Morgunblaðið - 22.09.2022, Page 46
Elna Ólöf Guðjónsdóttir, línumaður
kvennaliðs HK í handknattleik, mun
að öllum líkindum ekkert leika með
liðinu fyrr en eftir áramót eftir að
hafa gengist undir aðgerð á hné.
Þetta staðfesti hún í samtali við
Handbolta.is. Því býst hún við að
verða frá keppni þar til á nýju ári.
HK leikur í úrvalsdeild kvenna, Olís-
deildinni, þar sem Elna Ólöf hefur
verið lykilmaður liðsins, sér í lagi í
vörninni. „Liðþófinn var saumaður
sem þýðir að endurhæfingartíminn
verður lengri en ef ekki hefði komið
til þess,“ útskýrði Elna Ólöf.
Elna leikur ekki
meira á árinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Slösuð Elna Ólöf Guðjónsdóttir
leikur ekki fyrr en eftir áramót.
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2022
Meistaradeild kvenna
2. umferð, fyrri leikir:
Valur – Slavia Prag .................................. 0:1
_ Seinni leikurinn fer fram í Prag næst-
komandi miðvikudag.
Brann – Rosengård ................................. 1:1
- Svava Rós Guðmundsdóttir lék allan
leikinn með Brann og skoraði.
- Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn
með Rosengård.
Rosenborg – Real Madrid....................... 0:3
- Selma Sól Magnúsdóttir lék fyrstu 76
mínúturnar með Rosenborg.
París SG – Häcken................................... 2:1
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir var allan
tímann á bekknum hjá París SG.
Þjóðadeild karla
B-deild, 1. riðill:
Skotland – Úkraína .................................. 3:0
_ Staðan: Skotland 9, Úkraína 7, Írland 4,
Armenía 3.
Svíþjóð
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit:
Norrköping – Hammarby....................... 0:1
- Diljá Ýr Zomers lék fyrstu 76 mínúturn-
ar með Norrköping.
Vináttulandsleikur
U19-ára karlar:
Noregur – Ísland...................................... 1:3
_ Ísland mætir Svíþjóð í vináttuleik á laug-
ardaginn kemur.
>;(//24)3;(
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Porto – Veszprém................................ 28:35
- Bjarki Már Elísson skoraði 4 mörk fyrir
Veszprém.
_ Veszprém 4 stig, GOG 2, París SG 2,
Magdeburg 2, Wisla Plock 2, Dinamo Búk-
arest 0, Zagreb 0, Porto 0.
B-RIÐILL:
Elverum – Aalborg.............................. 25:33
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði 1 mark
fyrir Elverum.
- Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir
Aalborg. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari
liðsins.
_ Aalborg 4 stig, Kiel 2, Kielce 2, Barce-
lona 2 Celje 2, Nantes 0, Pick Szeged 0, El-
verum 0.
Danmörk
Tvis Holstebro – Skjern...................... 26:26
- Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðar-
þjálfari Holstebro.
- Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir
Skjern.
Skanderborg – Esbjerg ...................... 26:33
- Steinunn Hansdóttir skoraði eitt mark
fyrir Skanderborg.
Noregur
Bikarkeppnin, 32-liða úrslit:
Falk – Drammen.................................. 23:41
- Óskar Ólafsson skoraði 4 mörk fyrir
Drammen.
Levanger – Volda ................................ 23:30
- Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði 4 mörk
fyrir Volda, Dana Björg Guðmundsdóttir 3
og Katrín Tinna Jensdóttir 1. Halldór Stef-
án Haraldsson þjálfar liðið.
Sarpsborg – Fredrikstad.................... 17:34
- Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði ekki
fyrir Fredrikstad. Elías Már Halldórsson
þjálfar liðið.
Oppsal – Storhamar............................ 22:36
- Axel Stefánsson þjálfar kvennalið Stor-
hamar.
E(;R&:=/D
Subway-deild kvenna
Grindavík – Fjölnir............................... 87:75
Haukar – ÍR........................................ 104:53
Keflavík – Njarðvík ........................... (42:34)
_ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í
prentun. Sjá mbl.is/sport/korfubolti.
Staðan fyrir leik Keflav. og Njarðv.:
Haukar 1 1 0 104:53 2
Valur 1 1 0 84:46 2
Grindavík 1 1 0 87:75 2
Keflavík 0 0 0 0:0 0
Njarðvík 0 0 0 0:0 0
Fjölnir 1 0 1 75:87 0
Breiðablik 1 0 1 46:84 0
ÍR 1 0 1 53:104 0
1. deild kvenna:
Þór Ak. – Ármann ................................ 63:58
Snæfell – KR......................................... 76:78
>73G,&:=/D
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ísafjörður: Hörður – KA........................... 18
Vestmannaeyjar: ÍBV – ÍR ...................... 18
Úlfarsárdalur: Fram – Afturelding .... 19.30
Hertz-höll: Grótta – Stjarnan.............. 19.30
Ásvellir: Haukar – Selfoss ................... 19.40
Í KVÖLD!
Íslenska U19 ára landslið karla í
fótbolta vann í gær sterkan 3:1-
sigur á Noregi í vináttuleik í Sví-
þjóð.
Hilmir Rafn Mikaelsson, Eggert
Aron Guðmundsson og Bjarni Guð-
jón Brynjólfsson gerðu mörk Ís-
lands á 67., 75. og 85. mínútu og
komu liðinu í 3:0.
Norðmenn minnkuðu muninn í
uppbótartíma.
Ísland mætir Svíþjóð í öðrum vin-
áttuleik á laugardag. Leikið verður
í Rudevi og verður flautað til leiks
klukkan 13.
Morgunblaðið/Óttar Geirsson
Mark Stjörnumaðurinn Eggert Ar-
on Guðmundsson skoraði í gær.
Íslenskur sigur
á Norðmönnum
FÓTBOLTINN
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Í dag mætir Ísland liði Vene-
súela í vináttulandsleik í knatt-
spyrnu karla. Leikurinn fer fram í
Wiener Neustadt í Austurríki og
hefst klukkan 16 að íslenskum
tíma. Ísland hefur aldrei áður
mætt Venesúela í landsleik og því
um fyrstu viðureign liðanna í sög-
unni að ræða í dag.
Aðeins ein breyting hefur verið
gerð á íslenska leikmannahópnum
frá því að hann var upphaflega til-
kynntur þann 16. september.
Hægri bakvörðurinn Alfons Samp-
sted þurfti skömmu síðar að draga
sig úr hópnum vegna meiðsla og
kallaði Arnar Þór Viðarsson lands-
liðsþjálfari Höskuld Gunnlaugsson,
fyrirliða Breiðabliks, inn í hópinn í
hans stað.
Eftir vináttulandsleikinn gegn
Venesúela ferðast íslenska liðið til
Albaníu, þar sem það mætir
heimamönnum í lokaleik beggja
liða næstkomandi þriðjudag. Sá
leikur gæti reynst gífurlega mik-
ilvægur í baráttunni um toppsæti
riðils 2 í B-deild Þjóðadeildar
UEFA.
Því má vænta þess að Arnar Þór
dreifi álaginu í leik dagsins sem
best hann getur á þá 23 leikmenn
sem eru í hópnum að þessu sinni.
Það liggur þá í augum uppi að
Venesúela muni gera slíkt hið
sama enda leikur liðið einungis
vináttuleiki í þessum lands-
leikjaglugga. Alls valdi José Pek-
erman, landsliðsþjálfari Venesúela,
29 leikmenn fyrir leiki liðsins gegn
Íslandi og Sameinuðu arabísku
furstadæmunum.
Talsverð reynsla í Evrópu
Þekktasti leikmaður Venesúela
er án efa sóknarmaðurinn Salomón
Rondón, leikmaður enska úrvals-
deildarfélagsins Everton. Hann
hefur átt erfitt uppdráttar í Bítla-
borginni en hefur áður leikið með
og staðið sig vel hjá West Brom-
wich Albion og Newcastle United í
ensku úrvalsdeildinni, Rubin Kaz-
an, Zenit St. Pétursborg og CSKA
Moskvu í rússnesku úrvalsdeild-
inni og Málaga í spænsku 1. deild-
inni.
Rondón, sem er 33 ára gamall, á
að baki 89 landsleiki fyrir Vene-
súela og hefur skorað í þeim 35
mörk, sem gerir hann að marka-
hæsta leikmanni þjóðarinnar frá
upphafi.
Fyrirliði liðsins, miðjumaðurinn
Tomás Rincón, á sömuleiðis góðan
feril að baki í Evrópuboltanum þar
sem hann leikur nú með Samp-
doria í ítölsku A-deildinni og hefur
áður verið á mála hjá Torino, Ju-
ventus og Genoa í sömu deild.
Rincón, sem er 34 ára, hóf feril
sinn í Evrópu með Hamburg þar
sem hann lék í þýsku 1. deildinni
um fimm ára skeið. Hann er næst-
leikjahæsti leikmaður landsliðs
Venesúela frá upphafi með 118
landsleiki. Leikjahæstur er Juan
Arango með 129 leiki, en hann
hætti knattspyrnuiðkun árið 2017
og því ekki ósennilegt að Rincón
slái metið.
Flestir leika í heimalandinu
Hann er annar tveggja leik-
manna sem spila á Ítalíu en flestir
úr leikmannahópnum leika í efstu
deild í heimalandinu, tíu talsins.
Fjórir af þeim eru nýliðar, en ný-
liðarnir hjá Venesúela eru alls
fimm.
Næstflestir leika hins vegar í
Bandaríkjunum, alls sjö leikmenn.
Aðrir leikmenn dreifast víðar um
Suður- og Norður-Ameríku og
Evrópu. Þrír leika í Brasilíu, tveir
í Mexíkó og einn í Kólumbíu,
Portúgal, Belgíu og Ísrael.
Aldrei komist á HM
Venesúela er sem stendur í 56.
sæti á styrkleikalista Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
sjö sætum ofar en Ísland í 63.
sæti. Venesúela er eina Suður-
Ameríkuþjóðin sem hefur aldrei
komist á heimsmeistaramót.
Þrátt fyrir dræman árangur í
undankeppni HM í gegnum árin
hefur liðið átt það til að standa sig
vel í Ameríkubikarnum, Copa Am-
érica. Árið 2011 hafnaði Venesúela
í 4. sæti í keppninni og í 5. sæti
árið 1967, þegar liðið tók þátt í
fyrsta skipti. Venesúela hefur þrí-
vegis til viðbótar komist í 8-liða
úrslit Ameríkubikarsins, árin 2007,
2016 og 2019.
Ísland mætir
Venesúela í
fyrsta sinn
Morgunblaðið/Eggert
Mark Þórir Jóhann Helgason fagnar marki í leik Íslands gegn Ísrael á
Laugardalsvelli í sumar. Hann er á sínum stað í leikmannahópi landsliðsins.
- Vináttulandsleikur í Austurríki í dag
- Sjö sæti skilja liðin að á lista FIFA
Haukar, silfurliðið frá því á síðasta
Íslandsmóti kvenna í körfubolta,
fara vel af stað á nýju tímabili en lið-
ið vann sannfærandi 104:53-sigur á
nýliðum ÍR á heimavelli í 1. umferð
Subway-deildarinnar í gærkvöldi.
Haukar skiptu stigunum vel á
milli sín en Sólrún Inga Gísladóttir
gerði 22 þeirra. Tinna Guðrún Alex-
andersdóttir bætti við 18 og Keira
Robinson skoraði 17 stig.
Aníka Linda Hjálmarsdóttir skor-
aði 16 stig fyrir ÍR og Nína Jenný
Kristjánsdóttir gerði 13 stig.
Grindavík fer einnig vel af stað en
liðið lagði deildarmeistara Fjölnis á
heimavelli, 87:75. Grindvíkingar
byrjuðu miklu betur, unnu fyrsta
leikhlutann 27:16 og var staðan í
hálfleik 59:38. Fjölnir lagaði stöðuna
í seinni hálfleik en sigur Grindvík-
inga var aldrei í hættu. Danielle
Rodríguez skoraði 36 stig og tók 9
fráköst fyrir Grindavík og fyrirliðinn
Hulda Björk Ólafsdóttir skoraði 13
stig og tók sex fráköst. Urté Slavick-
aité skoraði 22 stig fyrir Fjölni og
fyrirliðinn Dagný Lísa Davíðsdóttir
skoraði 16 stig og tók átta fráköst.
_ Leik Keflavíkur og Njarðvíkur í
Blue-höllinni í Keflavík var ekki lok-
ið þegar blaðið fór í prentun en um
hann er fjallað á mbl.is/sport/
korfubolti.
Óvænt tap deildar-
meistara Fjölnis
- Haukakonur völtuðu yfir nýliðana
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frákast Margrét Blöndal úr ÍR berst um frákast við Keiru Robinson úr
Haukum í 1. umferð Subway-deildarinnar í Ólafssal í Hafnarfirði í gær.