Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 34

Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Rapparinn Gauti Þeyr Másson, bet- ur þekktur sem Emmsjé Gauti, var fulltrúi ríka og fræga fólksins í Ís- land vaknar með þeim Kristínu Sif og Ásgeiri Páli í gærmorgun. Hann vísaði reyndar fyrri lýsingunni á bug sjálfur í viðtalinu þar sem hann sló á létta strengi og ræddi um kom- andi jólavertíð en hann heldur sína árlegu jólatónleikasýningu, Jüle- venner Emmsjé Gauta, í Há- skólabíói 22. og 23. desember. „I’m ok with this en þetta er ekki satt. Ég held að þetta sé aðeins öfugt. Alla vega síðast þegar ég tékkaði á bankabókinni. Ég lendi dálítið í því að krakkar séu að hlaupa út eftir gigg og spyrja: Ertu á þessum bíl!? Eru svona móðguð yfir því að ég sé á fjölskyldu- stationbíl,“ sagði Gauti og uppskar hlátur í stúdíóinu. „Geðveikt“ brúðkaup Aðspurður segir Gauti að brúð- kaup hans og eiginkonunnar Jovönu Schully hafi verið „geðveikt“ en þau létu pússa sig saman 6. ágúst síðast- liðinn. „Alveg bara fullkomið stöff, mæli með,“ sagði Gauti sem segist svo sannarlega vera orðinn settlegur fjölskyldufaðir. „Ég er náttúrlega búinn að vera það í smá tíma. Maður giftir sig og þá fær maður partí og hring,“ sagði Gauti sem segist hafa fengið um það bil þúsund diska í brúðkaupsgjöf. „Bara Royal Copenhagen, dót sem ég var ekki að biðja um,“ sagði hann kíminn. Innblástur frá Frikka Dór Miðar á Jülevenner eru þegar byrjaðir í sölu á tix.is en Gauti sagð- ist hafa ákveðið að nýta sér tækni Friðriks Dórs til að selja fleiri miða á tónleikana. „Við notum Frikka Dórs-tæknina. Við erum að segja alls staðar á net- inu að við séum að halda síðustu tónleikana og síðan fari sýningin í heild sinni í nám til Ítalíu. En í grunninn er þetta bara lygi svo að við seljum fleiri miða,“ sagði Gauti og vísaði í tónleika Friðriks Dórs ár- ið 2018 sem áttu að vera hans síð- ustu í einhvern tíma. Gauti bendir þó á að vissulega sé um grín að ræða en hann hefur ekki í hyggju að hætta með Jülevenner í bráð. „Þetta verður með sama stíl og hefur verið. 50/50 leiksýning á móti tónlist og bara ógeðslega gaman. Ég myndi segja að fyrst og fremst væru þetta við að hafa gaman og hlæja og í leiðinni rukka mikið inn á það,“ sagði Gauti léttur í lundu og samþykkti að eftir tónleikana gæti hann jafnvel keypt sér nýjan kagga svo að krakkar hætti að stríða hon- um á farartækinu ftir gigg. Ásamt Gauta koma fram á tón- leikunum Ragga Gísla, Club Dub, Saga Garðars og Úlfur Úlfur og Jesú Kristur. Aðstoðarmaður Gauta, „inn-á-leiðarinn“ Emil Al- freð, verður á sínum, stað aðdáend- um til mikillar gleði. Hneykslast á bíl Emmsjé Gauta Settlegi fjölskyldufað- irinn og rapparinn Emmsjé Gauti spjallaði við Ísland vaknar á K100 um líf, starf og komandi jólavertíð. Jülevenner Góðir gestir verða á jólatónleikum Emmsjé Gauta í desember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Emmsjé Gauti og gestir hans eru ávallt í banastuði á árlegu Jülevenner- jólatónleikunum sem Gauti segir að sé 50/50 leiksýning á móti tónlist. Settlegur Emmsjé Gauti segist hafa verið orðinn settlegur fjölskyldufaðir löngu fyrir brúðkaup sitt í sumar. Hann sé nú farinn að upplifa það að krakkar elti hann út eftir gigg og hneykslist á fjölskyldubílnum. Þinn dagur, þín áskorun Hlýtt og notalegt 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA VIKUR Á LISTA 6 3 1 3 2 5 2 4 10 8 ELSPA - SAGAKONU Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir UNDIRYFIRBORÐINU Höfundur: Freida McFadden Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir ÞESSU LÝKURHÉR Höfundur: Colleen Hoover Lesari: Þrúður Vilhjálmsdóttir ÚTI Höfundur: Ragnar Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI Höfundur: Bonnie Garmus Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir TRÚNAÐUR Höfundur: Rebekka Sif Stefánsdóttir Lesarar: Ýmsar leikraddir LÖGREGLUMORÐ Höfundur: Maj Sjöwall, PerWahlöö Lesari: Kristján Franklín Magnús SAMKOMULAGIÐ Höfundur: Robyn Harding Lesarar: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir SVARVIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Lesari: Bergsveinn Birgisson DAGBÓKKIDDAKLAUFA: FURÐULEGT FERÐALAG Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › - - - - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 37

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.