Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Hafa turnar
heilbrigðis-
kerfisins reynst
þér ókleifir?
Umsóknarfrestur er til ogmeð31. október.
Frekari upplýsingar og umsóknarformmá
finna á vefsíðu ráðuneytisins, www.hvin.is.
ÞÁKÖSTUMVIÐTIL
ÞÍNFLÉTTUNNI!
Fléttan eru styrkir
sem veittir eru til
nýsköpunar-
fyrirtækja sem
skapað hafa
áhugaverðar
lausnir til að
bæta þjónustu
við sjúklinga,
stytta biðlista og
auka skilvirkni kerfisins. Styrkveitingin er háð því skilyrði að
nýsköpunarfyrirtækin eigi í nánu samstarfi við stofnanir eða
fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu sem skuldbinda sig til að innleiða
þá nýsköpun sem styrkur er veittur til.
Um er að ræða 60 m.kr. sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,
háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun veita til
verkefnisins og lögð verður sérstök áhersla á að styðja við
samstarf milli hins opinbera og einkaaðila um land allt.
Píeta-samtökin fengu afhentan tíu
milljóna króna styrk frá Kiwanis-
hreyfingunni á umdæmisþingi sem
haldið var á Selfossi 9.-11. septem-
ber. Peningarnir söfnuðust á K-
deginum í ár. Þeir Pétur Jökull Há-
konarsson, umdæmisstjóri umdæm-
isins Ísland – Færeyjar, og Tómas
Sveinsson, frá K-dagsnefnd, af-
hentu Sigríði Björk Þormar, frá
Píetasamtökunum, styrkinn. Hún
þakkaði Kiwanis fyrir góðvilja í
þágu samtakanna. Kiwanis hefur
tekið þátt í að koma fótunum undir
þessi mikilvægu samtök.
Geðverndarmál hafa verið Kiw-
anis-fólki hjartfólgin. Hreyfingin
hefur haldið landssöfnunina „Lykill
að lífi“ á þriggja ára fresti til
styrktar geðverndarmálum. Hún
fór nú fram í 16. skiptið. Kiwanis-
hreyfingin hefur safnað alls um 300
milljónum króna til geðverndar-
mála. Einnig hefur hún verið frum-
kvöðull að því að opna umræðu í
þjóðfélaginu um þennan viðkvæma
málaflokk. Kiwanis-fólk safnar fé í
sjálfboðavinnu, þannig að það sem
safnast skilar sér allt til góðra mál-
efna.
Píeta-sam-
tökin fengu
10 milljónir
- Kiwanishreyfingin
safnaði á K-deginum
Ljósmynd/Kiwanis
Styrkur Kiwanis afhenti Píeta-
samtökunum tíu milljónir í styrk.
Þorpið vistfélag hefur keypt JL-
húsið við Hringbraut 121 af Mynd-
listaskólanum í Reykjavík og Ís-
landsbanka. Kaupin eru gerð með
fyrirvara um fjármögnun og áreið-
anleikakönnun.
Í tilkynningu frá Þorpinu kemur
fram að til standi að breyta efri
hæðum hússins í íbúðir. Fyrr á
þessu ári sendu þáverandi eig-
endur hússins fyrirspurn til borg-
arinnar um hvort breyta mætti því
úr atvinnuhúsnæði í fjölbýlishús og
setja á húsið svalir. Tók skipulags-
fulltrúi Reykjavíkur jákvætt í það.
Fram kemur í tilkynningu Þorps-
ins að nú liggi fyrir drög að upp-
byggingarsamningi milli félagsins
og Reykjavíkurborgar um verk-
efnið.
Yrki arkitektar hafa gert frum-
tillögur að íbúðum í húsinu þar
sem það er fært nær upprunalegu
útliti. Þær tillögur gera ráð fyrir
íbúðum sem eru frá 50 til rúmlega
100 m² að stærð. Einnig er gert
ráð fyrir að breyta bílastæðum
sunnan við húsið í skjólgott grænt
svæði sem mun nýtast bæði íbúum
og Vesturbænum í heild. Húsið að
garðinum mun stallast upp þannig
að allar íbúðir hafa lítinn garð eða
pall í suður. Norðan megin húss-
ins, gegnt Eiðsgranda, er gert ráð
fyrir svölum með útsýni yfir hafið.
Hringbraut 121 er fjórlyft hús
með risi, byggt úr vikursteini,
steinsteypu og stáli. Það var reist
fyrir Vikurfélagið, síðar Jón Lofts-
son hf., á árunum 1945-1957. Á efri
hæðum hefur verið ýmis starfsemi
í gegnum árin. sisi@mbl.is
JL-húsið verður fjölbýlishús
Morgunblaðið/sisi
JL-húsið Langt og bogadregið og eitt þekktasta kennileiti Vesturbæjarins.
- Bílastæðum sunnan hússins verður breytt í grænt svæði
Sex sóttu um embætti lögreglu-
stjóra á Vestfjörðum, sem dóms-
málaráðuneytið auglýsti laust til
umsóknar nýverið.
Umsækjendur eru eftirtaldir í
stafrófsröð: Einar Thorlacius lög-
fræðingur, Gísli Rúnar Gíslason
deildarstjóri/lögfræðingur, Helgi
Jensson aðstoðarsaksóknari, María
Káradóttir aðstoðarsaksóknari, Sig-
urður Hólmar Kristjánsson aðstoð-
arsaksóknari og Sigurður Ólafsson
aðstoðarsaksóknari.
Dómsmálaráðherra skipar lög-
reglustjóra til fimm ára í senn og er
miðað við að skipað verði í embættið
frá og með 1. nóvember nk. Sér-
stakri hæfnisnefnd verður falið að
fara yfir umsóknirnar og á nefndin
að skila ráðherra rökstuddu áliti á
hæfni umsækjenda.
Sex sóttu um
embætti lög-
reglustjóra