Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.2022, Blaðsíða 14
DAGLEGTLÍF14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 BÓKAMESSA SÆMUNDAR DAGSKRÁ Kl. 14.10 • Fræðabálkur að ferðalokum eftir Þórð Tómasson • Endurminningar Guðrúnar Borgfjörð • Örlagaskipið Artic eftir Gísla Jökul Gíslason • Lúkíansþýðingar Sveinbjarnar Kl. 15.10 • Rauði þráðurinn eftir Ögmund Jónasson • Ég er nú bara kona eftir Emblu Hakadóttur • Álfadalur eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur • Launstafir tímans eftir Heimi Steinsson Kl. 16.10 • Svartdjöfull eftir Gunnlaug Bjarnason • Millibilsmaður eftir Hermann Stefánsson • Skáld-Rósa, heildarsafn ljóða • Júnkerinn af Bræðratungu eftir Pál Skúlason Háaleitisbraut 66, 5. nóv. kl. 14–18 BÓKAÚTGÁFAN SÆMUNDUR heldur uppskeruhátíð og bókamessu í SAFNAÐARHEIMILI GRENSÁSKIRKJU, Háaleitisbraut 66 í Reykjavík, laugardaginn 5. nóvember kl. 14–18. HÖFUNDAR OG AÐSTANDENDUR nýrra bóka munu kynna og lesa upp. FÁSÉÐAR OG MERKAR FORNBÆKUR verða boðnar upp á örstuttum bókauppboðum sem fram fara á heila tímanum kl. 15, 16 og 17. KVÆÐAKONAN GÓÐA kemur fram og kynnir fyrirhugaða endur- útgáfu á ÍSLENSKRI MATARHEFÐ eftir Hallgerði Gísladóttur. SPLUNKUNÝJAR JÓLABÆKUR Á TILBOÐSVERÐI KAFFI OG KRUÐERÍ Í BOÐI H rafninn er merkilegasti fugl Íslands, það er ekkert flóknara en svo. Hann er sá fugl sem hefur vakið flestar spurningar hjá þjóðinni, enda eru hans mannlegu taktar svo sérstakir, aðrir fuglar hegða sér ekki með þeim hætti,“ segir Sigurður Ægisson þegar hann er spurður hvers vegna hann réðst í það verk að skrifa rúmlega fjögur hundruð blaðsíðna bók um þennan forna fiðr- aða íbúa landsins. Nýja bókin heitir einfaldlega Hrafninn, og undirtitill- inn er þjóðin, sagan, þjóðtrúin. „Hrafninn er enn mjög bundinn þjóðarsálinni og hann er nátengdur þjóðtrúnni okkar. Hann hefur mikla sérstöðu meðal fugla, því hér áður fyrr hafði fólk hann fyrir augum alla daga og sá hversu gáfaður fugl hann er. Ólíkt sumar- fuglunum var hann líka yfir veturinn við heimili fólks, eftir að hafa skipt sér niður á bæina. Þessi mikla ná- lægð leiddi af sér samskipti fólks við fuglinn og ól af sér alls kyns sagnir,“ segir Sigurður sem hefur safnað í bókina ótal sögum um hrafninn í gegnum aldirnar, allt frá landnámi. „Enginn fugl er meira áberandi í sagnaheimi þjóða á norðurhveli jarðar en hrafninn. Hrafnaflóki hafði með sér þrjá hrafna þegar hann nam hér land og hrafnar voru blótaðir, tignaðir og vegsamaðir. Þjóðtrúin segir hrafninn vera með tólf kónga vit, svo klár og slyngur þótti hann. Hann var stór hluti af hversdagslífi fólks hér áður fyrr og margir færa honum reyndar enn samviskusam- lega æti fyrir veturinn, enda er sagt að Guð launi fyrir hrafninn.“ Tamdir hrafnar bernskunnar Sigurður er mikill fuglaáhuga- maður og ljósmyndari og hefur því kynnst krumma vel. „Þetta er æðislegur fugl. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var strákur þegar bróðir minn var með tamda hrafna sem hann fékk í Héðinsfirði. Ég hef lengi vel gefið hröfnum að éta yfir veturinn, en það er vandi hér á Siglufirði, því máva- rnir koma strax í ætið. Ég fer því í Héðinsfjörð til að gefa hröfnum því þar eru engir mávar yfir veturinn og þar kemst ég líka nálægt þeim og get myndað þá og spjallað við þá. Þetta er stórmerkilegur og magnaður fugl og verulega skarpur, hann þekkir til dæmis andlit fólks, vísindin hafa sýnt fram á það. Hann getur líka talið upp að sjö og er feiknagóð eftirherma, alveg ótrúlegt hvernig hann speglar mannsröddina. Ég held að þessi hæfileiki hans til að herma eftir mannamáli hafi átt þátt í því að germanir tóku hann upp á sína arma forðum og að hann hafi orðið svona tengdur Óðni sem raun ber vitni, en hrafnar hans tveir, Huginn og Muninn, sögðu honum tíðindi hvor í sitt eyra hans.“ Mörg örnefni tengd honum Sigurður hefur viðað að sér efni um hrafninn í rúman aldarfjórðung. „Ég hef alltaf verið að sanka að mér einhverju um hann og þetta var spurning um að draga það saman í eina bók. Ég hef skrifað tvær aðrar bækur um fugla en komst að því við efnisöflun í þær að svo miklu meira er hægt að segja um hrafninn en ég hafði pláss fyrir í þeim bókum. Hann varð að fá sérbók. Þegar ég var í þjóðfræði við Háskóla Íslands fyrir tuttugu árum ætlaði ég að taka hrafninn og þjóðtrú sem tengist honum sem doktorsverkefni en svo datt það upp fyrir, einhverra hluta vegna sem ég man ekki lengur hverj- ir voru. Í grúski mínu um hrafninn kom mér einna mest á óvart að langflest örnefni í landinu sem tengjast fuglum tengjast honum, en ekki haferninum eins og margir hafa talið. Skráð örnefni sem tengjast hrafni og krumma eru á sjöunda hundrað og ég birti þau öll í viðauka aftast í bókinni,“ segir Sigurður og bætir við að þar sé einnig að finna sjö íslenskar þýðingar á ljóðinu The Raven, eftir Edgar Alan Poe. Þó nokkuð er af bundnu máli í bókinni, allt kveðið um krumma, m.a. tvö söguljóð í skemmtistíl um átök milli tófu og krumma, annað eftir Skáld-Guðnýju, sem uppi var á nítjándu öld. Leggja staka fugla í einelti Sigurður segir að sér finnist sögur um hegðun hrafna á hrafnaþingi merkilegar. „Þá er ég ekki að tala um þegar hrafnar safnast margir saman á náttstaði, heldur þegar hrafnar koma saman á þingi á haustin og vorin. Til eru margar lýsingar á því að ef stakur hrafn er á slíku þingi þá er hann lagður í einelti og oft drepinn af hinum hröfn- unum. Ég hitti nýlega mann sem sagðist hafa orðið vitni að þessu þar sem tugir hrafna voru samankomnir og margir þeirra á eftir einum, að reyna að stúta honum. Þessi hegðun er gegn- umgangandi í þeim sögum sem ég fann og þær eru eins frá einum landshluta til annars. Ég tel verðugt verkefni fyrir fuglafræðinga að reyna að finna skýringu á þessari hegðun fuglsins.“ Hrafninn ermikil persóna Þjóðtrú tengda hrafninum segir Sigurður enn lifa góðu lífi. „Hann er stundum talinn boðberi válegra tíðinda, jafnvel dauða. Mörgum er illa við að sjá hrafn setjast á kirkju, því þá er hann talinn boða dauða einhvers þar um slóðir. Einnig hefur fólk lesið í ákveðna tegund valhopps hjá honum, flug, fjaðurýfingar og krunk. Til dæmis ef hrafn flýgur á móti þér eða hátt yfir þér þegar þú ferð að heiman, þá mun þér illa ganga og heillavænlegast að snúa aftur heim. Þegar ég var að keyra frá Reykjavík til Siglufjarðar um liðna helgi, þá flugu margir hrafnar með bílnum, sem betur fer ekki á móti mér. Ég hef aldrei séð eins mikið af hröfnum, þeir voru víða á leiðinni í flokkum og það hvarflaði að mér að þeir hafi vitað að þarna færi karl sá sem skrifaði um þá heila bók,“ segir Sigurður og hlær. „Hrafninn er mikil persóna og býr yfir mannlegri hegðun, til dæmis þegar ég hef komist að laup hans til að mynda ungana, þá verður hann öskureiður, ýfir sig allan og reytir upp jarðveginn og ýtir grjóti yfir mig. Þetta er reiði sem ég sé ekki hjá öðrum fuglum. Hrafninn getur líka verið afskaplega glaður og margir þekkja glysgirni hans, svo ekki sé talað um stríðnina og hversu þjófóttur hann er. Ótal sögur eru til af hegðun hans sem sýnir þessa eig- inleika. Þetta er óskaplega duglegur fugl sem mörgum þykir vænt um og tengjast, en hann er líka hataður og illa séður af sumum, mikil ósköp. Hann á sér tvær ólíkar hliðar, hina björtu og þá dökku. Í gamalli þjóðtrú segir að Guð launi fyrir hrafninn, geri þeim gott sem gauki einhverju að honum, til dæmis lét hann vita ef búsmali eða börn voru í hættu, leiddi fólk jafnvel þangað sem þurfti að bjarga einhverjum. Við getum velt fyrir okkur hvaða guð þetta er, hvort orðatiltækið komi kannski úr heiðni, frá því fyrir landnám og merki þá Óðin. Sumir skilja þetta þannig að okkar seinni tíma Guð sé með hrafninn í ábyrgð.“ Krummi býr yfirmannlegri hegðun Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ljósmynd/Sveinn Þorsteinsson Gantast Bókarhöfundur, SigurðurÆgisson, hampar hér útskornum krumma í tilefni erindis sem hann hélt um alþýðuheiti íslenskra fugla. Ljósmynd/Sigurður Ægisson KrummiHér flýgur einn svartfiðraður ímuggumeð bita úr kindarhjarta semSigurður færði honum íHéðinsfirði í vor. „Hrafninn er óskaplega duglegur fugl sem mörgum þykir vænt um og tengjast, en hann er líka hataður og illa séður af sumum, mikil ósköp,“ segir Sigurð- ur Ægisson sem hefur safnað fróðleik og sögum um fuglinn sem hefur tólf kónga vit í eina bók. Ljósmynd/Ólafur Oddsson/Þjóðminjasafn Íslands HrafnDavíð Stefánsson frá Fagraskógi með lífvana hrafn í fanginu árið 1919.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.