Morgunblaðið - 22.09.2022, Side 56
www.husgagnahollin.is
Sími: 558 1100
*Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.
KENNEDY
3ja sæta sófi. Ljóst áklæði. Einstaklega mjúkur
. 223.992 kr. 279.990 kr.
STANLEY TBR-552
Rafdrifinn lyftistóll sem hjálpar þér á fætur. Ljóst áklæði.
159.992 kr. 199.990 kr.
AMERÍSKIR
DAGAR
20% AFSLÁTTUR
og þægilegur
HARBOUR TOWN
TBR-532
Rafdrifinn hægindastóll með
bólstruðum viðarörmum. Þessi
hjálpar þér að standa á fætur.
159.992 kr. 199.990 kr.
CLARKSTON 35T-577
Einstaklega notalegur 3ja sæta sófi. Sveif á hlið leggur sæti
aftur og lyftir um leið upp fótaskeemli. 229 × 104 × 104 cm.
351.992 kr. 439.990 kr.
PINNACLE 10T-512 AV
Hægindastóll með sveið á hlið
sem leggur stólinn aftur og lyfir
um leið fótskemli.
151.992 kr. 189.990 kr.
Tónleikasýningin The Greatest Showman verður haldin
í Háskólabíói á laugardag kl. 19.30 og 21. Á tónleik-
unum verður tónlistin úr kvikmyndinni The Greatest
Showman frá 2017 flutt, en meðal þekktra laga mynd-
arinnar eru „A Million Dreams“, „Never Enough“, „This
Is Me“ og „Rewrite The Stars“. Aðalsöngvarar tónleik-
anna eru Magni Ásgeirsson, Greta Salóme, Króli, Björg-
vin Franz og Svala Björgvins. Þar að auki leikur hljóm-
sveit undir stjórn Óskars Einarssonar ásamt kór
Lindakirkju, Stúlknakór Reykjavíkur og dönsurum.
Miðar fást á vefnum tix.is.
The Greatest Showman á tónleikum
FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 265. DAGUR ÁRSINS 2022
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 776 kr.
Áskrift 8.383 kr. Helgaráskrift 5.230 kr.
PDF á mbl.is 7.430 kr. iPad-áskrift 7.430 kr.
Í dag mætir Ísland liði Venesúela í vináttulandsleik í
knattspyrnu karla. Leikurinn fer fram í Wiener Neu-
stadt í Austurríki og hefst klukkan 16 að íslenskum
tíma. Ísland hefur aldrei áður mætt Venesúela í lands-
leik og því um fyrstu viðureign liðanna í sögunni að
ræða í dag.
Aðeins ein breyting hefur verið gerð á íslenska leik-
mannahópnum frá því að hann var upphaflega kynntur
hinn 16. september. Höskuldur Gunnlaugsson kom inn í
staðinn fyrir Alfons Sampsted. »46
Mæta Venesúela í Austurríki
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Fólk sankar að sér ýmsum hlutum,
eins og gengur. Sumir safna penn-
um, aðrir frímerkjum, servíettum,
þjóðbúningadúkkum, útskornum
fuglum, jólaskeiðum og bollum, svo
dæmi séu tekin. Til eru þeir sem
safna málverkum, fasteignum, bílum
og peningum en Jóhann Hákonarson
er ólíkur flestum ef ekki öllum söfn-
urum því hann safnar fílum!
Félagarnir Jóhann og Ágúst
Gunnarsson eiga og reka innflutn-
ingsfyrirtækið Dan-inn ehf. Þeir eru
með umboð fyrir margar danskar
vörur og starfsins vegna hafa þeir oft
verið í Danmörku undanfarna ára-
tugi. Sagt hefur verið um marga
Vestur-Íslendinga að þeir séu ís-
lenskari en margur landinn og með
sanni má segja að Jóhann sé dansk-
ari en margur Daninn.
Afdrifarík fyrsta ferð
Hann fylgir dönskum hefðum út í
ystu æsar. Fyrir jólin í fyrra héldu
þeir Ágúst til dæmis upp á það að þá
hefðu þeir gert vel við sig að hætti
Dana 800 sinnum við borð númer 16
á Jómfrúnni í Lækjargötu í Reykja-
vík í hádeginu á föstudögum frá
aldamótum. Geri hreinræktaðir
Danir betur!
Jóhann segir að hann hafi fallið
fyrir danska smurbrauðinu og fíln-
um eða Elefant-bjór í fyrstu ferðinni
til Kaupmannahafnar. „Brauðið og
bjórinn smellpössuðu fyrir mig og
þessi næring hefur verið mitt uppá-
hald síðan,“ segir hann um helstu
hefðina í mat og drykk. Bætir við að
þegar bjórinn hafi verið leyfður á Ís-
landi hafi Elefant ekki staðið til boða
og hann hafi þurft að bíða nokkuð
lengi eftir því að næra sig á Íslandi
eins og hann hafði vanist í Dan-
mörku en biðin hafi ýtt undir áhug-
ann á Elefant og þar með fílum.
„Þegar ég fór í kynnisferð í Carls-
berg-verksmiðjuna í Kaupmanna-
höfn sá ég stórar styttur af fílum í
fyrsta sinn, heillaðist algerlega og
síðan hafa fílar haft þessi áhrif á mig,
ég sé þá í hverju horni og ræð ekki
við mig þegar þeir eru annars veg-
ar.“
Fullvaxinn fíll er ekki barna-
meðfæri. Þess vegna hefur Jóhann
verið lítillátur og safnað litlum fílum.
„Í hjörðinni eru yfir 100 dýr og safn-
ið því langt því frá að vera í útrým-
ingarhættu,“ segir hann og bendir á
að hann lumi líka á mörgum mismun-
andi Elefant-flöskum og -dósum.
„Þessi árátta hefur smitað út frá sér
og afastrákurinn Dagur Snær skar
til dæmis út Elefant-fótboltavöll
þegar hann var í Melaskólanum.“
Jóhann komst í feitt þegar hann
frétti af fílaverslun í Lyngby fyrir
tæpum 20 árum. „Ég svaf ekki af
spenningi og aldrei þessu vant fór ég
með frúna í verslun en ekki öfugt.
Það hefði ég ekki átt að gera, því
hugur minn stóð til að kaupa tveggja
tonna fílsstyttu, en þá sagði konan
hingað og ekki lengra. „Ertu galinn,“
sagði hún og dró mig að annarri
meðfærilegri styttu. „Keyptu
þessa,“ sagði hún og ég lét undan,
með semingi þó. En þar fór söfnunin
samt á hærra stig.“
Styttan er úr graníti, 500 kg að
þyngd. Samskip fluttu hana til Ís-
lands þar sem hún var sett á bíl með
krana og síðan komið fyrir framan
við sumarbústað hjónanna í Vaðnesi.
„Ég var þar með kominn með fíls-
unga með skögultennur og vissi að
hann gæti ekki verið lengi frá
mömmu sinni. Þau eru enn aðskilin
en koma tímar og koma ráð.“
Aðskilin í tæp 20 ár
- Draumur Jóhanns er að sameina ungann og mömmuna
Gaman Börnin tóku vel á móti
fílsunganum í Vaðnesi.
Aðdráttaraflið Fíllinn hjá Carlsberg heillaði Jóhann í fyrstu ferð.