Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 HJÓLAÐU Í SKÓLANN EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA MARLIN5 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Læsanlegur dempari Gunmetal TREK Black 129.990 kr. DS2 Frábært fjölnota hjól Álstell - 24 gírar Vökva diskabremsur Matte Dnister Black 109.990 kr. FX2Disc Frábært fjölnota hjól Álstell, 16 gírar Vökvabremsur Lithium Grey Chrome 114.990 kr. Skoðaðu úrvalið á www.orninn.is Sendum hvert á land sem er fyrir 2.990 (verð fyrir eitt reiðhjól) FAXAFEN 8 - SÍMI 588 9890 Fleiri litir í boði „Sú breyting verður gerð á verk- efninu að sá einstaklingur sem á vinsælustu hugmyndina í hverju hverfi verður krýndur Hetja hverf- isins og fær ofurhetjuskikkju að gjöf frá Reykjavíkurborg. Hug- myndasöfnunin í ár ætti því að geta orðið skemmtileg keppni á milli íbúa innan hverfa sem og á milli hverfa,“ segir Eiríkur Búi Halldórs- son, verkefnastjóri hjá Reykjavík- urborg. Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt hefst í dag í tíunda sinn. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum verkefnum í öllum hverfum Reykja- víkurborgar. Alls hafa 898 hug- myndir íbúa Reykjavíkur orðið að veruleika í gegnum verkefnið á liðn- um árum. Að þessu sinni eru 850 milljónir króna settar í verkefnið samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og skiptist féð í hugmyndasöfnun, rafræna kosn- ingu og framkvæmd verkefna. Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt stendur til 27. október. Fimm- tán vinsælustu hugmyndirnar í hverju hverfi fyrir sig fara í kosn- ingu svo lengi sem þær uppfylla öll skilyrði auk þess sem íbúaráð velur tíu hugmyndir til viðbótar og getur þá horft til dreifingar í hverfinu. Hugmyndir skal senda inn á hverf- idmitt.is. Íbúar eru hvattir til að senda sem flestar hugmyndir, því stærri því betri, segir í tilkynningu. Auk þess að lýsa hugmynd í orðum er mögulegt að láta ljósmyndir og teikningar fylgja til skýringar. Einnig er hægt að skila inn hug- mynd á myndbandsformi eða sem hljóðupptöku. Hetja hverfisins krýnd - Hugmyndasöfnun fyrir Hverfið mitt í Reykjavík er hafin Skikkja Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Kristín Linda Árnadóttir að- stoðarforstjóri Landsvirkjunar verður nýr for- maður samn- inganefndar rík- isins en þessa dagana er unnið að því að ljúka skipan samn- inganefndar- innar fyrir komandi kjaraviðræður. Gildandi kjarasamningar á al- mennum vinnumarkaði renna flest- ir skeið sitt á enda á síðasta árs- fjórðungi þessa árs en gildistími kjarasamninga opinberra starfs- manna er í flestum tilvikum til loka marsmánaðar. Bandalög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir að kjaraviðræður hefjist sem fyrst og er skipan nýs formanns liður í und- irbúningi við að hefja það samtal, segir í frétt á vef stjórnarráðsins. Kristín Linda for- maður samninga- nefndar ríkisins Kristín Linda Árnadóttir Liðlega tvö kíló af amfetamíni og kókaíni fundust falin í ferðatöskum mæðgina er komu til Seyðisfjarðar með Norrænu að morgni sl. þriðju- dags, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Kemur fram að móðirin sé á fer- tugsaldri en sonur hennar á sex- tánda aldursári. Bæði voru þau úr- skurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags, 23. september. Sökum aldurs er sonurinn vist- aður á stofnun fyrir ungmenni en gistir ekki fangageymslur á meðan gæsluvarðhald varir. Mæðgin með fíkni- efni í Norrænu Ljósmynd/Ómar Norræna Ferjan Norræna í höfn. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni að skora á stjórnvöld að kanna leiðir sem bætt gætu flugsamgöngur inn- anlands þannig að ekki sé hvikað frá markmiðum gildandi Flug- stefnu Íslands. Í tillögunni, sem samþykkt var, segir að í slíkri vinnu mætti m.a. horfa til fjárhagslegra hvata eða annars konar þrýstings til þess að tryggja áreiðanleika veittrar þjón- ustu. Hörð gagnrýni hefur komið fram á Icelandair vegna þess að fyrir- tækið hefur frestað og fellt niður fjölda flugferða innanlands að und- anförnu. Stjórnvöld bæti flugsamgöngur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.