Morgunblaðið - 22.09.2022, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
HJÓLAÐU Í SKÓLANN
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
MARLIN5
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
TREK Black
129.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
109.990 kr.
FX2Disc
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Lithium Grey Chrome
114.990 kr.
Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is
Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890
Fleiri litir í boði
„Sú breyting verður gerð á verk-
efninu að sá einstaklingur sem á
vinsælustu hugmyndina í hverju
hverfi verður krýndur Hetja hverf-
isins og fær ofurhetjuskikkju að
gjöf frá Reykjavíkurborg. Hug-
myndasöfnunin í ár ætti því að geta
orðið skemmtileg keppni á milli
íbúa innan hverfa sem og á milli
hverfa,“ segir Eiríkur Búi Halldórs-
son, verkefnastjóri hjá Reykjavík-
urborg.
Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið
mitt hefst í dag í tíunda sinn. Þar
gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á
sitt nánasta umhverfi með því að
senda inn hugmyndir að nýjum
verkefnum í öllum hverfum Reykja-
víkurborgar. Alls hafa 898 hug-
myndir íbúa Reykjavíkur orðið að
veruleika í gegnum verkefnið á liðn-
um árum. Að þessu sinni eru 850
milljónir króna settar í verkefnið
samkvæmt upplýsingum frá
Reykjavíkurborg og skiptist féð í
hugmyndasöfnun, rafræna kosn-
ingu og framkvæmd verkefna.
Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið
mitt stendur til 27. október. Fimm-
tán vinsælustu hugmyndirnar í
hverju hverfi fyrir sig fara í kosn-
ingu svo lengi sem þær uppfylla öll
skilyrði auk þess sem íbúaráð velur
tíu hugmyndir til viðbótar og getur
þá horft til dreifingar í hverfinu.
Hugmyndir skal senda inn á hverf-
idmitt.is. Íbúar eru hvattir til að
senda sem flestar hugmyndir, því
stærri því betri, segir í tilkynningu.
Auk þess að lýsa hugmynd í orðum
er mögulegt að láta ljósmyndir og
teikningar fylgja til skýringar.
Einnig er hægt að skila inn hug-
mynd á myndbandsformi eða sem
hljóðupptöku.
Hetja hverfisins krýnd
- Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt í Reykjavík er hafin
Skikkja Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.
Kristín Linda
Árnadóttir að-
stoðarforstjóri
Landsvirkjunar
verður nýr for-
maður samn-
inganefndar rík-
isins en þessa
dagana er unnið
að því að ljúka
skipan samn-
inganefndar-
innar fyrir komandi kjaraviðræður.
Gildandi kjarasamningar á al-
mennum vinnumarkaði renna flest-
ir skeið sitt á enda á síðasta árs-
fjórðungi þessa árs en gildistími
kjarasamninga opinberra starfs-
manna er í flestum tilvikum til loka
marsmánaðar. Bandalög opinberra
starfsmanna hafa óskað eftir að
kjaraviðræður hefjist sem fyrst og
er skipan nýs formanns liður í und-
irbúningi við að hefja það samtal,
segir í frétt á vef stjórnarráðsins.
Kristín Linda for-
maður samninga-
nefndar ríkisins
Kristín Linda
Árnadóttir
Liðlega tvö kíló af amfetamíni og
kókaíni fundust falin í ferðatöskum
mæðgina er komu til Seyðisfjarðar
með Norrænu að morgni sl. þriðju-
dags, að því er segir í tilkynningu
frá lögreglunni.
Kemur fram að móðirin sé á fer-
tugsaldri en sonur hennar á sex-
tánda aldursári. Bæði voru þau úr-
skurðuð í gæsluvarðhald til næsta
föstudags, 23. september.
Sökum aldurs er sonurinn vist-
aður á stofnun fyrir ungmenni en
gistir ekki fangageymslur á meðan
gæsluvarðhald varir.
Mæðgin með fíkni-
efni í Norrænu
Ljósmynd/Ómar
Norræna Ferjan Norræna í höfn.
Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti
samhljóða á fundi í vikunni að
skora á stjórnvöld að kanna leiðir
sem bætt gætu flugsamgöngur inn-
anlands þannig að ekki sé hvikað
frá markmiðum gildandi Flug-
stefnu Íslands.
Í tillögunni, sem samþykkt var,
segir að í slíkri vinnu mætti m.a.
horfa til fjárhagslegra hvata eða
annars konar þrýstings til þess að
tryggja áreiðanleika veittrar þjón-
ustu.
Hörð gagnrýni hefur komið fram
á Icelandair vegna þess að fyrir-
tækið hefur frestað og fellt niður
fjölda flugferða innanlands að und-
anförnu.
Stjórnvöld bæti
flugsamgöngur