Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 30

Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kosið verð- ur til þjóðþings Ítalíu nk. sunnu- dag. Margt þykir benda til að verulegar breyt- ingar verði í framhaldi af þeim. Eitt ligg- ur reyndar þegar fyrir, hvað sem úrslitum kosninga líð- ur. Mario Draghi, forsætis- ráðherra og fyrrum seðla- bankastjóri evrunnar, sem sendur var til Rómar í bögglapósti frá Brussel, eft- ir síðasta uppnám í ítölskum stjórnmálum, hverfur úr sínu embætti. Óneitanlega fólst í því nokkur niðurlæging fyrir þetta stolta, fjölmenna og sögufræga ríki, eitt af sex stofnendum ESB. Framtíð- ardraumurinn hét eitthvað annað þá og skipti oft um heiti á breytingarskeiðinu í átt til þess að fullveldi ein- stakra ríkja verði mest til málamynda, nema helst hjá tveimur stærstu ríkjum þess. Að auki var þetta í annað sinn á stuttum tíma sem ESB sendi slíkan „pakka“ frá sér til að taka yfir forsætisráðuneytið í Róm. Hinn var Mario Monti, sem þar á undan hafði gegnt embætti komm- issars hjá sambandinu. Ekki er svo sem um það deilt að þessir reyndu menn kunnu margt fyrir sér. En það dugði þó ekki til þess að koma efnahag Ítalíu fyrir horn. Á Ítalíu er óheimilt að birta skoðanakannanir um líkleg kosningaúrslit þegar tvær vikur eða skemmri tími er til kosninga. Síðustu kannanir sem birtar voru eru því frá 9. september. Alþekkt er frá Ítalíu sem öðrum löndum, að kannanir taka einatt nokkrum breytingum á lokaspretti þeirra. En hitt er jafnrétt að svipi helstu könnunum saman frá ólíkum aðilum hafa þær sennilega nálgast mjög lokatölur kjör- dags. Þess vegna er réttlæt- anlegt í senn að horfa þétt til þeirra um leið og óhjá- kvæmilegir fyrirvarar eru slegnir. Línurnar, sem lesa má úr 10 daga gömlum ítölskum könnunum og aðeins eldri, benda eindregið til að flokk- ar hægra megin við miðju séu líklegir sigurvegarar að þessu sinni og þá með meira afgerandi hætti en til að mynda varð í Svíþjóð nýver- ið. Í annan stað má fullyrða að þrír helstu leiðtogar flokk- anna þriggja, sem sennilega leiða eða standa að næstu stjórn verða mun minni aðdáendur ESB en flokkarnir á vinstri kant- inum, sem eru að missa fylgi. Forystumenn þeirra eru Georgia Meloni, en frú- in sú er formaður flokks „Bræðra Ítalíu“ og virðist ætla að bæta við sig miklu fylgi frá síðustu kosningum. Næstur er Matteo Salvini sem verið hefur leiðtogi (Norður-)Bandalagsins og var lengi talinn helsti spútn- ik á ítalska hægri kantinum, en hefur tapað þeirri stöðu til Meloni. Sá þriðji er ekki nýr af nálinni, sjálfur Silvio Berlusconi, margreyndur forsætisráðherra og meðal ríkustu manna á Ítalíu. Hann er 85 ára gamall, svo bandarískir demókratar geta sagt „Biden hvað?“ Flokkur Berlusconis, Forza Italia, mun sam- kvæmt könnunum tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum og fá um 8% at- kvæða. En samanlagt verða þessir flokkar með rétt rúmlega 45% fylgi, sem er mun öflugri útkoma en helstu flokkar á vinstri kantinum stefna í. Frétta- skýrendur vekja réttilega athygli á að forystumenn tilvonandi ríkisstjórnar- flokka í Róm séu engir aðdáendur ESB. Er þá eink- um átt við Meloni og Salv- ini. Berlusconi hefur hins vegar mildast verulega í af- stöðu sinni varðandi hugs- anlega útgöngu. Hann hefur þó lengi ýtt undir hugmynd um tveggja mynta kerfi á Ítalíu, annars vegar með gömlu lírunni og hins vegar evrunni. Bent er á að til að mynda í Kína sé tvöfalt myntkerfi í gangi, sem hafi um margt verið handhægt fyrir stjórnvöld þar. Hvað sem þessu líður þá virðast ábyrgðarlausu ráða- mennirnir í Brussel hafa nú minni áhyggjur af því að til valda komist flokkar í Róm sem horfa jákvætt á for- dæmi Breta. Þeirri ró veld- ur einkum sú staða að ESB og Seðlabanki evrunnar halda nú á stærstum hluta erlendra skulda Ítalíu, sem eru veruleg byrði, og það leiði til þess að ný ríkis- stjórn þar hljóti því að flýta sér hægt við að ná fram því hugðarefni að höggva á böndin til Brussel! Mjög er nú horft til kosninga á Ítalíu, þótt hætta á koll- steypu sé minni en áður var óttast} Áhugaverðar kosningar Í slenskan er mitt hjartans mál, full- yrðir Lilja Alfreðsdóttir mennta- málaráðherra á sama tíma og hún tekur ákvörðun um 500 milljóna króna niðurskurð á framlögum til ís- lenskrar sjónvarps- og kvikmyndagerðar. Hún, já, því þegar tekin er ákvörðun um fram- lag til lista og menningar þá er það ráð- herrann sem kemur fram og segist hafa tekið ákvörðun um framlag og því verður að segjast eins og er að það er flókið ef ráðherrann ætlar svo skrifa niðurskurðinn alfarið á fjár- málaráðherra, eða hvað? En ráðherrann sagði ekki bara að íslenskan væri hennar hjartans mál, hún sagði einnig að „þetta væri bara einhver misskilningur hjá okkar framúrskarandi kvikmyndagerðar- fólki“ þegar hörð gagnrýni barst frá kvik- myndageiranum vegna nærri þriðjungs niðurskurðar til Kvikmyndasjóðs Íslands og rúmlega þriðjungs niður- skurðar til Kvikmyndamiðstöðvar á næsta ári. Fyrir liggur samþykkt kvikmyndastefna til ársins 2030 sem þótti mikið framfaraskref þegar hún var kynnt í lok síðasta kjörtímabils. Þar var stefnan tekin á framtíðar- skipulag íslenskrar kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar, eyrnamerkingu fjármuna og verulega aukningu framlaga til annars vegar Kvikmyndasjóðs Íslands og hins vegar til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands vegna nýrra verkefna. Er þetta misskilningur? Hvað varð um loforðin sem eru í kvikmyndastefnunni um verulega aukningu á framlögum til íslenskrar kvikmynda og sjónvarpsþáttagerðar? Í þeirri hörðu umræðu sem orðið hefur við framlagn- ingu fjárlagafrumvarpsins hafa ráðherrarn- ir blandað saman framlögum úr Kvik- myndasjóði til íslenskrar kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar og endurgreiðslum vegna erlendra verkefna sem unnin eru hér á landi. Þetta er tvennt gjörólíkt enda er í seinna tilvikinu aðallega um að ræða erlenda fjárfestingu, þjónustu innlendra aðila við kvikmyndagerðarfólk utan úr heimi, er- lenda listamenn sem stýra verkinu, hanna leikmynd og búninga og leika öll helstu hlut- verk. Ekki misskilja mig, þetta er mikilvæg innspýting inn í kvikmyndabransann en þetta er ekki framleiðsla á íslensku efni. Ráðherrarnir þurfa einnig að átta sig á því að framlag úr Kvikmyndasjóði Íslands, sem er bara lítið brot af heildarfram- leiðslukostnaði við kvikmyndir og sjón- varpsefni, er nær undantekningarlaust forsenda þess að fjármagn komi úr erlendum sjóðum. Norrænir og evrópskir sjóðir skoða fyrst hvort hinn íslenski sjóður hafi „vottað umsóknina“ með styrkveitingu áður en tekin er ákvörðun um styrki þaðan. Hinir norrænu og evrópsku styrkir eru svo grundvöllur þess að íslenskt efni sé yfirleitt framleitt. Ef ráðherrum í ríkisstjórn er alvara með mikilvægi íslenskrar tungu þá er lykilatriði að falla frá þessum stórfellda niðurskurði til íslenskrar kvikmyndagerð- ar. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Er þetta misskilningur? Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is H agstofa Íslands áætlar að kaupmáttur ráðstöfun- artekna heimilanna hafi dregist saman um tæp- lega 1,5% á öðrum ársfjórðungi 2022 borið saman við sama tímabil árið áður. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna jókst um 5,4% á árinu 2021 samanborið við árið 2020. Minni kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á öðrum ársfjórðungi þessa árs skýrist af aukinni verðbólgu, að sögn Hagstofunnar. „Áætlað er að ráðstöfunar- tekjur heimilageirans hafi aukist um 9,1% á öðrum ársfjórðungi 2022, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Áætlað er að ráðstöfunar- tekjur á mann hafi numið rúmlega 1,25 milljónum króna á ársfjórð- ungnum og hafi aukist um 6,3% frá sama tímabili í fyrra. Að teknu til- liti til verðlagsþróunar dróst kaup- máttur ráðstöfunartekna heimila hins vegar saman um tæplega 1,5% á tímabilinu en vísitala neysluverðs hækkaði um 7,9% á sama tímabili,“ segir í frétt Hagstofunnar. Launatekjur jukust um 16,8% Þar kemur einnig fram að heildartekjur heimilanna hafi aukist um tæplega 9,5% á öðrum ársfjórð- ungi 2022 samanborið við sama ársfjórðung 2021. „Sá liður sem vegur hvað þyngst í auknum heild- artekjum eru launatekjur en þær jukust um 16,8%,“ segir Hag- stofan. Hún áætlar að eignatekjur hafi aukist um 17,3% frá sama árs- fjórðungi í fyrra. Það skýrist að hluta af auknum innlánum. Áætlað er að vaxtatekjur hafi aukist um 45% á tímabilinu. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur drógust aftur á móti saman um 2,9%. Þær jukust töluvert á sama tímabili 2021 vegna áhrifa kórónuveiruf- araldursins, aukins atvinnuleysis og aðgerða sem stjórnvöld beittu til að draga úr efnahagslegum áhrifum hans. Þá jukust heildargjöld heim- ilanna um tæplega 10% á öðrum ársfjórðungi 2022 samanborið við sama ársfjórðung 2021. „Skatt- greiðslur jukust um 1,7% og er áætlað að tryggingagjöld hafi auk- ist um 16,4% á tímabilinu. Eigna- gjöld drógust saman um 11,9% á öðrum ársfjórðungi 2022 saman- borið við sama ársfjórðung 2021 en vaxtagjöld um 12,3% sem einkum skýrist af færri útlánum lánastofn- ana til heimila vegna fasteigna- kaupa.“ Kaupmáttur ráðstöf- unartekna minnkaði „Hagstofan birti bráðabirgðaniðurstöður vegna ársins 2021 í mars á þessu ári og birtir nú endurskoðaðar niðurstöður. Samkvæmt þeim jókst kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilageirans um 5,4% á árinu 2021. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 10,1% og ráðstöfunartekjur heim- ilageirans í heild um 11,9%. Heildartekjur heimilageirans jukust um 9,4% en heildargjöld jukust um 6,3% á milli áranna 2020 og 2021,“ segir í frétt Hagstofu Íslands. Launatekjur heimilanna jukust um 9,4% árið 2021 frá fyrra ári en skattar á laun jukust hins vegar um 4,4% á sama tímabili. Lífeyristekjur og félagslegar tilfærslur jukust um 6,5% á milli áranna 2020 og 2021. Það var m.a. vegna umtalsverðrar aukningar í greiðslu almennra atvinnu- leysisbóta, hlutaatvinnuleysisbóta, sérstaks barnabótaauka og tíma- bundinnar heimildar til að taka út séreignarlífeyrissparnað. Kaupmáttur heimila jókst ’21 ÝMIS ÁHRIF FARALDURSINS 2020-2021 Breyting kaupmáttar ársfjórðungslegra ráðstöfunartekna á mann 2015-2022 12% 9% 6% 3% 0% -3% 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 Heimild: Hagstofa Íslands 8,0 8,7 10,0 8,1 1,6 2,0 0,9 0,1 4,6 8,3 6,4 5,7 8,2 6,3 5,7 4,3 1,4 0,1 1,9 -0,3 4,7 5,5 -0,1 -3,7 1,3 0,4 8,0 12,7 7,3 -1,5 B A N K I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.