Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 40
AFP/Nikolai Linares
Mette Frederiksen, forsætisráð-
herra Danmerkur, hóf í gær þreif-
ingar um myndun nýrrar ríkis-
stjórnar eftir að vinstri blokkin náði
óvænt meirihluta þingsæta. Úrslitin
lágu ekki fyrir fyrr en búið var að
telja í öllum kjördæmum.
Sósíaldemókrataflokkur hennar
fékk 50 þingsæti og sína bestu kosn-
ingu frá árinu 2001, en útgönguspár
höfðu bent til þess að flokkurinn
gæti jafnvel beðið afhroð.
Fredriksen gekk á fund Mar-
grétar Danadrottningar í gær og
baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína,
en hún hefur sett stefnuna á að
mynda breiðfylkingu með flokkum
þvert yfir miðjuna.
Er búist við að hún muni fyrst
reyna að mynda samsteypustjórn
með Moderaterne, flokki Lars
Løkke Rasmussens, en formenn
Íhaldsflokksins og Venstre útilok-
uðu þátttöku í breiðfylkingunni.
Mette hefur
viðræður við
flokkana
40 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
Bláu húsin v/Faxafen • Sími 553 7355
Vefverslun
selena.is
Jólavörurnar
komnar í hús
Sloppar
Náttföt
Náttkjólar
Allt benti til þess í gær að Benjamín
Netanyahu, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ísraels, næði völdum á ný
eftir þingkosningarnar þar, sem fóru
fram á mánudaginn, en þetta eru
fimmtu kosningarnar á fjórum árum
sem haldnar eru í Ísrael.
Þegar búið var að telja um 87% at-
kvæða leiddi Likud-flokkur Netan-
yahus með 31 sæti á þingi, en stjórn-
arflokkurinn Yesh Atid var með 24
þingmenn inni. Þegar þingsæti
hinna hægri flokkanna eru talin með
stefnir hægri blokkin í að ná 65 þing-
sætum af 120.
Yair Lapid, forsætisráðherra og
leiðtogi Yesh Atid, sagði við stuðn-
ingsmenn sína að þeir myndu bíða
þolinmóðir eftir lokaniðurstöðum, en
Lapid stofnaði kosningabandalag
sem kom Netanyahu frá völdum í
fyrra. Tilkynning Lapids í gær, um
að hann hætti við þátttöku sína í
Umhverfisráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Egyptalandi í næstu viku,
sýnir að hann býst ekki við að
stjórnin haldi.
Hægriflokkurinn Ben-Gvir hefur
stóraukið fylgi sitt og búist er við að
flokkurinn verði þriðji stærsti flokk-
ur landsins eftir kosningarnar, á eft-
ir Yesh Atid. Þessi fylgisaukning er
lykilatriði fyrir Netanyahu til þess
að geta leitt nýjan meirihluta hægri-
manna í landinu.
Þó er mjög mjótt á mununum og
það gæti endað með að aðeins nokk-
ur þúsund atkvæði gætu skipt sköp-
um um næstu stjórn landsins. Þrátt
fyrir kosningaþreytu í landinu
mættu 71% kjósenda á kjörstað sem
er besta þátttaka frá árinu 2015.
AFP/Menahem Kahana
Kosningar Benjamin Netanyahu er
líklegur sigurvegari kosninganna.
Netanyahu með
sigur í sjónmáli
- Góð þátttaka en mjótt á munum
Þýsk stjórnvöld
sögðu í gær að
ákveðið hefði ver-
ið að setja þak á
orkuverð frá
næstu áramótum.
Aðgerðin er þátt-
ur í 200 milljarða
evra aðgerða-
pakka til að létta
á þýskum heim-
ilum og fyrir-
tækjum í verðbólgutíð. Verðþakið er
miðað við dæmigerða notkun og
munu aðgerðir hefjast fyrir iðnað og
fyrirtæki frá 1. janúar en í síðasta
lagi 1. mars fyrir heimili. Ríkið mun
einnig inna af hendi einskiptis-
greiðslu til að standa straum af hús-
hitunarkostnaði heimila og lítilla og
meðalstórra fyrirtækja í desember á
þessu ári.
Olaf Scholz kanslari fundaði með
forsætisráðherrum þýsku sambands-
landanna í gær til að ganga frá smá-
atriðum samkomulagsins. Miðað er
við að verðþakið gildi út apríl 2024.
ÞÝSKALAND
Verðþak sett á orku
vegna verðbólgu
Verðbólga Olaf
Scholz bregst við.
Risastórt lík-
neski af Liz
Truss, fyrrver-
andi forsætisráð-
herra Bretlands,
verður brennt á
Bonfire-hátíðinni
í Edenbridge á
Suður-Englandi
á laugardaginn
5. nóvember.
Listakonan
Andrea Deans sýnir Truss, ásamt
kettinum Larry frá Downingstræti,
sem nú hefur séð á eftir fjórum for-
sætisráðherrum á sinni stuttu katt-
arævi. Til að toppa grínið er Truss
höfð með salathaus á öxlinni sem
gárungarnir segja að hefði enst
betur en sem næmi fordæmalausri
49 daga valdatíð hennar.
Bonfire-hátíðin er haldin til að
minnast þess þegar kaþólskir sam-
særismenn hugðust sprengja Jakob
fyrsta og þinghúsið í loft upp 5.
nóvember 1605.
BRETLAND
Skúlptúr af Truss
brenndur í gríni
Hefð Stór brúða í
mynd Liz Truss.
Rússar féllust í gær á áframhald-
andi kornflutninga frá Úkraínu, eft-
ir að Vladimír Pútín, Rússlandsfor-
seti, sagðist hafa fengið skriflega
yfirlýsingu frá stjórnvöldum í Úkra-
ínu um að skipaleiðin, sem nú er
ætluð til flutninganna, yrði ekki not-
uð í hernaðarlegum tilgangi.
Pútín hafði áður rætt málið sím-
leiðis við Recep Tayyip Erdogan,
Tyrklandsforseta, á þriðjudaginn,
og þakkaði Volodimír Selenskí, for-
seti Úkraínu, Erdogan í gær fyrir
að hafa bjargað kornsamkomulag-
inu, sem ríkin þrjú stóðu að fyrr í
sumar.
Pútín lýsti því yfir í gær að Rúss-
ar myndu rifta samningnum ef
Úkraínumenn gengju á bak orða
sinna, en að þeir myndu þó ekki
skipta sér af kornútflutningi til
Tyrklands. Kornsamningurinn er
talinn skipta gífurlegu máli fyrir
fæðuöryggi heimsins og Sameinuðu
þjóðirnar hafa hvatt til þess að hann
verði framlengdur um ár.
Norður-Kórea sendi skotfæri
Bandaríkjastjórn sakaði Norður-
Kóreumenn í gær um að styðja
Rússa leynilega með því að senda til
þeirra skotfæri fyrir stórskotalið.
John Kirby, talsmaður Hvíta húss-
ins í þjóðaröryggismálum, sagði að
fylgst væri með vopnasendingum
frá Norður-Kóreu, sem sagðar væru
á leið til Mið-Austurlanda eða Afr-
íkuríkja, en væru í raun ætlaðar
Rússum.
Kirby sagði í gær að hann teldi að
skotfæramagnið, sem Norður-Kór-
eumenn væru að senda, nægði til að
hjálpa Rússum að draga stríðið á
langinn, en ekki nægilega mikið til
að færa þeim yfirhöndina gegn
Úkraínuher, sem nyti ötuls stuðn-
ings vesturveldanna.
„Þetta er talsvert magn og sýnir
bæði hversu langt Norður-Kórea er
tilbúin að ganga til að styðja Rússa,
en sýnir um leið erfiða stöðu og
skotfæraskort Rússa,“ sagði Kirby
og bætti við að Rússar væru nú
háðir aðstoð frá Íran og Norður-
Kóreu vegna alþjóðlegra refsiað-
gerða gegn landinu, sem þýddi að
Rússar horfðu til skortstöðu í
vopnabúrinu.
Ásakanirnar voru settar fram
sama dag og Norður-Kóreumenn
skutu rúmlega tuttugu eldflaugum á
loft. Ein þeirra lenti nærri landhelgi
Suður-Kóreu. Bandaríkin og Evr-
ópusambandið fordæmdu eldflauga-
skotin. Dmitrí Peskov, talsmaður
Kremlar, hvatti hins vegar til still-
ingar. „Allir sem eiga aðild að þess-
um deilum ættu að forðast að stíga
skref sem geta aukið á spennuna.“
Kornsamningurinn stendur
- Skriflegt loforð frá Úkraínu til Kreml - Vopnasendingar frá Norður-Kóreu
- Rússar sagðir glíma við skort á skotfærum - Vara við spennu í kjölfar ásakana
AFP
Korn Rússar samþykktu að fara eft-
ir kornútflutningnum í gær.