Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, lagði í gær fram ákæru í einkamáli gegn fyrrverandi for- seta Bandaríkjanna, Donald Trump, og fjölskyldu hans fyrir fjármálasvik sem lúta að skatta- og tryggingamálum. Ríkissaksóknari sagði að að farið væri fram á 250 milljónir bandaríkjadala í sektir og að miklar viðskiptahömlur verði settar á fjölskylduna í ríkinu. Einnig sagðist hún mæla með því að dómsmálaráðuneyti Bandaríkj- anna tæki málið til meðferðar. Liz Harrington, talskona Trumps, sagði í gær að ákæran væri dæmi um tvöfalt réttarkerfi í landinu þar sem glæpamenn gengju lausir og demókratar eltust bara við pólitíska andstæðinga sína. Trump ákærður í New York-ríki Ákæra Letitia James ríkissaksóknari New York-ríkis á blaðamannafundi í gær. Í þjóðarávarpi sínu í gærmorgun til- kynnti Vladimír Pútín Rússlands- forseti um herkvaðningu 300 þús- unda manna, en ávarpið kemur í kjölfar tilkynninga aðskilnaðarsinna um fyrirhugaðar kosningar um inn- limun í Rússland á þriðjudag í Do- netsk og Lúhansk í austri og Kerson og Saporisjía í suðri. „Þegar landhelgi lands okkar er ógnað, notum við án efa öll tiltæk ráð sem við höfum til að vernda Rússland og rússnesku þjóðina. Það er ekki innantóm ógnun,“ sagði Pút- ín í ávarpinu. Hann sagði Vesturlönd samstíga í því að reyna að eyðileggja Rússland og því yrðu Rússar að bregðast við. Ávarp forsetans vakti hörð við- brögð, bæði heimsbyggðarinnar, sem las í orð hans lítt dulda ógn um notkun kjarnorkuvopna, og ekki síð- ur heima fyrir, þar sem mikil stríðs- þreyta og álag hrjáir þjóðina. Yfir 1300 mótmælendur í fleiri en 38 rússneskum borgum voru hand- teknir í gær þar sem þeir kölluðu „Enga herkvaðningu“ og sýndu óánægju sína með stjórnvöld og stríðið í Úkraínu. Gæti orðið annað Tjernóbyl Á sama tíma og Pútín flutti þjóð- arávarp sitt tíndu íbúar í borginni Karkív í Austur-Úkraínu upp gler- brot eftir loftárásir næturinnar. Hin 63 ára Svetlana hvatti rússneska ná- granna sína til þess að „vakna nú“ og hlusta ekki á herkvaðningu Pútíns. Nágranni hennar, Galina, sagði við AFP-fréttaveituna að Rússar væru ekki að frelsa neinn. „Þeir vilja frelsa okkur, frá hverju? Frá heim- ilum okkar, frá ættingjum, frá vin- um okkar? Þeir vilja frelsa okkur frá lífinu,“ sagði hún. Í suðurhluta Úkraínu er uggur í mönnum vegna hugsanlegrar kjarn- orkuógnar. Energoatom-kjarnorku- stofnunin sakaði Rússa um að hafa sent loftskeyti nálægt kjarnorku- verinu í Saporisjía í gær. Síðasta mánudag voru Rússar sakaðir um loftárás rétt hjá Pivdennoukrainsk- kjarnorkuverinu í Mykolaiv-héraði. Þar sögðu íbúar við AFP-fréttaveit- una í gær að þeir óttuðust stórslys ef fleiri árásir yrðu gerðar á svæðið og þá yrði heimurinn vitni að sambæri- legum hryllingi og 1986 í Tsjernó- byl-slysinu. Jens Stoltenberg, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, sagði yfirlýsingar Pútíns bæði hættulegar og ábyrgðarlausar. Josef Borrell, utanríkisráðherra Evrópu- sambandsins, sagði að Pútín ógnaði heimsfriðinum með tali sínu. Hann skrifaði á Twitter: „Tilkynning Pút- íns og leppkosningar, herkvaðningu og kjarnorkuógn er háalvarleg stig- mögnun í stríðinu. Að hóta notkun kjarnorkuvopna er algjörlega óá- sættanlegt og raunveruleg ógn við heimsbyggðina.“ „Óásættanlegt og raunveru- leg ógn við heimsbyggðina“ - Herkvaðning og mótmæli - Loftárás í Karkív - Hörð viðbrögð umheimsins AFP/Olga Maltseva St. Pétursborg Auglýsingaskilti í St. Pétursborg þar sem auglýst er eftir hermönnum með slagorðinu: „Að þjóna Rússlandi er raunverulegt starf“, en mikið átak hefur verið í gangi hjá stjórnvöldum til að ná í fleiri hermenn. Mikil reiði ríkir í Íran eftir að sið- ferðislögregla landsins handtók hina 22 ára Mahsa Amini fyrir brot á klæðaburði þann 13. september. Amini lést í kjölfar handtökunnar eftir að hafa legið í dái í þrjá daga. Mótmælt hefur verið í fjölda borga í Íran og hefur verið tekið á mótmælendum af mikilli hörku. Skotið hefur verið á þá með gúmmí- kúlum, táragasi beitt og kylfum. Átta mótmælendur hafa þegar látið lífið samkvæmt upplýsingum frá yf- irvöldum og mannúðarsamtökum. Talið er að allt að 450 manns hafi særst í átökunum og 500 verið hand- teknir, en þær upplýsingar hafa ekki verið endanlega staðfestar. Konur hafa verið áberandi í mótmælunum og hafa myndbönd, þar sem þær taka af sér höfuðslæður og brenna þær, verið birt á samfélagsmiðlum, en Amini var handtekin fyrir það að höfuðslæða hennar þótti ekki hylja nógu mikið. Í mótmælunum heyrist kallað: „Deyi einræðisherrann“ og „Kona, líf, frelsi“ og eru mótmælin þau fjölmennustu í landinu frá árinu 2019. Yfirvöld í Teheran hafna því að þau beri ábyrgð á láti Amini, en mannréttindaráð Sameinuðu þjóð- anna hefur kallað eftir rannsókn á málinu. AFP/Ozan Kose Teheran Mótmælt hefur verið í fjölda borga dögum saman vegna andláts Masha Amini, sem lést eftir að hafa verið handtekin 13. september. Átta látnir eftir fjög- urra daga mótmæli Margrét Þórhild- ur Danadrottn- ing hefur greinst með kórónuveir- una. Greint var frá þessu í til- kynningu frá konungshöllinni í gær. Margrét var nýkomin heim eftir hafa verið viðstödd útför Elísabetar II. Bretadrottningar í Lundúnum. Drottningin greindist einnig með veiruna í febrúar síðastliðnum en hún er þríbólusett við veirunni. „Embættisstörfum drottningar verður frestað þessa vikuna,“ sagði í tilkynningu frá krúnunni í gær, en þar kom ekki fram hvernig Mar- gréti heilsaðist. Margrét er 82 ára og hefur setið á valdastóli frá upphafi ársins 1972. Margrét drottning með kórónuveiruna Margrét Danadrottning. Allt flug frá Rússlandi seldist upp í gær eftir tilkynningu Pútíns í gærmorgun um að 300 þúsund Rússar til við- bótar yrðu kvaddir í herinn. Strax eftir tilkynninguna rauk verðið upp og á Google-leitarvélinni margfaldaðist fjöldi fyrirspurna um flug frá Rússlandi á vefsíðunni Av- iasales. Verð á miðum aðra leið frá Moskvu til Ístanbúl í Tyrklandi þrefaldaðist sem og á öðrum flugleiðum. Ekki leið langur tími eftir tilkynninguna þar til uppselt var í allt flug til ríkja sem krefjast ekki vegabréfsáritunar, eins og Georgíu, Tyrklands og Armeníu. Ávarp Pútíns í gærmorgun vakti ugg meðal margra um að hömlur yrðu lagðar á ferðalög karlmanna á herskyldualdri, sem reyndist vera rétt. Stuttu eftir ávarpið hættu rússnesk flugfélög að selja flugmiða til rúss- neskra karlmanna á aldrinum 18 til 65 ára nema þeir gætu lagt fram leyfi frá varnarmálaráðuneytinu til að ferðast. Allt flug uppselt frá Rússlandi Í KJÖLFAR TILKYNNINGAR UM HERSKYLDU JÓKST EFTIRSPURN Flug Allt uppselt. SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS SPORTÍS DÚNALOGN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.