Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 22
22 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 S Lite Hybrid 14.396 kr. / 17.995 kr. St. 39-46 KAUPHLAUP Í SMÁRALIND 0% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM SKÓM NOUVELLE 15.996 kr./ 19.995 kr. St. 36-41 *GILDIR 3.-7. NÓVEMBER S Lite Hybrid 11.996 kr. / 14.995 kr. St. 39-46 NOUVELLE 19.996 kr. / 24.995 kr. St. 36-43 SMÁRALIND - SKÓR.IS Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is „Raunveruleikinn er engu að síður sá að þúsundir fermetra af at- vinnuhúsnæði standa enn auðar á jarðhæðum hverfisins og virðist lítið bóla á breytingum í þeim efn- um.“ Þetta segir orðrétt í bókun íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. október, þegar fram fór um- ræða í ráðinu um nærþjónustu í Valshverfinu á Hlíðarenda. Í þessu hverfi hefur verið gífur- leg uppbygging á undanförnum árum. Í öllum húsunum eru íbúðir á efri hæðum og á jarðhæð margra þeirra er atvinnuhúsnæði. Þegar gengið er um hverfið má sjá mörg hundruð lengdarmetra af óinnrétt- uðu atvinnuhúsnæði. Búið er að opna hársnyrtistofu, vefnaðarvöru- búð og fæðingarheimili. Bílastæðaskortur ástæða? Á meðal þeirra skýringa sem borist hafa íbúaráðinu eru þær að áhugasamir aðilar séu efins um að hefja starfsemi í hverfinu sökum bílastæðaskorts fyrir viðskiptavini, segir í bókun íbúaráðsins. „Hverfið er þó hannað til þess að auðvelt verði fyrir bæði íbúa hverfisins og nærliggjandi hverfa að sækja þar verslun og þjónustu. Eftirspurnin er svo sannarlega til staðar nú þegar íbúafjöldi hverf- isins er orðinn meiri en í mörgum bæjarfélögum um land allt. Jafn- framt hefur verið bent á að að- gengi til að koma vörum fyrir í versluninni sé ekki nægilegt – en engu að síður virðist það vel ger- legt fyrir verslanir í Þingholtum og víða annars staðar í miðbæ Reykjavíkur,“ segir orðétt. Íbúaráðið bendir á að á næstu dögum standi til að opna mat- vöruverslun á horni Hlíðarfótar og Haukahlíðar sem sýni fram á að aðgengi sé þrátt fyrir allt prýði- legt. Á fundi byggingarfulltrúa Reykjavíkur hinn 1. nóvember síð- astliðinn var einmitt tekin til af- greiðslu umsókn Fasteignastýr- ingar ehf., Ingólfsstræti 3, um leyfi til að breyta innra skipulagi, þ.e. innrétta matvöruverslun í húsi nr. 11 við Hlíðarfót á lóð nr. 5 við Haukahlíð. Var umsóknin sam- þykkt en áskilin var lokaúttekt byggingarfulltrúa og samþykki heilbrigðiseftirlitsins. Skorað á verslunareigendur Á spjaldi í glugga húsnæðisins má lesa að verslunin K-market verði opnuð þar fljótlega en sjá má að vinna við innréttingar virðist ekki hafin í húsnæðinu. „Íbúaráðið skorar því á áhuga- sama verslunareigendur og aðra þjónustuaðila að taka af skarið og anna eftirspurn íbúa hverfisins,“ segir í lok bókunarinnar. Þúsundir fermetra ónotaðar - Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur áhyggjur af nærþjónustu í nýja Valshverfinu - Fá fyrirtæki hafi haslað sér þar völl þótt íbúafjöldinn sé orðinn meiri en í mörgum bæjarfélögum á landinu Morgunblaðið/sisi Matvöruverslun Á næstunni mun verslunin K-Market væntanlega opna dyr sínar fyrir íbúunum í Valshverfinu. Leyfi liggur fyrir hjá borgaryfirvöldum. Hlíðarendi Víða eru eignir til sölu. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt að selja nýstofnuðu félagi, D2001 ehf., lóðina Haukahlíð 4 og byggingarrétt á henni. Kaupverðið er 1.855 milljónir króna. Lóðin er Valssvæðinu við Hlíðarenda, nálægt flugvellinum og skammt frá Hringbraut. Upphaflega átti að rísa þarna at- vinnuhúsnæði, m.a. stærsta hótel landsins í herbergjum talið (450 her- bergi), en síðar var landnotkuninni breytt í íbúðasvæði. Á þeim tíma var ekki talin þörf á enn einu risahót- elinu í höfuðborginni. Í sumar auglýsti Reykjavíkurborg til sölu byggingarrétt á lóðinni Haukahlíð 4. Tilboð voru opnuð 8. ágúst. Þrjú tilboð bárust. Skientia ehf. bauð krónur 2.675.000.000, D2001 ehf. krónur 1.855.000.000 og Framkvæmdarfélagið Arnarhvoll ehf. krónur 1.789.480.000. Borgarráð samþykkti í framhald- inu að selja Skientia, Traðarlandi 14 Reykjavík, byggingarréttinn á til- boðsverðinu. Á fundi borgarráðs 27. október sl. var samþykkt að fella niður lóðarúthlutun til Skientia ásamt byggingarrétti fyrir íbúðar- húsnæði í Haukahlíð 4 þar sem ekki hefði verið greitt fyrir lóðina innan tiltekins frests, sem var 45 dagar. Á sama fundi borgarráðs var sam- þykkt að selja næstbjóðanda, D2001, Ögurhvarfi 6 Kópavogi, lóðina Haukahlíð 4 og byggingarrétt fyrir tilboðsupphæðina. Auk greiðslu fyr- ir byggingarrétt greiðast krónur 280.712.700 í gatnagerðargjöld. Um- rædd fjölbýlishúsalóð er 6.454 fer- metrar að stærð og þar verður heim- ilt að reisa 19.100 fermetra byggingu. Á lóðinni Haukahlíð 4 gætu risið hátt í tvö hundruð íbúðir. Fram kemur í tilkynningu í Lög- birtingablaðinu að félagið D2001 ehf. var stofnað í júlí í sumar. Stofnandi er byggingarfyrirtækið Dalhús ehf., sem hefur byggt fjölmargar íbúðir á Valssvæðinu á Hlíðarenda. Formað- ur stjórnar D 2001 ehf. er Sigurður Sigurgeirsson og framkvæmdastjóri Bjarni Már Bjarnason. Á sama svæði við Hlíðarenda er önnur lóð, Haukahlíð 2. Í október 2021 samþykkti borgarráð sam- komulag við lóðarhafann, S 8 ehf., um uppbyggingu á lóðinni. Íbúðir verði 175-195 Samkvæmt því var áætlað að um 19.100 fermetrum af heimiluðu byggingarmagni á lóðinni yrði breytt úr atvinnuhúsnæði í íbúðar- húsnæði. Hámarksíbúðafjöldi var ekki skilgreindur en miðað við að meðalstærð íbúða verði 90-100 fer- metrar er íbúðafjöldi 175-195. Samkvæmt samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar hafa Félags- bústaðir kauprétt á 5% íbúða á hvorri lóð við Haukahlíð. Loks er að nefna syðstu lóðina við Haukahlíð, númer 6. Á henni hyggst Bjarg leigufélag byggja 70 íbúðir. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist vorið 2023. Hæstbjóðandi stóð ekki í skilum - Reykjavíkurborg seldi nýstofnuðu félagi D 2001 ehf. lóð við Haukahlíð fyrir 1.855 milljónir króna Morgunblaðið/Árni Sæberg Haukahlíð Til stóð að þar risi stærsta hótel á Íslandi. Í staðinn verða byggð fjölbýlishús með hundruðum íbúða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.