Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 43

Morgunblaðið - 03.11.2022, Page 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 „Við höfum nú séð það svartara,“ sagði borgarstjóri í niðurlagi ræðu sinnar í borgar- stjórn á þriðjudag. Til umræðu var fjárhags- áætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2023. Borgarstjóri reyndi að venju að fegra ískyggilega rekstrarniðurstöðu borgarsjóðs. Svo skal böl bæta að benda á annað verra. Sexfaldur halla- rekstur og óhófleg skuldaaukning Fjárhagsáætlun borgarinnar er enginn yndislestur. Útkomu- spá fyrir árið 2022 gerir ráð fyrir 15,3 milljarða halla af rekstri borgarsjóðs. Það er nær sexfalt meiri rekstrarhalli en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ef ekki væri fyrir arðgreiðslur frá Orkuveitunni hefði hallinn verið 19 milljarðar. Skuldir samstæðunnar jukust um 35 milljarða árið 2022. Það samsvarar 664 milljónum á viku, 95 milljónum á sólarhring og fjórum milljónum á klukkustund. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldir haldi áfram að aukast um 83 milljarða til ársins 2027. Engin áform um skipulega niðurgreiðslu skulda. Starfsmönnum fjölgað um fjórðung Starfsmenn A-hluta borgarinnar eru nú 11.703 og hefur fjölgað um 25% síðastliðin fimm ár. Yfir sama tímabil hefur íbúum borgarinnar að- eins fjölgað um 10%. Starfsmönnum fjölgar því langt umfram lýðfræðilega þróun. Launakostnaður vegur þungt í rekstrarreikningi borgarinnar. Árið 2022 var launakostnaður heil 89% af samanlögðum útsvars- og jöfnunar- sjóðstekjum. Fyrir hverjar 1.000 kr. sem útsvarsgreiðendum er gert að greiða borgarsjóði fara því 890 kr. í laun opinberra starfsmanna. Aðeins 110 kr. standa eftir til annarra verk- efna. Árið 2023 fjölgar starfsmönnum hlutfallslega mest, eða um 13%, á sviði miðlægrar stjórnsýslu, sem hýs- ir skrifstofu borgarstjóra. Samhliða er leikskólum gert að halda að sér höndum í mannaráðningum og fækk- ar starfsfólki leikskóla um 75 árið 2023. Samhliða er gert ráð fyrir að leikskólaplássum fjölgi um aðeins 109. Það eru ekki aðeins öfugmæli, heldur jafnframt aðeins dropi í haf leikskólavandans - sá dropi mun aldr- ei leysa hinn aðkallandi biðlistavanda. Lækkum fast- eignaskatta! Meirihlutaflokkarnir gera ráð fyrir óbreytt- um álagningarhlut- föllum fasteignaskatta þrátt fyrir gríðarlegar hækkanir á fasteigna- mati. Segja má að óbreytt skatthlutfall muni í raun leiða af sér 20% skattahækkun fyr- ir fólk og fyrirtæki í borginni. Sjálfstæðismenn hafa því lagt fram tillögu um lækkun fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði árið 2023. Álagningarhlut- fall af íbúðarhúsnæði verði 0,17% en álagn- ingarhlutfall af atvinnu- húsnæði 1,45%. Með skattalækkun- inni myndi atvinnulíf halda eftir einum og hálfum milljarði af eigin verðmætasköpun, í samanburði við áætlanir meirihlutans. Í umræðum um tillöguna birtist skýr hugmyndafræðilegur ágrein- ingur milli sjálfstæðismanna og meirihlutaflokkanna – en við teljum ekki rétt að leysa úr hallarekstri með því að seilast sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda. Við treystum fólki og fyrirtækjum betur en hinu opinbera til að ráðstafa eigin sjálfsaflafé og skapa úr því verðmæti, samfélaginu öllu til heilla. Við vitum nefnilega sem er – það er hægt að lækka skatta en stækka kökuna um leið. Ekki séð það svartara Við sjálfstæðismenn höfum lýst yf- ir miklum áhyggjum af fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Árið 2022 verð- ur rekstrarhalli borgarsjóðs 15,3 milljarðar króna og skuldir sam- stæðu aukast um 35 milljarða. Þá hefur starfsmönnum borgarinnar fjölgað um 25% síðastliðin fimm ár. Vandi borgarinnar er ekki tekju- vandi heldur útgjaldavandi, enda vaxa rekstrargjöld langt umfram tekjur. Eitt prósent hagræðing- arkrafa þvert á svið mun ekki nægja til að rétta við rekstur borgarinnar. Huga þarf að áþreifanlegri hagræð- ingu í rekstrinum, minni yfirbygg- ingu, skipulegri niðurgreiðslu skulda og hóflegri skattheimtu. Það þarf breyttar áherslur og raunhæfar aðgerðir til að ná böndum á rekstur borgarinnar – því ég segi það satt – ég hef ekki séð það svart- ara. Hildur Björnsdóttir » Við teljum ekki rétt að leysa úr halla- rekstri með því að seilast sífellt dýpra í vasa skattgreiðenda. Hildur Björnsdóttir Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hef ekki séð það svartara Sundabraut er þjóð- hagslega hagkvæm framkvæmd sem mik- ilvægt er að ráðist verði í sem fyrst. Hún er mikilvæg bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og ekki síður fyrir lands- byggðina. Hún myndi spara akstur og þunga- flutninga og þannig spara kolefnisútblást- ur. Sundabrautin verð- ur mikilvæg tenging við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Með henni yrði bætt tenging Grafarvogshverfis við gatnakerfi borgarinnar og tölu- vert myndi draga úr álagi um Ártúns- brekku. Þá er mikilvægt út frá al- mannavarnasjónarmiðum að fjölga tengingum út úr borginni. Sundabraut styttir vegalengd á milli Kjalarness og miðborgar og bætir umferðaraðgengi frá Vestur- og Norðurlandi að borginni. Þá léttir hún á umferð um Vesturlandsveg í gegnum Mosfellsbæ. Þannig bætir Sundabraut tengingu á milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar og stuðlar að greiðari og öruggari umferð. Ég, ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins, hef aftur lagt fram þingsályktunartil- lögu þar sem lagt er til að Sundabraut verði boðin út í einkafram- kvæmd strax. Áhugasamir hópar geta þá komið með sína útfærslu af legu, að- ferðafræði, hönnun, fjármögnun og rekstri. Viðkomandi hefðu heimild til að rukka veggjöld í ákveðinn tíma en að þeim tíma liðnum yrði mannvirkið eign ríkisins. Sundabraut er framkvæmd sem rifist hefur verið um í áratugi en hún rataði fyrst inn í aðalskipulag Reykjavíkur árið 1975. Síðan þá hafa óteljandi nefndir ver- ið skipaðar og skýrslur skrifaðar. Nú er komið að aðgerðum og ljóst að það þarf einkaaðila að verkefninu, því ekki hefur árangurinn verið mikill hjá hinu opinbera. Þrengt hefur verulega að mögulegri legu Sundabrautar í skipulagsmálum í Reykjavík og því brýnt að ráðast í framkvæmdir hið fyrsta áður en gengið er enn lengra á þeirri leið. Maður skyldi ætla að Sundabraut væri arðbær og álitlegur fjárfesting- arkostur fyrir lífeyrissjóði og at- vinnulífið hefur án efa áhuga á að koma að þessu verkefni. Látum á það reyna og könnum hvort einkafram- takið hafi burði í að reisa Sundabraut. Framkvæmdina sem rifist hefur ver- ið um í hátt í 50 ár. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Bryndís Haraldsdóttir Bryndís Haraldsdóttir »Könnum hvort einkaframtakið hafi burði í að reisa Sunda- braut sem rifist hefur verið um í hátt í 50 ár. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. bryndish@althingi.is Sundabraut – koma svo Afgreiðsla þriðja áfanga áætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða á Alþingi í sumar markar tímamót að því leyti að þar var samþykkt að setja tvo vindorkukosti í nýting- arflokk: Búrfellslund, 120 MW, og Blöndul- und, 100 MW. Þar var mikilvægt skref stigið í átt til þess að nýta fleiri náttúruauðlindir til raforku- vinnslu hér á landi en vatnsafl og jarðvarma. Við Íslendingar notum um milljón tonn af bensíni og olíu á ári og borg- um 100 milljarða króna fyrir. Þótt verkefnið sé ærið er það skýrt: við verðum að hætta að nota þessa orku- gjafa og nota í staðinn græna, endur- nýjanlega orku. Við verðum að fram- kvæma orkuskipti. Það krefst aukinnar orkuvinnslu á Íslandi. Orkuskipti eru nauð- synleg til að ná mark- miðum og skuldbind- ingum okkar í lofts- lagsmálum. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér það markmið að Ísland nái fullum orkuskiptum fyrir árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaelds- neyti, fyrst ríkja. Þá höfum við skuldbundið okkur, samkvæmt Par- ísarsamkomulaginu, til að minnka samfélagslosun um 1,3 milljónir tonna fyrir árið 2030. Þessi markmið nást ekki nema með aukinni vinnslu grænnar og endurnýjanlegrar orku. Skortur á raforku er orðinn haml- andi þáttur fyrir eðlilega atvinnu- starfsemi í landinu, jafnvel þótt þörfin vegna orkuskipta sé ekki tekin með í reikninginn. Skerða þurfti orkusölu til fjölmargra notenda síðasta vetur, þar sem ekki var til nægileg orka í samfélaginu til að uppfylla þarfir þeirra. Sótt um virkjunarleyfi fyrir Búrfellslund Við hjá Landsvirkjun ætlum að svara kalli stjórnvalda og samfélags, enda er fyrirtækið í eigu þjóðarinnar og vinnur yfir 70% af þeirri raforku sem unnin er hér á landi. Við höfum unnið að mörgum og fjölbreyttum virkjunarkostum í fjölda ára. Einn þeirra kosta sem komnir eru hvað lengst er Búrfellslundur. Þau tíðindi urðu á dögunum að við sóttum um virkjunarleyfi til Orkustofnunar vegna lundarins og er það í fyrsta skipti sem sótt er um slíkt leyfi fyrir fullbúnum vindlundi hér á landi. Landsvirkjun hefur haft til skoð- unar og rannsóknar frá árinu 2012 hagkvæmni þess að reisa vindlund norðan Búrfells. Uppsett afl Búr- fellslundar er 120 MW og er fyrir- hugað virkjunarsvæði innan stærsta orkuvinnslusvæðis fyrirtækisins, Þjórsár- og Tungnaársvæðis. Reynsla af rekstri tveggja rannsókn- arvindmylla á Hafinu norðan við Búrfell síðasta áratug hefur leitt í ljós að staðsetningin er óvenjuhag- stæð fyrir raforkuvinnslu úr vindafli. Áhersla á að lágmarka sjónræn áhrif Búrfellslundur var færður í nýt- ingarflokk rammaáætlunar í júní 2022, þegar Alþingi samþykkti með þingsályktun uppfærða flokkun virkjunarkosta. Við afgreiðsluna var vísað í nýja útfærslu lundarins, þar sem umfangið var minnkað úr 200 MW í 120 MW frá fyrri áformum sem sett höfðu verið fram árið 2016. Ný útfærsla Búrfellslundar er í samræmi við athugasemdir og ábend- ingar sem bárust við þróun verkefn- isins við eldri útfærslu. Lögð er áhersla á að lágmarka sjónræn áhrif lundarins og hefur ný útfærsla að mati Landsvirkjunar í för með sér minni sýnileika frá ferðamannaleiðum og nærliggjandi ferðamannastöðum. Ekki til setunnar boðið Ef við ætlum að ná markmiðum stjórnvalda um orkuskipti fyrir árið 2030 er okkur ekki til setunnar boð- ið. Í orkugeiranum verður að hugsa til langs tíma, enda er undirbúningur og bygging virkjana tímafrekt verk- efni sem talið er í árum. Ef allt geng- ur að óskum verður í fyrsta lagi mögulegt að tengja Búrfellslund við raforkukerfið í árslok 2025. Einar Mathiesen Einar Mathiesen »Ef við ætlum að ná markmiðum stjórn- valda um orkuskipti fyr- ir árið 2030 er okkur ekki til setunnar boðið. Höfundur er framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun. Við þurfum vind fyrir orkuskiptin Fjármálastjórn sveit- arfélaga er stanslaust viðbragð við aðstæðum. Undanfarin ár hafa ver- ið áhugaverð fyrir alla. Við höfum þurft að bregðast við ýmsum áskorunum, allt frá falli WOW á vormánuðum 2019 með vaxandi at- vinnuleysi og sam- drætti í ferðaþjónustu, heimsfaraldri sem stóð í tvö ár og nú við stríði í Evrópu, verð- bólgu í hærri hæðum en við höfum mjög lengi séð í öllum hinum vest- ræna heimi og þar af leiðandi hækk- andi verði á öllum okkar aðföngum. Fram undan er óvissa og það má fastlega gera ráð fyrir því að komandi ár verði róstusöm. Það virðist alla- vega ekki ætla að vera nein lognmolla fram undan, engin góðærisár sjáan- leg. Í þeirri fjárhagsáætlun sem við leggjum fram í Reykjavík gerum við ráð fyrir vexti en við stígum einnig ákveðið á bremsuna hvað varðar reksturinn. Þess vegna erum við núna að leggja ríka áherslu á hag- ræðingu. Skýr stefna lýsir leið Grundvöllur að þeirri hagræðingu og viðbragði sem nú verður farið í er lagður með fjármálastefnu Reykja- víkurborgar 2023-2027. Við viljum sjá festu og fyrirsjáanleika í fjármálastjórn með langtímastefnumótun fyrir hvern málaflokk, þar sem lýst er áherslum og mark- miðum sem rúmast inn- an þess fjárhags- ramma, til að forðast fyrirvaralitlar breyt- ingar. Mælanleg mark- mið eru lögð til grund- vallar sem snúa að rekstrarniðurstöðu, hlutfalli launakostn- aðar, veltufé frá rekstri, lántökuhlutfalli, skuldaviðmiði og lág- marksstöðu handbærs fjár. Skýr krafa um hagræðingu Gerð er krafa um hagræðingu sem nemur um þremur milljörðum króna í rekstri árið 2023 eða 1,9% sem hlut- fall af veltu. Megináhersla er á að ná jafnvægi í rekstri borgarinnar, minnka launaútgjöld og fara í verk- efnamiðaðar hagræðingaraðgerðir. Það þýðir að við skoðum hvað við get- um hætt að gera, hvað við viljum leggja niður, sameina eða endur- skipuleggja. Fjárfestingaráætlun hefur verið lækkuð um níu milljarða frá fyrri fimm ára áætlun. Með ákveðnum og stöðugum að- haldsaðgerðum næstu þrjú til fjögur ár teljum við okkur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinna ára. Borgin okkar verður því bæði í vexti og að- haldi á næstu árum. Metum arðsemi fjárfestinga Áhersla er lögð á að allar fjárfest- ingar verði metnar m.t.t. arðsemi og langtímaáhrifa þeirra á borgarsjóð, umhverfi og samfélag. Sérstaklega þarf að huga að áhrifum fjárfestinga á rekstur borgarinnar. Uppbygging- arverkefni þarf því að greina vel. Reykjavík er borg í miklum vexti og til að borgin nái að þróast áfram þarf að vera fjárhagslegt svigrúm fyrir innviðafjárfestingar. Við spáum hægum bata og að hag- ræðingaraðgerðir í rekstri borgar- innar nái fram að ganga. Það er veigamikil áskorun að lækka launa- kostnað borgarinnar sem hlutfall af tekjum eins og sett er fram hér í þessari fjármálastefnu en afar mikil- vægt markmið að ná. Við erum stað- ráðin í að byggja öflugt og þétt borg- arlíf fyrir alla, með nógu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heil- næmu umhverfi, skilvirkum sam- göngum og fjölbreyttu atvinnulífi. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir »Með ákveðnum og stöðugum aðhalds- aðgerðum næstu þrjú til fjögur ár teljum við okk- ur geta jafnað okkur eftir áföll undanfarinna ára. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Viðreisnar. Skýrt viðbragð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.