Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 28
28 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Letitia James, ríkissaksóknari New
York-ríkis, lagði í gær fram ákæru
í einkamáli gegn fyrrverandi for-
seta Bandaríkjanna, Donald
Trump, og fjölskyldu hans fyrir
fjármálasvik sem lúta að skatta- og
tryggingamálum. Ríkissaksóknari
sagði að að farið væri fram á 250
milljónir bandaríkjadala í sektir og
að miklar viðskiptahömlur verði
settar á fjölskylduna í ríkinu.
Einnig sagðist hún mæla með því
að dómsmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna tæki málið til meðferðar.
Liz Harrington, talskona
Trumps, sagði í gær að ákæran
væri dæmi um tvöfalt réttarkerfi í
landinu þar sem glæpamenn gengju
lausir og demókratar eltust bara
við pólitíska andstæðinga sína.
Trump ákærður í
New York-ríki
Ákæra Letitia James ríkissaksóknari New
York-ríkis á blaðamannafundi í gær.
Í þjóðarávarpi sínu í gærmorgun til-
kynnti Vladimír Pútín Rússlands-
forseti um herkvaðningu 300 þús-
unda manna, en ávarpið kemur í
kjölfar tilkynninga aðskilnaðarsinna
um fyrirhugaðar kosningar um inn-
limun í Rússland á þriðjudag í Do-
netsk og Lúhansk í austri og Kerson
og Saporisjía í suðri.
„Þegar landhelgi lands okkar er
ógnað, notum við án efa öll tiltæk
ráð sem við höfum til að vernda
Rússland og rússnesku þjóðina. Það
er ekki innantóm ógnun,“ sagði Pút-
ín í ávarpinu. Hann sagði Vesturlönd
samstíga í því að reyna að eyðileggja
Rússland og því yrðu Rússar að
bregðast við.
Ávarp forsetans vakti hörð við-
brögð, bæði heimsbyggðarinnar,
sem las í orð hans lítt dulda ógn um
notkun kjarnorkuvopna, og ekki síð-
ur heima fyrir, þar sem mikil stríðs-
þreyta og álag hrjáir þjóðina. Yfir
1300 mótmælendur í fleiri en 38
rússneskum borgum voru hand-
teknir í gær þar sem þeir kölluðu
„Enga herkvaðningu“ og sýndu
óánægju sína með stjórnvöld og
stríðið í Úkraínu.
Gæti orðið annað Tjernóbyl
Á sama tíma og Pútín flutti þjóð-
arávarp sitt tíndu íbúar í borginni
Karkív í Austur-Úkraínu upp gler-
brot eftir loftárásir næturinnar. Hin
63 ára Svetlana hvatti rússneska ná-
granna sína til þess að „vakna nú“ og
hlusta ekki á herkvaðningu Pútíns.
Nágranni hennar, Galina, sagði við
AFP-fréttaveituna að Rússar væru
ekki að frelsa neinn. „Þeir vilja
frelsa okkur, frá hverju? Frá heim-
ilum okkar, frá ættingjum, frá vin-
um okkar? Þeir vilja frelsa okkur frá
lífinu,“ sagði hún.
Í suðurhluta Úkraínu er uggur í
mönnum vegna hugsanlegrar kjarn-
orkuógnar. Energoatom-kjarnorku-
stofnunin sakaði Rússa um að hafa
sent loftskeyti nálægt kjarnorku-
verinu í Saporisjía í gær. Síðasta
mánudag voru Rússar sakaðir um
loftárás rétt hjá Pivdennoukrainsk-
kjarnorkuverinu í Mykolaiv-héraði.
Þar sögðu íbúar við AFP-fréttaveit-
una í gær að þeir óttuðust stórslys ef
fleiri árásir yrðu gerðar á svæðið og
þá yrði heimurinn vitni að sambæri-
legum hryllingi og 1986 í Tsjernó-
byl-slysinu.
Jens Stoltenberg, framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins,
sagði yfirlýsingar Pútíns bæði
hættulegar og ábyrgðarlausar. Josef
Borrell, utanríkisráðherra Evrópu-
sambandsins, sagði að Pútín ógnaði
heimsfriðinum með tali sínu. Hann
skrifaði á Twitter: „Tilkynning Pút-
íns og leppkosningar, herkvaðningu
og kjarnorkuógn er háalvarleg stig-
mögnun í stríðinu. Að hóta notkun
kjarnorkuvopna er algjörlega óá-
sættanlegt og raunveruleg ógn við
heimsbyggðina.“
„Óásættanlegt og raunveru-
leg ógn við heimsbyggðina“
- Herkvaðning og mótmæli - Loftárás í Karkív - Hörð viðbrögð umheimsins
AFP/Olga Maltseva
St. Pétursborg Auglýsingaskilti í St. Pétursborg þar sem auglýst er eftir hermönnum með slagorðinu: „Að þjóna
Rússlandi er raunverulegt starf“, en mikið átak hefur verið í gangi hjá stjórnvöldum til að ná í fleiri hermenn.
Mikil reiði ríkir í Íran eftir að sið-
ferðislögregla landsins handtók hina
22 ára Mahsa Amini fyrir brot á
klæðaburði þann 13. september.
Amini lést í kjölfar handtökunnar
eftir að hafa legið í dái í þrjá daga.
Mótmælt hefur verið í fjölda
borga í Íran og hefur verið tekið á
mótmælendum af mikilli hörku.
Skotið hefur verið á þá með gúmmí-
kúlum, táragasi beitt og kylfum.
Átta mótmælendur hafa þegar látið
lífið samkvæmt upplýsingum frá yf-
irvöldum og mannúðarsamtökum.
Talið er að allt að 450 manns hafi
særst í átökunum og 500 verið hand-
teknir, en þær upplýsingar hafa ekki
verið endanlega staðfestar. Konur
hafa verið áberandi í mótmælunum
og hafa myndbönd, þar sem þær
taka af sér höfuðslæður og brenna
þær, verið birt á samfélagsmiðlum,
en Amini var handtekin fyrir það að
höfuðslæða hennar þótti ekki hylja
nógu mikið. Í mótmælunum heyrist
kallað: „Deyi einræðisherrann“ og
„Kona, líf, frelsi“ og eru mótmælin
þau fjölmennustu í landinu frá árinu
2019.
Yfirvöld í Teheran hafna því að
þau beri ábyrgð á láti Amini, en
mannréttindaráð Sameinuðu þjóð-
anna hefur kallað eftir rannsókn á
málinu.
AFP/Ozan Kose
Teheran Mótmælt hefur verið í fjölda borga dögum saman vegna andláts
Masha Amini, sem lést eftir að hafa verið handtekin 13. september.
Átta látnir eftir fjög-
urra daga mótmæli
Margrét Þórhild-
ur Danadrottn-
ing hefur greinst
með kórónuveir-
una. Greint var
frá þessu í til-
kynningu frá
konungshöllinni í
gær. Margrét var
nýkomin heim
eftir hafa verið
viðstödd útför
Elísabetar II. Bretadrottningar í
Lundúnum.
Drottningin greindist einnig með
veiruna í febrúar síðastliðnum en
hún er þríbólusett við veirunni.
„Embættisstörfum drottningar
verður frestað þessa vikuna,“ sagði
í tilkynningu frá krúnunni í gær, en
þar kom ekki fram hvernig Mar-
gréti heilsaðist.
Margrét er 82 ára og hefur setið
á valdastóli frá upphafi ársins 1972.
Margrét drottning
með kórónuveiruna
Margrét
Danadrottning.
Allt flug frá Rússlandi seldist upp í gær eftir tilkynningu
Pútíns í gærmorgun um að 300 þúsund Rússar til við-
bótar yrðu kvaddir í herinn. Strax eftir tilkynninguna
rauk verðið upp og á Google-leitarvélinni margfaldaðist
fjöldi fyrirspurna um flug frá Rússlandi á vefsíðunni Av-
iasales. Verð á miðum aðra leið frá Moskvu til Ístanbúl í
Tyrklandi þrefaldaðist sem og á öðrum flugleiðum. Ekki
leið langur tími eftir tilkynninguna þar til uppselt var í
allt flug til ríkja sem krefjast ekki vegabréfsáritunar,
eins og Georgíu, Tyrklands og Armeníu.
Ávarp Pútíns í gærmorgun vakti ugg meðal margra um að hömlur yrðu
lagðar á ferðalög karlmanna á herskyldualdri, sem reyndist vera rétt.
Stuttu eftir ávarpið hættu rússnesk flugfélög að selja flugmiða til rúss-
neskra karlmanna á aldrinum 18 til 65 ára nema þeir gætu lagt fram leyfi
frá varnarmálaráðuneytinu til að ferðast.
Allt flug uppselt frá Rússlandi
Í KJÖLFAR TILKYNNINGAR UM HERSKYLDU JÓKST EFTIRSPURN
Flug Allt uppselt.
SKEIFAN 11 - 108 RVK - S:520-1000 - SPORTIS.IS
SPORTÍS
DÚNALOGN