Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 2

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Leikskólarnir yfirmannaðir - Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að starfsfólki fækki úr 1.775 í 1.700 árið 2023 Að mati skóla- og frístundasviðs borgarinnar hafa leikskólar Reykja- víkurborgar á árinu 2021 verið yfir- mannaðir um eitt til tvö stöðugildi á leikskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg þar sem segir jafnframt að yfirmönnunin hafi kom- ið til vegna hólfunar og aðgerða í leikskólum vegna kórónuveirufar- aldursins í upphafi árs og eru vís- bendingar um að enn sé eitthvað um yfirmönnun, sé tekið mið af rekstr- ar- og mönnunarlíkani leikskóla. Einar Þorsteinsson, forseti borg- arstjórnar, útilokaði ekki í viðtali við mbl.is í gær að farið yrði í uppsagnir en sagði þó að almenna reglan væri að nýta starfsmannaveltu og vega og meta hvert starf sem losnar. Fækka úr 1.775 í 1.700 Í greinargerð fagsviða og B-hluta fyrirtækja með fjárhagsáætlun borgarinnar 2023, sem birtist í gær, kom fram að gert væri ráð fyrir að starfsfólki leikskóla fækkaði úr 1.775 á þessu ári í 1.700. Í tilkynningu borgarinnar segir að vegna væntanlegrar fjölgunar barna á leikskólum og fjölgunar leikskóla- plássa muni áætlun ársins 2023 taka breytingum. „Sem stendur byggist áætlunin á fjölda barna í leikskólum borgarinnar í byrjun september 2022. Allar viðbætur, svo sem fjölg- un starfsmanna og breytingar á barnafjölda, bætast við grunnáætlun þegar þær raungerast, t.d. þegar nýr leikskóli opnar. Leikskólar Reykjavíkur eru mannaðir í sam- ræmi við þarfir sem taka mið af aldri barna og enginn afsláttur er gefinn af þjónustu sem snýr að umönnun þeirra. “ Alls eru 68 leikskólar reknir af Reykjavíkurborg. Vinna við út- færslu á nýju reiknilíkani fyrir leik- skóla er á lokametrunum og í yfir- ferð hjá skóla- og frístundasviði og fjármála- og áhættustýringu. Búist er við að líkanið verði tekið til um- fjöllunar í borgarráði strax í janúar 2023. Vill ráða fólk yfir sjötugu Í október lagði fulltrúi Flokks fólksins til í borgarráði að fólk yfir sjötugu yrði ráðið til starfa í leik- skólum til þess að leysa þann mönn- unarvanda sem væri til staðar. Í bókun Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar kom fram að 83 stöðugildi vantaði í október. Jólin eru komin á systurstöð K100, Retro, nú JólaRetro, þar sem bestu jólalögin fá að hljóma allan sólarhringinn fram að jól- um og koma þannig hverjum sem stillir á stöðina í jólaskap. Bjarni Ara verður á sínum stað með létt innslög og upplýs- ingar um það sem er að gerast í aðdraganda jóla en aðal- áherslan verður að sjálfsögðu á jólalögin sem allir þekkja og elska. Hægt er að hlusta á JólaRetro á FM 89,5 á höfuðborgarsvæð- inu, FM 101,9 á Akureyri, á net- inu á retro895.is og í útvarps- spilara sjónvarpsþjónustanna. Einnig má hlusta á Retro í gegnum öppin „Spilarinn“ eða „TuneIn“ í öllum Apple- og Android-símum. » 50 Jólin koma snemma á JólaRetro í ár - Öll bestu jólalögin hljóma á Retro Ljósmynd/Colourbox Jól Retro varð JólaRetro í dag þar sem heyra má öll bestu jólalögin. Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Hæstiréttur staðfesti í gær sýknu- dóm héraðsdóms í þremur málum þriggja félaga úr Gráa hernum, bar- áttuhópi eldra fólks um lífeyrismál, vegna skerðinga í almannatrygg- ingakerfinu. Grái herinn íhugar að fara með málið fyrir Mannréttinda- dómstól Evrópu. Snerist það um hvort skerð- ingar opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyris- þegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, væru andstæðar stjórnarskrá. „Auðvitað horfir þetta ekki vel við mér,“ segir Ingibjörg H. Sverris- dóttir, félagi í Gráa hernum og for- maður Félags eldri borgara í Reykja- vík, spurð hvernig niðurstaðan horfi við henni. „Við byrjuðum árið 2018. Þá var hugurinn sá að ef dómstólar hér myndu hafna því sem við erum að berjast fyrir, myndum við hugleiða að fara með málið til Mannréttindadóm- stóls Evrópu,“ segir Ingibjörg, sem fundar ásamt öðrum fulltrúum Gráa hersins og lögmönnum félagsins á morgun. Málshöfðunin var reist á því sjónarmiði að með skerðingu opin- berra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyrisþegar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, væri gengið gegn stjórnarskrárvörð- um eignarétti lífeyrisþega. Taldi Grái herinn að skerðingin næmi allt að 56,9% af greiðslum úr lífeyrissjóði. Taldi Hæstiréttur í máli eins þeirra að skerðingarnar hefðu hvílt á málefnalegum sjónarmiðum, væru al- mennar og gerðu ekki slíkan grein- armun á einstaklingum að þær fælu í sér ólögmæta mismunun, andstætt fyrirmælum 62. gr. stjórnarskrár- innar. Þá var ekki talið að sýnt hefði verið fram á að eignaréttur sama fé- laga hefði verið skertur með skerð- ingunum. Grái her- inn tapaði í Hæstarétti Ingibjörg H. Sverrisdóttir - Íhuga nú að fara með málið fyrir MDE 230 starfsmenn Reykjavíkurborgar fengu ekki greidd laun þessi mán- aðamótin. Í skriflegu svari frá Elfu Björk Ellertsdóttur, upplýsingafull- trúa hjá Reykjavíkurborg, segir að láðst hafi að láta launaskrifstofu hafa upplýsingar um ný reiknings- númer starfsfólks. „Bönkunum er ekki lengur heimilt að áframsenda þessar upplýsingar vegna laga um persónuvernd og það er þá á ábyrgð launþega að láta vita um breytingar á reikningsupplýsingum,“ segir hún og bætir við að hugsanlega séu ein- hverjar undantekningar þar á. Ver- ið sé að kanna hvert tilvik fyrir sig. Unnið er að því að leiðrétta mistökin sem fyrst að sögn Elfu. 230 starfsmenn fengu ekki laun Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reykjavíkurborg Unnið verður að því að leiðrétta launamistökin sem fyrst. Í dag er birt Dagmálaviðtal við þá Bjarna Bene- diktsson og Guðlaug Þór Þórðarson, sem etja munu kappi í formannskjöri á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins, sem fram fer um helgina. Áður en atið í myndveri Árvakurs hófst tóku ritstjórar Morgunblaðsins, Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen, á móti frambjóðendunum. Ekki er að efa að Davíð, fyrrverandi formaður flokksins, hefur lumað á góðum ráðum til þeirra. Formannsframbjóðendur koma í hús Morgunblaðið/Eggert Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu b á f i 60+ Á TENERIFE ur br e 5. JANÚAR Í20NÆTUR með Gunnari Svanlaugs 595 1000 www.heimsferdir.is 298.900 Flug & hótel frá 20nætur Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsson Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Gísli Freyr Valdórsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.