Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 47

Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 Ve 13 Við to rét Pe 21 reynsla Við fe Laserlyfting er sársaukalaus húðmeðferð sem spornar gegn og vinnur til baka öldrun húðarinnar. √Skilar góðum langtímaárangri Laser lyfting Skerpir andlitsdrætti og mildar hrukkur og línur BÓKAÐU TÍMA! Marta María Winkel Jónasdóttir mm@mbl.is „Þetta er fyrsta heimilislínan sem ég gef út en ég hef verið með hugmynd að henni lengi og nú loks lét ég verða af því. Ég nota sjálf bæði heima hjá mér og í mínum verk- efnum púða og teppi til að setja punktinn yfir i-ið. Það er stundum hausverkur að finna akkúrat það sem ég þarf. Það lá því beinast við að gera mína eigin línu. Ilmur er svo eitthvað sem ég tengi mikið við en ég er sjálf mjög lyktnæm og er síþefandi af hlutum. Ég kaupi mikið af ilmkertum og þykir því mjög spennandi að nú er ég kom- in með mitt eigið, kertið Eitt, eftir rökkur. Ilmurinn á vel við nú þegar fer að dimma og veturinn gengur í garð,“ segir Sæja. Í línunni eru fjórir púðar, tvö teppi í nátt- úrulegum litum og ilmkerti. „Þegar ég fór af stað með þróunina lagði ég upp með að vera með vandaðar vörur úr sem náttúrulegustu efni en jafnframt að þær endurspegluðu mig sem hönnuð og væru tímalausar. Ég ákvað því að nota þykkt 100% hörefni í alla púða en aðeins léttari hör í teppin. Þú finnur strax hversu vandað efnið er viðkomu. Púðarnir eru til dæmis úr efni sem er 770 g á fm. Það er vel þykkt og djúsí. Kertið er svo unnið úr 100% náttúrulegu vaxi með hreinum ilmkjarna- olíum og kemur í einföldu svörtu glerglasi sem passar vel inn í flest rými. Þegar kom að umbúðum passaði ég að vera ekki með neitt plast svo ilmkertið kemur í fallegri svartri öskju og svo eru bómullarrykpokar utan um púða og teppi. Rykpokana er svo hægt að nýta til dæmis undir skó eða annað og því endurnýtanlegir. Það er svo gaman að segja frá því að ég ákvað að fela vinning í einni öskjunni utan um kerti þar sem leynist „gullkertið“ og fær sá sem það finn- ur ráðgjafarheimsókn frá mér. Það er því spennandi að sjá hver verður sá heppni/sú heppna,“ segir Sæja.Ljósmyndir/Sóllilja Teits Smart Í línunni hennar Sæju eru púðar, teppi og ilmkerti í mjúkum litum. Sæja frumsýnir eigin heimilislínu Sæbjörg Guðjónsdóttir, eða Sæja eins og hún er kölluð, mun frumsýna sína fyrstu heimilislínu í versluninni Vest hinn 11. nóvember. Í línunni eru ilmkerti, púðar og teppi sem fegra heimilið og gera það hlýlegra. Gamall draumur Sæja segir að gamall draumur sé að rætast með tilkomu heimilislínunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.