja árið sem lands-
átak í söfnun og sáningu birkifræs
fer fram. Kristinn H. Þorsteinsson
verkefnisstjóri segir að í ár verði
áhersla lögð á að hvetja fólk á
Norður-, Austur- og Suðaustur-
landi til að safna birkifræi. Þar er
mest af fræi í ár. Minna er af fræi á
birkitrjám á Suður- og Vesturlandi
en eitthvað þó og er fólk á því svæði
einnig hvatt til fræsöfnunar. Tekið
er á móti fræi í öllum verslunum
Bónuss og Olís og á starfsstöðvum
Landgræðslunnar og Skógrækt-
arinnar.
Á síðasta ári var áhersla lögð á
að sá birkifræi í Selfjalli í landi
Kópavogs. Kristinn segir að því
verði haldið áfram en einnig verði
sáð í Hekluskógaverkefninu og á
Hólasandi og sveitarfélög séu að
koma sterkar inn með lönd þar sem
fólki er boðið að sá. „Stefnan er að
við náum að auka skógarþekju
birkiskóga upp í 5% fyrir árið 2030
en hlutfallið er 1,5% í dag. Það
markmið næst aldrei nema með
sameiginlegu átaki,“ segir Krist-
inn. helgi@mbl.is
Ljósmynd/Kristinn H. Þorsteinsson
Undir Selfjalli Starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, Ragnheiður,
Ólöf, Sigurður, Arnar og Dominique, voru í gær í árlegri frætínsluferð.
Söfnun birkifræs
hefst í Garðsárreit
- Þriðja árið í landsátaki í söfnun fræs
þau mál efnislega, skortur hafi verið
á því á liðnum árum.
Þau Diljá Mist og Sigmar ræða
einnig um það hvort að ríkisstjórnin
sé búin að missa tökin á ríkisfjár-
málum og hvort að kostnaðurinn við
ríkisstjórnarsamstarfið sé of mikill.
Þá er rætt um þær áskoranir sem
felast í komandi kjaraviðræðum og
hvort ríkisvaldið þurfi að höggva á
hnútinn til að leysa viðræður milli
aðila vinnumarkaðarins. Auk þess er
rætt um aukna verðbólgu og hvaða
áhrif hún hefur, bæði á efnahag fyr-
irtækja og heimila en einnig á ís-
lensk stjórnmál og hvort að ríkið
geti brugðist við henni.
Hvað tekjuöflun ríkisins varðar
álítur Sigmar að ríkið eigi að klára
söluna á Íslandsbanka en auk þess
sé rétt að selja Landsbankann einn-
ig, enda eigi ríkið ekki að reka
banka. Diljá Mist segist vera sam-
mála því, enda sé hún þeirrar skoð-
unar að ríkið eigi ekki að standa í
bankarekstri.
Ríkið selji Íslands-
banka og Landsbanka
- Þingmenn ræða um helstu verkefnin í upphafi þingvetrar
Dagmál Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar
Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, eru gestir í Dagmálum á mbl.is í dag.
DAGMÁL
Gísli Freyr Valdórsson
gislifreyr@mbl.is
Þau takast harkalega á um sumt en
eru sammála um annað, þau Diljá
Mist Einarsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar
Guðmundsson, þingmaður Við-
reisnar, sem í nýjum þætti Dag-
mála ræða um komandi þingvetur
og helstu áskoranir á vettvangi
stjórnmála. Þátturinn er sýndur á
mbl.is í dag.
Þar er meðal annars fjallað um
þingsályktunartillögu Viðreisnar
og annarra flokka um að haldin
verði þjóðaratkvæðagreiðsla um
það hvort hefja skuli á ný aðildar-
viðræður við Evrópusambandið
(ESB). Í þættinum bendir Sigmar á
að Alþingi hafi ákveðið árið 2009 að
hefja viðræður en þeim viðræðum
hafi aftur á móti aldrei verið slitið
af hálfu Alþingis. Nú sé ástæða til
að endurmeta hlutina, til dæmis í
ljósi átakanna í Úkraínu, þar sem
önnur ríki hafi endurmetið þátttöku
sína í alþjóðlegu samstarfi ríkja.
Spurð um það hvort að Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem er andsnú-
inn inngöngu Íslands í ESB, sé
feiminn við að ræða málefnið sagði
Diljá Mist svo ekki vera – heldur
fagnaði hún því að stuðningsmenn
inngöngu Íslands í ESB vilji ræða
Til greina kemur að mál Erlu Bolla-
dóttur fari til Mannréttindadómstóls
Evrópu, en endurupptökudómur hafn-
aði í síðustu viku beiðni hennar um
endurupptöku á máli Hæstaréttar nr.
214/1978 frá 22. febrúar 1980, að því er
varðar rangar sakargiftir á hendur
Magnúsi Leópoldssyni, Einari Gunnari
Bollasyni, Valdimar Olsen og Sigur-
birni Eiríkssyni.
„Ég hef sett mér það að meðan það
er leið, þá fer ég hana,“ sagði Erla
Bolladóttir á blaðamannafundi sem
hún boðaði til í gær vegna niðurstöðu
endurupptökudómsins.
Endurupptökunefnd hafnaði máli
Erlu árið 2017 en ákveðið var að taka
upp mál þeirra sem dæmdir voru fyrir
aðild að hvarfi Guðmundar Einarsson-
ar í Hafnarfirði í janúar 1974 og Geir-
finns Einarssonar
í Keflavík í nóvem-
ber árið 1974.
Voru þeir sýknaðir
í Hæstarétti árið
2018.
Héraðsdómur
felldi úrskurð end-
urupptökunefndar
úr gildi í janúar á
þessu ári og í kjöl-
farið fór mál Erlu
fyrir endurupptökudómstólinn.
Erla greindi frá því á fundinum að
hún hefði greinst með ólæknandi
krabbamein og sagðist hún eiga þá ósk
heitasta að fá lyktir í málið.
„Ég á enga ósk heitari hvað mig
persónulega varðar en að þetta mál fái
sín endalok og að það fari fram form-
leg jarðarför á öllu saman. Það gerist
ekki nema réttlætið komi fram.“
Enginn vissi neitt um Geirfinn
Erla lýsti því í samtali við mbl.is í
gær að hún hefði flúið Ísland og leitað í
fíkniefni, eftir að hafa verið úthúðað
hér á landi þegar hún var látin laus.
Henni var ekki stætt að búa hér á landi
og fór til systur sinnar sem bjó á
Havaí. Þær fóru saman, hún og dóttir
hennar. „Þar vissi enginn neitt um
Geirfinn,“ segir Erla.
Lífið á Havaí var aftur á móti ekki
auðvelt, þó hún væri laus undan fyr-
irlitningunni og aðkastinu sem hún
varð fyrir heima á Íslandi. Erla var
uppfull af reiði og leitaði í fíkniefni til
að deyfa sig. Nánar er rætt við Erlu á
mbl.is.
Erla vill fara fyrir MDE
- Erla Bolladóttir hefur liðið fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmálið alla tíð
- Á þá ósk heitasta að fá niðurstöðu í málið - Með ólæknandi krabbamein
Erla
Bolladóttir