Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 6
Morgunblaðið/Eggert Bláfjöll Hafnfirðingar þurfa nú að aka 35 kílómetra til að komast á skíði. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Áhugi er á því í Hafnarfirði að Blá- fjallavegur verði opnaður að nýju. Það myndi stytta mjög leiðina fyrir Hafnfirðinga í Bláfjöll og einnig er það talið öryggisatriði að hafa þessa flóttaleið opna. Hafnarfjarðarbær hefur óskað eftir því að lokun veg- arins verði endurmetin og vinna Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu að því að undirbúa það. Vegagerðin lét loka Bláfjallavegi frá Bláfjallaleið að hellinum Leið- aranda í febrúar 2020 vegna vatns- verndarsjónarmiða. Fram kom í til- kynningu Vegagerðarinnar á sínum tíma að lítil umferð hafi verið um veginn og hann ekki þjónustaður yf- ir vetrarmánuðina. Þar séu víða brattir vegfláar og því hætta á að bílar velti með tilheyrandi hættu á olíumengun. Því hafi verið talið rétt að grípa inn í áður en óhöpp yrðu. Meðal mótvægisaðgerða Málið á sér dýpri rætur. Þegar verið var að undirbúa framkvæmdir við endurnýjun skíðasvæðisins í Bláfjöllum var rætt um áhrif auk- innar umferðar á vatnsverndar- svæði og hvort framkvæmdin skyldi háð mati á umhverfisáhrifum. Nið- urstaðan varð sú að svo væri ekki en Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, segir að gripið hafi verið til vissra mót- vægisaðgerða. Ákveðið hafi verið að lækka hámarkshraða á Bláfjallaleið, loka þessum kafla á Bláfjallavegi, beina umferðinni um Suðurlandsveg og Bláfjallaleið og laga veginn á þeirri leið. Þá hafi verið ákveðið að bora rannsóknarholur og setja þar upp mæla til að kortleggja betur vatnsstrauma á svæðinu. Það verk standi enn yfir. Spurður, hvort Bláfjallavegur verði hugsanlega opnaður á ný, seg- ir Páll að sjálfsagt sé að endurmeta stöðuna á hverjum tíma og það verði gert nú, að ósk Hafnarfjarð- arbæjar. Hellirinn Leiðarendi er nú við enda vegarins. Hann er aðgengileg- ur og nokkuð fjölsóttur, um 750 metrar að lengd. Meta enduropnun Bláfjallavegar - Var lokað 2020 vegna vatnsverndar - Styttra fyrir Hafnfirðinga í Bláfjöll 6 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Landsátak Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í söfnun og sán- ingu á birkifræi hefst í dag. Skóg- ræktarfélag Eyfirðinga ríður á vað- ið og býður fólki að koma í Garðsárreit í dag, klukkan 17, og tína þar fræ af birki. Jafnframt verður boðið upp á verklega fræðslu í söfnun fræs og sáningu. Er þetta þriðja árið sem lands- átak í söfnun og sáningu birkifræs fer fram. Kristinn H. Þorsteinsson verkefnisstjóri segir að í ár verði áhersla lögð á að hvetja fólk á Norður-, Austur- og Suðaustur- landi til að safna birkifræi. Þar er mest af fræi í ár. Minna er af fræi á birkitrjám á Suður- og Vesturlandi en eitthvað þó og er fólk á því svæði einnig hvatt til fræsöfnunar. Tekið er á móti fræi í öllum verslunum Bónuss og Olís og á starfsstöðvum Landgræðslunnar og Skógrækt- arinnar. Á síðasta ári var áhersla lögð á að sá birkifræi í Selfjalli í landi Kópavogs. Kristinn segir að því verði haldið áfram en einnig verði sáð í Hekluskógaverkefninu og á Hólasandi og sveitarfélög séu að koma sterkar inn með lönd þar sem fólki er boðið að sá. „Stefnan er að við náum að auka skógarþekju birkiskóga upp í 5% fyrir árið 2030 en hlutfallið er 1,5% í dag. Það markmið næst aldrei nema með sameiginlegu átaki,“ segir Krist- inn. helgi@mbl.is Ljósmynd/Kristinn H. Þorsteinsson Undir Selfjalli Starfsmenn hugbúnaðarfyrirtækisins Tempo, Ragnheiður, Ólöf, Sigurður, Arnar og Dominique, voru í gær í árlegri frætínsluferð. Söfnun birkifræs hefst í Garðsárreit - Þriðja árið í landsátaki í söfnun fræs þau mál efnislega, skortur hafi verið á því á liðnum árum. Þau Diljá Mist og Sigmar ræða einnig um það hvort að ríkisstjórnin sé búin að missa tökin á ríkisfjár- málum og hvort að kostnaðurinn við ríkisstjórnarsamstarfið sé of mikill. Þá er rætt um þær áskoranir sem felast í komandi kjaraviðræðum og hvort ríkisvaldið þurfi að höggva á hnútinn til að leysa viðræður milli aðila vinnumarkaðarins. Auk þess er rætt um aukna verðbólgu og hvaða áhrif hún hefur, bæði á efnahag fyr- irtækja og heimila en einnig á ís- lensk stjórnmál og hvort að ríkið geti brugðist við henni. Hvað tekjuöflun ríkisins varðar álítur Sigmar að ríkið eigi að klára söluna á Íslandsbanka en auk þess sé rétt að selja Landsbankann einn- ig, enda eigi ríkið ekki að reka banka. Diljá Mist segist vera sam- mála því, enda sé hún þeirrar skoð- unar að ríkið eigi ekki að standa í bankarekstri. Ríkið selji Íslands- banka og Landsbanka - Þingmenn ræða um helstu verkefnin í upphafi þingvetrar Dagmál Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, eru gestir í Dagmálum á mbl.is í dag. DAGMÁL Gísli Freyr Valdórsson gislifreyr@mbl.is Þau takast harkalega á um sumt en eru sammála um annað, þau Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Við- reisnar, sem í nýjum þætti Dag- mála ræða um komandi þingvetur og helstu áskoranir á vettvangi stjórnmála. Þátturinn er sýndur á mbl.is í dag. Þar er meðal annars fjallað um þingsályktunartillögu Viðreisnar og annarra flokka um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort hefja skuli á ný aðildar- viðræður við Evrópusambandið (ESB). Í þættinum bendir Sigmar á að Alþingi hafi ákveðið árið 2009 að hefja viðræður en þeim viðræðum hafi aftur á móti aldrei verið slitið af hálfu Alþingis. Nú sé ástæða til að endurmeta hlutina, til dæmis í ljósi átakanna í Úkraínu, þar sem önnur ríki hafi endurmetið þátttöku sína í alþjóðlegu samstarfi ríkja. Spurð um það hvort að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem er andsnú- inn inngöngu Íslands í ESB, sé feiminn við að ræða málefnið sagði Diljá Mist svo ekki vera – heldur fagnaði hún því að stuðningsmenn inngöngu Íslands í ESB vilji ræða Til greina kemur að mál Erlu Bolla- dóttur fari til Mannréttindadómstóls Evrópu, en endurupptökudómur hafn- aði í síðustu viku beiðni hennar um endurupptöku á máli Hæstaréttar nr. 214/1978 frá 22. febrúar 1980, að því er varðar rangar sakargiftir á hendur Magnúsi Leópoldssyni, Einari Gunnari Bollasyni, Valdimar Olsen og Sigur- birni Eiríkssyni. „Ég hef sett mér það að meðan það er leið, þá fer ég hana,“ sagði Erla Bolladóttir á blaðamannafundi sem hún boðaði til í gær vegna niðurstöðu endurupptökudómsins. Endurupptökunefnd hafnaði máli Erlu árið 2017 en ákveðið var að taka upp mál þeirra sem dæmdir voru fyrir aðild að hvarfi Guðmundar Einarsson- ar í Hafnarfirði í janúar 1974 og Geir- finns Einarssonar í Keflavík í nóvem- ber árið 1974. Voru þeir sýknaðir í Hæstarétti árið 2018. Héraðsdómur felldi úrskurð end- urupptökunefndar úr gildi í janúar á þessu ári og í kjöl- farið fór mál Erlu fyrir endurupptökudómstólinn. Erla greindi frá því á fundinum að hún hefði greinst með ólæknandi krabbamein og sagðist hún eiga þá ósk heitasta að fá lyktir í málið. „Ég á enga ósk heitari hvað mig persónulega varðar en að þetta mál fái sín endalok og að það fari fram form- leg jarðarför á öllu saman. Það gerist ekki nema réttlætið komi fram.“ Enginn vissi neitt um Geirfinn Erla lýsti því í samtali við mbl.is í gær að hún hefði flúið Ísland og leitað í fíkniefni, eftir að hafa verið úthúðað hér á landi þegar hún var látin laus. Henni var ekki stætt að búa hér á landi og fór til systur sinnar sem bjó á Havaí. Þær fóru saman, hún og dóttir hennar. „Þar vissi enginn neitt um Geirfinn,“ segir Erla. Lífið á Havaí var aftur á móti ekki auðvelt, þó hún væri laus undan fyr- irlitningunni og aðkastinu sem hún varð fyrir heima á Íslandi. Erla var uppfull af reiði og leitaði í fíkniefni til að deyfa sig. Nánar er rætt við Erlu á mbl.is. Erla vill fara fyrir MDE - Erla Bolladóttir hefur liðið fyrir Guðmundar- og Geirfinnsmálið alla tíð - Á þá ósk heitasta að fá niðurstöðu í málið - Með ólæknandi krabbamein Erla Bolladóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.