Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
hóf útvarpssendingar í fyrsta sinn á
Íslandi. Stöðin hét Hf. Útvarp og
var rekin í tvö ár þar til fjárhag-
urinn leyfði ekki lengri rekstur.
Arthur Gook trúboði og hómópati
setti upp útvarpsstöð á Akureyri ár-
ið 1927 og sendi hún út í tvö ár. Þá
varð Arthur að hætta útsendingum
því útvarpsleyfið fékkst ekki endur-
nýjað. Þá var búið að ákveða að
stofna Ríkisútvarpið sem fékk
einkaleyfi til útsendinga og hóf þær
20. desember 1930. Hús var byggt á
Vatnsendahæð 1929-1930 utan um
fyrsta sendi Ríkisútvarpsins.
Útvörp smíðuð á Íslandi
Viðtækjavinnustofa Ríkisútvarps-
ins fylgdi í kjölfarið og var henni
ætlað að þjónusta útvarpstæki. Síð-
an var Viðtækjasmiðja Ríkis-
útvarpsins sett á laggirnar í sama
húsnæði árið 1933 og smíðaði ís-
lensk útvarpstæki.
Sigurður var í nær ár að grafa
upp sögu Viðtækjasmiðjunnar, sem
var hvergi skráð. Helstu gögnin
voru blaðaauglýsingar um fram-
leiðsluna og viðtöl í blöðum við þá
sem unnu við smíði útvarpanna.
Honum tókst að finna menn
sem þekktu söguna og voru
enn á lífi, en sumir eru nú
fallnir frá.
„Ég náði, að ég tel, sög-
unni um alla þessa fram-
leiðslu og við eigum allar
gerðir af útvarpstækjunum
sem þar voru framleidd í
átta útgáfum,“ segir Sig-
urður. Íslensku útvarps-
tækin eru til sýnis í sér-
stökum skáp í
Samgönguminjasafninu í
Skógum. Íslensku útvarps-
tækin voru mun ódýrari en inn-
flutt því þau voru mjög einföld og
hönnuð með tilliti til þess hvar á
landinu átti að nota þau.
Þekking á viðhaldi gömlu lampa-
útvarpstækjanna er hvergi skráð og
hverfur með þeim sem kunnu á þau.
Sigurður nefnir t.d. að katóðan í
gömlu lömpunum vildi kolast. Þá
fór að neista á milli katóðu og
glóðarþráðar með tilheyrandi braki
og brestum. Með því að banka í
lampann datt útfellingin af katóð-
unni og lampinn gat orðið eins og
nýr í einhvern tíma. Lamparnir
hitnuðu eins og glóðarpera. Þá vildi
merkingin á lampanum dofna.
Hægt var að kalla nafnið fram með
því að anda á lampann kaldan. Sig-
urður veit ekki til þess að svona að-
ferðir séu neins staðar skráðar.
Útvarpssafn er draumurinn
Draumur Hollvinafélags útvarps-
tækni á Íslandi er að fjármagn fáist
til að fagna aldarafmæli íslenskra
útvarpssendinga, sem hófust árið
1926, með því að opna útvarpssafn
þar sem tækin verða til sýnis og
sagan varðveitt. Ríkisútvarpið verð-
ur svo 100 ára árið 2030. Sigurður
segir að Hollvinasamtök útvarps-
tækni á Íslandi viti ekki til þess að
nokkur önnur þjóð eigi heildstætt
safn sem sýni sögu útvarpstækni
hjá heilli þjóð og er sett upp í sögu-
legri röð.
„Við eigum útvarpstækin og telj-
um okkur geta sett upp sýningu
sem sýnir sögu útvarpstækja sem
notuð hafa verið í nær 100 ár hér á
landi. Við eigum kristaltæki frá
upphafsárum útvarpssendinga árið
1920 og voru notuð áður en lampa-
tækin komu. Þá var ekki búið að
finna upp hátalara svo fólk notaði
heyrnartól eins og við gömlu sím-
tækin,“ segir Sigurður.
„Við teljum Skógasafn vera
heppilegan stað fyrir sögusafn út-
varpstækninnar. Í Skógasafni eru
nú þegar síma- og fjarskiptasafn.
Hvort um sig í sögulegri röð hvað
tæki og tækni varðar. Safnið er
mjög vandað og til fyrirmyndar í
alla staði. Við teljum því Skógasafn
hentugast til að geyma þetta mikla
safn útvarpstækja og þar með
tæknilega sögu Ríkisútvarpsins sem
verður bráðum 100 ára.“Íslensk útvarpstæki Þau eru til sýnis í Samgönguminjasafninu í Skógum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stjórn Hollvinasamtakanna. F.v.: Birgir Benediktsson, Einar Ólafsson, Sigurður Harðarson, Jón Már Richardson,
Sveinn Þ. Jónsson. Helgi Jóhannesson og Henrý Alexander Hálfdánarson voru ekki viðstaddir myndatökuna.
Suðri Fyrsta útvarpið sem var
fjöldaframleitt hér á landi.
Atvinnueign ehf kynnir í einka-leigu: 1.517,7 fm. verslunarhúsnæði við Fellsmúla 28 í Reykjavík.
Húsnæðið er nýtt undir verslunog lager í dag. Eigninbýður uppámiklamöguleika til atvinnurekstrar er vel
staðsett í miklu verslunarhverfimiðsvæðis í Reykjavík. Gott aðgengi er að húsnæðinu og næg bílastæði.
VSK leggst ekki við leigufjárhæð. Laust frá 1. mars 2023.
Frekari upplýsingar veitir:
Halldór Már löggiltur fasteignasali í síma 898 5599 og netfang: halldor@atvinnueign.is
Síðumúli 13
108 Reykjavík
S. 577 5500
atvinnueign.is
Fasteignamiðlun
FELLSMÚLI 28, 108 REYKJAVÍK
Halldór Már Sverrisson
Viðskiptafræðingur
Löggiltur fasteignasali
Löggiltur leigumiðlari
898 5599
halldor@atvinnueign.is
Fellsmúli 28, 108 Reykjavík
Atvinnu - og verslunarhúsnæði
Skannaðu
kóðann og
skoðaðu
eignina