Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 10
10 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Birgir Þórarinsson þingmaður fór á
eigin vegum til Kharkiv í Úkraínu fyr-
ir skömmu með 50 spjaldtölvur og
færði grunnskólabörnum. Bygginga-
fyrirtækið Reir í Reykjavík fjármagn-
aði tölvukaupin.
„Kharkiv er næststærsta borg
Úkraínu og aðeins í 40 km fjarlægð
frá Rússlandi. Hún hefur orðið illa úti í
stríðinu og linnulausar loftárásir hafa
dunið þar yfir nánast síðan stríðið
hófst,“ segir Birgir. Í borginni bjuggu
tvær milljónir fyrir stríð. Margir hafa
flúið og eru þar núna um 800 þúsund
manns.
„Allir skólar eru lokaðir og fjar-
kennslu hefur verið komið á. Spjald-
tölvurnar komu því sannarlega að
góðum notum. Ég vil nota tækifærið
og þakka Reir sérstaklega fyrir stuðn-
inginn við fátæk börn í Úkraínu á
stríðstímum, framlagið er til fyrir-
myndar,“ segir Birgir.
Hann keypti tölvurnar í Póllandi og
flutti þær síðan til Lviv í Úkraníu og
tók þaðan lest til Kharkiv. Lestar-
ferðalagið tók 14 tíma.
„Ég fékk góða aðstoð frá Maríu
Mezentseva þingkonu í Úkraínu við að
koma tölvunum til barnanna. Í skól-
anum sem við völdum eru rúmlega
600 nemendur. Skólastjórinn valdi síð-
an börnin 50 sem fengu tölvurnar. Þau
koma frá fátækum heimilum og for-
eldrarnir hafa ekki ráð á að kaupa
tölvur,“ segir Birgir.
Af öryggisástæðum var ekki hægt
að kalla öll börnin í skólann til að taka
á móti tölvum. „Við María brugðum þá
á það ráð að fara heim til þeirra og
færa þeim tölvu. Það var mjög gefandi
að sjá gleðina skína úr augum
barnanna. Það er vissulega áhættu-
samt að vera í Kharkiv, svo nálægt
víglínunni.
Mér skilst á Maríu að ég sé fyrsti
erlendi þingmaðurinn sem kemur
þangað eftir að stríðið hófst. Við
heyrðum greinilega í sprengjum í fjar-
lægð, loftvarnaflautur fóru í gang og
himinninn lýstist upp þegar myrkur
skall á. Það eru ekki margir á ferðinni
í borginni af augljósum ástæðum og
öll ljós eru slökkt á nóttunni,“ segir
Birgir.
Nýlega tókst að hrekja Rússa frá
héraðinu en þeir skjóta engu að síður
eldflaugum frá landamærunum. Rúm-
lega 400 óbreyttir borgarar hafa verið
drepnir í borginni, að sögn Birgis.
Tjónið á byggingum í Kharkiv er gríð-
arlegt. Þar eru mörg fjölbýlishús og
nánast öll hafa orðið fyrir skemmdum,
sum hver eru gjörónýt, með allt að 200
íbúðum hvert.
Hann segir að Rússarnir hafi skotið
á hvað sem er, íbúðarhús, sjúkrahús,
skóla, matvöruverslanir, opinberar
byggingar, leikvelli barna, kirkjur, al-
menningsgarða, verslanir, óperuhúsið
og strætóstoppistöðvar. Við eina slíka
varð 14 ára drengur fyrir eldflaug ný-
lega og lést.Að lokinni ferðinni til
Kharkiv fór Birgir á fund í Kænugarði
á skrifstofu forsetans. Ætlunin var að
hann myndi eiga fund með Selenskí
forseta en úr því varð ekki því Ursula
von der Leyen, framkvæmdastjóri
Evrópusambandsins, birtist óvænt í
Kænugarði sama daginn.
„Ég fundaði þess í stað með skrif-
stofustjóranum og aðstoðarmönnum
forsetans. Farið var yfir stöðuna í
stríðinu og lögðu þeir m.a. ríka
áherslu á að Rússar yrðu dregnir fyrir
stríðsglæpadómstól. Þeir vinna hörð-
um höndum að því og óskuðu eftir því
að Ísland myndi styðja slíka tillögu,“
segir Birgir. „Að lokum var mér boðið
til Bucha þar sem fjöldamorð voru
framin. Ég var viðstaddur stutta
minningarathöfn við stærstu fjölda-
gröfina þar sem 82 lík óbreyttra borg-
ara fundust.
Í kirkju þar skammt frá sá ég síðan
ljósmyndasýningu Reuters sem fjallar
um þessi voðaverk. Þetta hefur verið
þvílíkur hryllingur að maður á ekki
orð til að lýsa því. Mannvonskan er al-
gjör. Þannig má segja að ég hafi upp-
lifað bæði gleði og sorg í þessari ferð.
Gleði skólabarnanna yfir óvæntum
gjöfum frá Íslandi og hina þungu sorg
stríðsins sem grúfir yfir öllu í hinni
stríðshrjáðu borg Úkraínu, Kharkiv.“
Ánægður Börn sem ekki gátu komið
í skólann fengu tölvuna senda heim.
Ljósmynd/BÞ
Gleði Birgir Þórarinsson þingmaður í hópi sumra barnanna sem fengu spjaldtölvur frá Íslandi og foreldra þeirra.
Úkraínsk börn fengu spjaldtölvur
- Allir skólar í Khar-
kiv eru lokaðir
- Kennt í fjarkennslu
- Spjaldtölvurnar nýt-
ast við kennsluna
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Síðustu dagar
útsölu!
Vefverslun
selena.is
* Undirföt
* Sundföt
* Náttföt
* Náttkjólar
* Sloppar
Vegna skipulagsbreytinga
Stefni að því að selja öll veiðarfæri og fleira á sérstöku tilboðsverði.
Stangir og hjól frá Hardy og Greys. Vöðluskór með skiptanlegum sólum frá Hodgman.
Neoprenemittisvöðlur og skór fyrir strandveiðar, sjóveiðistangir frá Penn, sjóveiðisett frá ABU og sjóviði öngla.
Neoprene vöðlur til lax og silungsveiða í stærð no. 11(45), öndunarvöðlur og vöðluskór og Belly bátur frá Snowee.
Úrval spúna til lax, silungsveiða og strandveiða. Stangir til strandveiða og hjól.
Spúna og flugubox ásamt ýmsu veiðidóti til lax og silungsveiða.
Letingjar á mjög hagstæðu verði.
Opið verður frá 13:00 til 16:00
22. og 23. september