Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Vinna Sigurður hefur lagt mikla vinnu í að yfirfara gömlu útvarpstækin. Þróun Vinstra megin er fyrsta gerðin af lausum hátalara frá 1927-1928. T.h. er Telefunken-tæki af fyrstu gerð með hátalara frá 1930-1932. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Saga útvarps á Íslandi er að nálgast 100 ár og mjög merkileg, eins og Sigurður Harðarson, rafeindavirki og einn stofnenda Hollvinafélags út- varpstækni á Íslandi, þekkir vel. Hann hefur ásamt félögum sínum bjargað fjölda gamalla útvarps- tækja frá glötun. Sum þeirra voru smíðuð hér á landi. Safn af útvarps- tækjum og búnaði til útvarps- rekstrar er nú á 35 vörubrettum í geymslu og telur um og yfir 500 tæki. Þrátt fyrir þetta mikla safn er pláss fyrir fleiri tæki. Rekist fólk á gömul útvarpstæki biður Sigurður það að hafa samband því þar gætu verið tegundir og gerðir sem vant- ar. Sagan er að hverfa „Við erum að leita að sýningar- húsnæði fyrir útvarpssafn. Við nýt- um tímann þar til húsnæðið finnst til að yfirfara þessi tæki, lagfæra út- lit þeirra og pakka þeim til geymslu,“ segir Sigurður. „Gömlu útvarpstækin eru að týna tölunni. Saga útvarpstækninnar og hvernig hún þróaðist er að mestu leyti óskráð og að hverfa. Við erum fáir eftir sem þekkjum þessi tæki og unnum við að þjónusta þau.“ Hann segir að tekist hafi að bjarga langbylgjusendi Ríkis- útvarpsins frá árinu 1951. Hann var á Vatnsenda og þjónaði lands- mönnum lengi. Sendirinn er eftir því sem best er vitað fyrsti loftkældi langbylgjusendirinn sem smíðaður var og sá eini sem enn er til í heim- inum. Hann tók 14 fermetra gólf- pláss og fyllti 40 feta gám eftir að hann var tekinn niður. „Þessi sendir hefur aldrei bilað og er væntanlega í fínu lagi,“ segir Sigurður. Heimasmíðuð útvarpstæki Árið 1920 er talið vera upphafsár útvarpssendinga. Sigurður segir að skömmu síðar hafi fyrst heyrst í út- varpi á Íslandi þegar Marconi- félagið í London var með til- raunasendingu og spilaði Missourivalsinn. Hún heyrðist óvænt í viðtækjum Loftskeytastöðv- arinnar á Melunum, sem þá voru ný. Þorsteinn Gíslason, þáverandi símstöðvarstjóri á Seyðisfirði, var sjálfmenntaður áhugamaður um rafeindatækni. Hann pantaði íhluti og smíðaði nokkur útvarpstæki og örfá þeirra eru enn til. „Þorsteinn varð fyrstur Íslendinga til að ná langbylgjuútsendingum erlendra út- varpsstöðva á heimasmíðað tæki ár- ið 1923,“ segir Sigurður. Þá hafði Þorsteinn sent þráðlaus skilaboð til skipa úti fyrir Austfjörðum og varð fyrstur Íslendinga til þess. Skila- boðin voru send á morsi með neista- sendi. Allt var þetta gert með heimasmíðuðum tækjum. Helgi Jóhannesson, rafeindavirki á Akureyri og félagi í hollvina- samtökunum, hefur teiknað upp eitt útvarpstækja Þorsteins. Helgi hefur safnað gömlum útvarpstækjum í fjölda ára og á orðið mikið safn. Hann hefur gert mörg þeirra upp svo þau eru í fullkomnu lagi. Fyrsta útvarpsstöðin 1926 Útvarpstæki var fyrst flutt til Ís- lands árið 1924. Þau voru rándýr og á þeim tíma kostaði útvarpstæki margra mánaða laun verkamanns. Ottó B. Arnar setti upp lang- bylgjusendi í Loftskeytastöðinni á Melunum í Reykjavík árið 1926 og Sögu útvarpsins bjargað - Hollvinafélag útvarpstækni á Íslandi á mikið safn gamalla útvarpstækja - Þar á meðal eru íslensk útvarpstæki - Saga útvarps á Íslandi spannar brátt heila öld - Draumurinn er að opna útvarpssafn Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil saga Sigurður Harðarson með útvarp smíðað 1924. Hlustað var í gegnum heyrnartól. Ottó B. Arnar flutti tækið inn þegar hann hóf fyrstu útvarps- sendingar hér 1926. Efst t.v. er útvarpstæki sem Þorsteinn Gíslason á Seyðisfirði smíðaði. Hann náði fyrstur langbylgjusendingum á heimasmíðað tæki hér. 5 SJÁ SÍÐU 16 Þín útivist - þín ánægja Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is HENLEY strigaskór Kr. 18.990.- HVÍTAN Merínó húfa Kr. 3.990.- REYKJANES ullarúlpa Kr. 33.990.- REYKJAVÍK ullarúlpa Kr. 47.990.- GRÍMSEY hanska Kr. 2.990.- r HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- FUNI unisex dúnúlpa Kr. 33.990.- GEYSIR ullarjakki Kr. 28.990.- VALUR jogging buxur Kr. 8.990.- ES REYKJANES barna ullarúlpa Kr. 18.990.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.