Morgunblaðið - 22.09.2022, Síða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Tónlist
fyrir sálina
Matur
fyrir líkamann
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
Lifandi píanótónlist
öll kvöld
Opnunartími
Mán.–Fös. 11:30–14:30
Öll kvöld 17:00–23:00
Borðapantanir á matarkjallarinn.is
eða í síma 558 0000
Ljósmyndir/Linda Ben
Ofurmorgunverður Grauturinn er fullur af dýrindis næring-
arefnum og orkugjöfum sem gefa góða orku út daginn.
Í ár kveður við nýjan tón þar sem breytt hefur verið um umbúð-
ir. Í staðinn fyrir glerkrukkur eru komnar endurvinnanlegar
umbúðir sem eru í senn afar fallegar og meðfærilegar. Ekki
spillir fyrir að hægt er að endurvinna þær. Hér getur að líta
uppskrift úr smiðju Lindu Ben þar sem haustjógúrtin er í aðal-
hlutverki. Um er að ræða morgungraut sem er undirbúinn
kvöldið áður. Hann inniheldur hin bráðhollu chiafræ sem þurfa
smátíma til að drekka í sig vökva og því er ákaflega heppilegt
að undirbúa grautinn kvöldið
áður og grípa með sér morg-
uninn eftir.
Bláberja „yfir-nótt“-
chiagrautur
1 msk. chiafræ
2 msk. hafrar
1 dl vatn
200 g íslensk haustjógúrt með
íslenskum aðalbláberjum
½ banani
1 msk. möndlusmjör
1 msk. saxaðar döðlur
1 tsk. kókosmjöl
Aðferð: Setjið chiafræ og
hafra í skál ásamt vatni, hrær-
ið og leyfið því að standa í 10
mín.
Bætið bláberjajógúrt út á
skálina og blandið saman. Hægt er að loka skálinni og láta
grautinn bíða yfir nótt inni í ísskáp eða borða strax.
Skerið bananann í sneiðar og bætið út á skálina ásamt
möndlusmjöri, söxuðum döðlum og kókosmjöli.
Nýjar umbúðir
hitta í mark
Hin sívinsæla haustjógúrt frá Örnu er
orðin árviss viðburður og bíða neytendur
spenntir eftir þessum ljúfa haustboða sem
er sneisafullur af dýrindis vestfirskum
aðalbláberjum.
Endurvinnanlegar Þó að
glerkrukkurnar hafi átt fjölda
aðdáenda þá eru nýju umbúð-
irnar öllu heppilegri.
„Það elska allir skinkuhorn! Hér er ég
bæði að prófa mig áfram með deig með
hreinu skyri sem kom alveg ótrúlega
vel út og svo ákvað ég líka að prófa að
setja mexíkóost með skinkumyrjunni
og toppa með osti og chili-pítsukryddi.
Þessi útkoma er dásamleg og
skemmtileg tilbreyting frá þeim klass-
ísku!“ segir Berglind og við hvetjum
ykkur til að prófa.
Skinkuhorn
64 stykki
1.080 g hveiti
2 pk. þurrger (2 x 11,8 g)
50 g sykur
2 tsk. salt
4 egg
260 g hreint Ísey-skyr
110 g smjör við stofuhita
250 ml volgt vatn
Fylling og toppur
3 x skinkumyrja
2 x Mexíkókryddostur
Rifinn pítsuostur frá Gott í matinn
1 egg + 3 msk. Nýmjólk til að pensla með
chili-pítsukrydd (eða annað krydd sem
hentar)
Aðferð: Setjið þurrefnin í hrærivélar-
skálina og blandið saman með krókn-
um.
Pískið saman egg og skyr og bætið út
í ásamt smjöri og volgu vatni.
Hnoðið stutta stund og færið svo yfir
á borðið og hnoðið betur.
Penslið stóra skál með matarolíu og
setjið deigkúluna þar ofan í og veltið
henni um svo hún hjúpist öll olíunni.
Plastið skálina og leyfið deiginu að
hefast í klukkustund (það ætti að tvö-
falda stærð sína).
Skiptið þá niður í átta hluta, fletjið
hvern út í hring og skerið í átta sneiðar
með pítsuskera.
Setjið góða teskeið af skinkumyrju á
hvern hluta ásamt smá Mexíkóosti,
rúllið upp, lokið endunum og raðið á
bökunarplötur.
Pískið saman egg og nýmjólk og
penslið skinkuhornin, setjið næst rifinn
ost yfir og smá krydd.
Bakið við 190°C í 10-13 mínútur eða
þar til hornin fara að gyllast.
Skinkuhornin sem
gerðu allt vitlaust
Það er fátt sem passar jafn vel í nestisboxið og nýbakað skinkuhorn. Hér erum við með
uppskrift frá Berglindi Hreiðarsdóttur sem gerði allt vitlaust þegar hún birti mynd af
þeim á samfélagsmiðlum. Hér leikur hún sér á skemmtilegan hátt með óvenjuleg hrá-
efni og útkoman er alveg upp á tíu.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Heppnaðist fullkomlega
„Það kom virkilega vel út
að setja skyr í deigið, það
varð létt og ljúffengt, alveg
eins og best verður á kosið.