Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 46

Morgunblaðið - 03.11.2022, Síða 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 KAUPHLAUP Í SMÁRALIND Uno 2 Vegan 11.996 kr. / 14.995 kr. St. 36-41 20%AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SKECHERS SKÓM Trego 14.396 kr. / 17.995 kr. St. 36-41 Arc Fit 11.996 kr. / 14.995 kr. St. 41-47,5 Terraform 14.396 kr. / 17.995 kr. St. 41-47,5 SMÁRALIND - SKÓR.IS *GILDIR 3.- 7. NÓVEMBER h SKECHERS Saga okkar lands- manna er langt því frá að vera samfelldur ferill fram á við. Það hafa oft skipst á skin og skúrir, góð og slæm tímabil. Stundum hefur hagur okkar þokast fram en því miður oft til baka. Þjóðin byggði tilveru sína lengi vel á einföld- um landbúnaði sem var fram yfir aldamótin 1900 meginatvinnuvegur þjóð- arinnar. Á þeim tíma voru um 90% landsmanna við landbúnað en það var ekki nema í allra bestu árum sem framleitt var nóg til að metta alla. Í dag eru um 2% landsmanna með landbúnað sem meginatvinnu- grein en tæknilega getur þessi hluti þjóðarinnar framleitt mun meira en landsmenn þurfa. Iðnbyltinguna upplifðum við mun síðar en flestar aðrar þjóðir. Með til- komu vélbáta og síðar togara- útgerðar efldust atvinnuvegir okkar og urðu smám saman fjölbreyttari. Með upphafi 20. aldar breyttist at- vinnulíf á Íslandi, en það voru mark- aðir erlendis sem oft reyndust misjafnir og duttlungafullir. Við upplifðum stríð og kreppur, hagur lands- manna var því mjög misjafn. Sumum gekk betur en öðrum en aðrir áttu fullt í fangi með að afla nóg fyrir sig og sína. Þannig varð kreppan allsráð- andi í meira en áratug. Þá kom blessað stríðið eins og oft er tekið til orða. Allt í einu verður næg atvinna og allir hafa betra tækifæri til að bæta sinn hag. En á síðari hluta sjöunda áratug- arins verður alvarlegur aflabrestur vegna rányrkju. Síldin hafði verið of- veidd og allt í einu var hún nánast horfin. Um þriðjungur útflutnings- verðmæta landsmanna hverfur. Góð ráð reyndust dýr. Íslenska ríkis- stjórnin sneri sér þá til gjaldeyris- varasjóðsins til að leysa úr vandræð- unum og fær stórfellt lán sem notað var til að byggja fyrstu stóru vatns- aflsvirkjunina við Búrfell. Og lung- inn af rafmagninu fer í fyrsta álver- ið. Síðustu áratugi heldur þróunin áfram. Stundum með of miklum krafti sem kemur okkur síðar í koll eins og bygging umdeildrar Kára- hnjúkavirkjunar sem betur væri enn óbyggð. Stórskipahöfn í Þorlákshöfn Kannski er þetta langur inn- gangur að efninu. En höldum samt áfram að þoka okkur áfram: Með gosinu í Heimaey 1973 var hafist handa við að byggja betri hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Ef Ís- lendingar hefðu haft aðgang að meira lánsfjármagni á hagstæðum vöxtum hefði verið hyggilegt að þessi höfn hefði verið byggð mun stærri og þá sem stórskipahöfn. Oft hef ég hugsað út í það að sigling kaupskipa til Reykjavíkur er um hálfum sólarhring lengri en ef siglt væri á Þorlákshöfn. Þá hefðu kaup- skipafélögin, Eimskip, Hafskip og SÍS, síðar Samskip, byggt aðstöðu í Þorlákshöfn en síður í Reykjavík. Með styttri siglingu væri unnt að auka hagkvæmni verulega og auka tíðni skipaferða samhliða því að hafa skip færri. Og hefði þessi leið verið farin hefði verið unnt að spara upp- byggingu við Sundahöfn. Þá má ekki gera lítið úr að miklir og varhuga- verðir straumar eru fyrir Reykja- nesi og þekkt er röstin kennd við nesið milli lands og Eldeyjar. Hagkvæmnisútreikningar Í byrjun síðustu aldar hafði enskt fyrirtæki keypt Gullfoss og hugðist reisa þar stóra vatnsaflsvirkjun. Hugmyndin var að leiða rafmagnið til strandar og byggja áburðarverk- smiðju með útflutning framleiðsl- unnar úr landi. Til greina kom að byggja hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn. Þannig er þessi hugmynd fjarri því að vera ný. Nú væri það reiknings- dæmi fyrir verkfræðinga að reikna út hvað fjárfesting við stórskipahöfn á Suðurlandi, t.d. í Þorlákshöfn, myndi kosta og hversu mikið spar- aðist með styttri siglingu fyrir Reykjanes. Og einnig hversu mörg ár slík fjárfesting myndi borga sig. Eftir byggingu slíkrar hafnar væri það hreinn ávinningur fyrir skipa- félögin og þar með allt samfélagið. Lóðir við núverandi Sundahöfn eru mjög eftirsóttar af byggingar- verktökum og þar með dýrar. Nú- verandi hafnaraðstaða gæti nýst skemmtiferðaskipum um ókomna framtíð. Þá væri lagning Sunda- brautar mun auðveldari eftir að höfnin sem Samskip nýta núna væri aflögð að mestu leyti nema ef vera skyldi fyrir smærri skip og báta. Líklega voru það ein verstu afglöp borgarstjórnarinnar í Reykjavík að ákveða hafnaraðstöðu við Sundin á sínum tíma. Það er oft svo að stund- um er tekin ákvörðun um eitthvað sem síðar reynist mun dýrara fyrir landsmenn alla en þörf hefði verið. Vandinn að vera Íslendingur er að hugsa stundum ekki lengra en til nokkurra ára í senn. Við verðum að læra að temja okkur að huga betur til framtíðarinnar allrar. Það væri hagur okkar allra. Stórskipahöfn á Suðurlandi Guðjón Jensson » Sigling kaupskipa fyrir Reykjanesið er töluvert lengri en til Þorlákshafnar. Hver væri hagkvæmnin og hversu lengi borgar sig slík framkvæmd? Guðjón Jensson Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari búsettur í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Ef fyrstu 1.000 dag- arnir í lífi barns skipta mestu máli, hvers vegna störum við þá dáleidd á skjáinn? Ætli ríkulegur orða- forði komi að gagni á námsárunum ef barn lærir þrjú ný orð á dag, 1.095 orð á ári? Þekkir þú barn sem hefur fengið góðar ein- kunnir í jólagjöf? Skiptir Gísla saga Súrssonar meira máli en eftirlætisbækur skóla- barna sem fanga athygli þeirra? Kemur vitneskja um iðnbylt- inguna fyrir 200 árum að meira gagni í lífinu en sterk sjálfsmynd? Getur „kerfið“ upplýst hvaða gagn miðmynd, germynd og þolmynd ger- ir, svo ekki sé talað um frumlag, and- lag og umsögn? Bitnar skóli án aðgreiningar á stórum hluta nemenda? Ættu afrekskrakkar í íþróttum að vera í end- urheimt í íþróttatímum þannig að kennarinn geti einbeitt sér að þeim sem vilja vera með „vottorð í leikfimi“ – af því þeir þurfa mest á hreyfingunni að halda? Þarf kennari líka að vera geggjaður í geð- heilbrigði, félagsfærni, uppeldismálum og sál- fræði, svo ekki sé talað um öll tungumálin sem hann þyrfti að kunna? Þarf að fjölga hámenntuðum og reyndum skólaliðum í hverjum bekk? Eiga kennarar ekki skilið faðmlag og hrós fyrir að axla ábyrgð fyrir foreldra og yfirvöld? Getur kennsla í náttúrufræði úti í náttúrunni kveikt áhuga krakka á náttúrunni? Kemur orðadæmi í stærðfræði að gagni ef nemandann skortir orða- forða? Hefur íslenskum börnum orðið kalt, þau verið svöng, regnvot eða í alvörunni verið þreytt? Er hótel mamma ennþá að skutla, sækja, læra, búa um rúmið, ryksuga, vaska upp og þvo fötin? Erum við foreldrar þroskaþjófar? Þekkir þú barn sem hefur fengið sjálfstraust í afmælisgjöf? Er snjallt að kaupa sér frið með því að stilla upp „snjalltækjum“ fyrir framan börn? Hvernig kveikjum við neistann hjá einstaka fræðimönnum sem þykjast vita allt en hafa aldrei unnið í grasrótinni, aldrei verið á gólfinu? Er tímabært að ráðamenn þjóð- arinnar kynni sér í hverju snemm- tæk íhlutun felst? Getur snemmtæk íhlutun sparað samfélaginu hundruð milljarða þeg- ar fram líða stundir? Hvað byggir upp sterka sjálfs- mynd barna? Er fólk enn að eignast börn sér til gamans? Veit það ekki að lífið er dauðans alvara? Erum við þroskaþjófar? Þorgrímur Þráinsson Þorgrímur Þráinsson »Er tímabært að ráðamenn þjóð- arinnar kynni sér í hverju snemmtæk íhlutun felst? Höfundur er þriggja barna faðir. andi@andi.is „Við viljum nú sjá leiðtoga sem hafa skarpan huga og hlýtt hjarta, fólk sem getur tekið ábyrgar ákvarð- anir á grundvelli upp- lýstrar vísindalegrar þekkingar og hafi dug og heilindi til að sýna öðru fólki samkennd og hluttekningu,“ seg- ir dr. Haukur Ingi Jónasson í viðtali um einkenni leiðtoga og helstu mistök (Mbl. 6. maí 2020). Þetta er lýsing sem að mínu mati hæfir vel Guðlaugi Þór í hlutverki leiðtoga. Hann hefur einstaka hæfi- leika til að hlusta og tekur mark á því sem sagt er við hann. Ferill Guð- laugs Þórs er litríkur og sýnir vel einstakling sem getur tekist á við erfiðleika og notið sín í leik og starfi. Farsæll, en ferill með hæðum og lægðum sem hann hefur lært af. Í dag ótvíræður leiðtogi okkar sjálf- stæðismanna í Reykjavík. Stjórnmál eiga að snúast um mannleg verðmæti og fáa stjórn- málamenn hef ég hitt sem hafa haft það að leiðarljósi með jafn skýrum hætti og Guðlaugur Þór hefur gert í störfum sínum. Hann hefur alla tíð markað sín stjórnmál á grund- velli sjálfstæðisstefn- unnar sem er frjálslynd og víðsýn umbóta- stefna. Guðlaugur Þór hefur sótt sinn styrk til hins almenna flokks- manns, hins almenna kjósanda. Á sama tíma hefur hann virt rót- grónar stofnanir lands- ins og unnið að umbót- um á þeim í stað umbyltinga. Guðlaugur Þór hefur því tamið sér allt það besta úr sjálf- stæðisstefnunni. Ég styð Guðlaug Þór Þórðarson til að leiða flokkinn minn aftur á braut þeirrar stefnu að standa sam- an um velferð landsins sameinuð en ekki sundruð – stétt með stétt. Bessí Jóhannsdóttir Bessí Jóhannsdóttir » Guðlaugur Þór hefur sótt sinn styrk til hins almenna flokks- manns, hins almenna kjósanda. Höfundur er sagnfræðingur og vara- þingmaður. Skýr sýn á framtíðina – mannleg verðmæti að leiðarljósi Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.