Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.09.2022, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Rapparinn Gauti Þeyr Másson, bet- ur þekktur sem Emmsjé Gauti, var fulltrúi ríka og fræga fólksins í Ís- land vaknar með þeim Kristínu Sif og Ásgeiri Páli í gærmorgun. Hann vísaði reyndar fyrri lýsingunni á bug sjálfur í viðtalinu þar sem hann sló á létta strengi og ræddi um kom- andi jólavertíð en hann heldur sína árlegu jólatónleikasýningu, Jüle- venner Emmsjé Gauta, í Há- skólabíói 22. og 23. desember. „I’m ok with this en þetta er ekki satt. Ég held að þetta sé aðeins öfugt. Alla vega síðast þegar ég tékkaði á bankabókinni. Ég lendi dálítið í því að krakkar séu að hlaupa út eftir gigg og spyrja: Ertu á þessum bíl!? Eru svona móðguð yfir því að ég sé á fjölskyldu- stationbíl,“ sagði Gauti og uppskar hlátur í stúdíóinu. „Geðveikt“ brúðkaup Aðspurður segir Gauti að brúð- kaup hans og eiginkonunnar Jovönu Schully hafi verið „geðveikt“ en þau létu pússa sig saman 6. ágúst síðast- liðinn. „Alveg bara fullkomið stöff, mæli með,“ sagði Gauti sem segist svo sannarlega vera orðinn settlegur fjölskyldufaðir. „Ég er náttúrlega búinn að vera það í smá tíma. Maður giftir sig og þá fær maður partí og hring,“ sagði Gauti sem segist hafa fengið um það bil þúsund diska í brúðkaupsgjöf. „Bara Royal Copenhagen, dót sem ég var ekki að biðja um,“ sagði hann kíminn. Innblástur frá Frikka Dór Miðar á Jülevenner eru þegar byrjaðir í sölu á tix.is en Gauti sagð- ist hafa ákveðið að nýta sér tækni Friðriks Dórs til að selja fleiri miða á tónleikana. „Við notum Frikka Dórs-tæknina. Við erum að segja alls staðar á net- inu að við séum að halda síðustu tónleikana og síðan fari sýningin í heild sinni í nám til Ítalíu. En í grunninn er þetta bara lygi svo að við seljum fleiri miða,“ sagði Gauti og vísaði í tónleika Friðriks Dórs ár- ið 2018 sem áttu að vera hans síð- ustu í einhvern tíma. Gauti bendir þó á að vissulega sé um grín að ræða en hann hefur ekki í hyggju að hætta með Jülevenner í bráð. „Þetta verður með sama stíl og hefur verið. 50/50 leiksýning á móti tónlist og bara ógeðslega gaman. Ég myndi segja að fyrst og fremst væru þetta við að hafa gaman og hlæja og í leiðinni rukka mikið inn á það,“ sagði Gauti léttur í lundu og samþykkti að eftir tónleikana gæti hann jafnvel keypt sér nýjan kagga svo að krakkar hætti að stríða hon- um á farartækinu ftir gigg. Ásamt Gauta koma fram á tón- leikunum Ragga Gísla, Club Dub, Saga Garðars og Úlfur Úlfur og Jesú Kristur. Aðstoðarmaður Gauta, „inn-á-leiðarinn“ Emil Al- freð, verður á sínum, stað aðdáend- um til mikillar gleði. Hneykslast á bíl Emmsjé Gauta Settlegi fjölskyldufað- irinn og rapparinn Emmsjé Gauti spjallaði við Ísland vaknar á K100 um líf, starf og komandi jólavertíð. Jülevenner Góðir gestir verða á jólatónleikum Emmsjé Gauta í desember. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuð Emmsjé Gauti og gestir hans eru ávallt í banastuði á árlegu Jülevenner- jólatónleikunum sem Gauti segir að sé 50/50 leiksýning á móti tónlist. Settlegur Emmsjé Gauti segist hafa verið orðinn settlegur fjölskyldufaðir löngu fyrir brúðkaup sitt í sumar. Hann sé nú farinn að upplifa það að krakkar elti hann út eftir gigg og hneykslist á fjölskyldubílnum. Þinn dagur, þín áskorun Hlýtt og notalegt 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi • Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar • Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi • Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík Siglósport, Siglufirði • Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA VIKUR Á LISTA 6 3 1 3 2 5 2 4 10 8 ELSPA - SAGAKONU Höfundur: Guðrún Frímannsdóttir Lesari: Valgerður Guðrún Guðnadóttir UNDIRYFIRBORÐINU Höfundur: Freida McFadden Lesarar: Katla Njálsdóttir, Erna Hrönn Ólafsdóttir ÞESSU LÝKURHÉR Höfundur: Colleen Hoover Lesari: Þrúður Vilhjálmsdóttir ÚTI Höfundur: Ragnar Jónasson Lesarar: Ýmsar leikraddir INNGANGURAÐ EFNAFRÆÐI Höfundur: Bonnie Garmus Lesari: Dominique Gyða Sigrúnardóttir TRÚNAÐUR Höfundur: Rebekka Sif Stefánsdóttir Lesarar: Ýmsar leikraddir LÖGREGLUMORÐ Höfundur: Maj Sjöwall, PerWahlöö Lesari: Kristján Franklín Magnús SAMKOMULAGIÐ Höfundur: Robyn Harding Lesarar: Sigríður Eyrún Friðriksdóttir SVARVIÐ BRÉFI HELGU Höfundur: Bergsveinn Birgisson Lesari: Bergsveinn Birgisson DAGBÓKKIDDAKLAUFA: FURÐULEGT FERÐALAG Höfundur: Jeff Kinney Lesari: Oddur Júlíusson 1. 2. 3. 4. 7. 8. 6. 10. 9. 5. › › › › - - - - - TOPP 10 VINSÆLUSTU HLJÓÐBÆKURÁ ÍSLANDI VIKA 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.