Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 03.11.2022, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022 ÁHRIFARÍKAR ÞRÝSTINGSMEÐFERÐIR Trönuhrauni 8 - 565 2885 | stod.is Sara Lind er helsti sérfræðingur Stoðar í þrýstings- meðferðum og segir marga hafa öðlast nýtt líf við að nota þrýstingssokka eða annan þrýstingsfatnað. Þrýstingsmeðferðir eru öflugar til að meðhöndla ýmis einkenni í útlimum, s.s. þreytu, verki, æðahnúta og bjúg. Hafðu samband við Stoð og pantaðu tíma í mælingu og ráðgjöf. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Jólabörn landsins geta glaðst því JólaRetro er komin í loftið. Hrekkjavakan að baki og heimili og verslanir farin að huga að jólum. Bara bestu jólalögin Jólageitin er komin á sinn stað og jólabjórinn að detta í verslanir og því er ekki eftir neinu að bíða fyrir þá sem vilja anda að sér jólaand- anum og hlusta á bestu jólalög allra tíma á JólaRetro. Vinsælt í jólaundirbúninginn „Síðustu ár hefur stöðin notið mikilla vinsælda hjá landsmönnum og við erum sannfærð um að mót- tökunar verða ekki síðri í ár,“ segir Ágúst Héðinsson dagskrárstjóri K100 og Retro. Getur unnið ótrúlegt rúm Hann bendir á að stórskemmti- legur jólasöguleikur JólaRetro verði í gangi í nóvember í samstarfi við Vogue og hvetur sem flesta til að senda inn jólasögu og eiga mögu- leika á að vinna stillanlegt Ergo- sportive-heilsurúm frá Ergomotion að andvirði 1,1 milljón króna og tvö Garmin-úr. Hægt er að hlusta á JólaRetro á FM 89,5 á höfuðborgarsvæðinu, FM 101,9 á Akureyri, á netinu á retro895.is og í útvarpsspilara sjón- varpsþjónustanna. Einnig má hlusta á Retró í gegnum öppin „Spilarinn“ eða „TuneIn“ í öllum Apple- og Android-símum. Á heimasíðu JólaRetro retro895.is verður svo hægt að finna jólalegar fréttir og viðtöl af mbl.is og K100 til að ýta enn frekar undir stemn- inguna. Bestu jólalögin, leikir og léttar uppákomur alla daga til jóla á JólaRetro FM89,5. Last Christmas? Jólalög óma nú á JólaRetro og koma landsmönnum í jóla- gírinn með hjálp þekktra listamanna á borð við George Michael. Vinsæl JólaRetro hef- ur notið gríðarlegra vinsælda hjá lands- mönnum síðastliðin ár. Jólalögin farin að hljóma á JólaRetro Bestu lögin Eins og einkunnarorð JólaRetro segja til um verður boðið upp á „bara bestu jólalögin“ á stöðinni alla daga fram að jólum. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson er þekktur fyrir að horfa jákvæðum augum á lífið en hann heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Helgaspjallið. „Markmiðið er að Helgaspjallið sé vettvangur sem er skemmtilegur en líka fræðandi, helst alveg ógeðslega fræðandi. Þráðurinn lifir aðallega eftir sjálfum sér; setur sig í fyrsta sæti, tekur ákvarðanir sem gera það að verkum að við blómstrum óháð hugmyndum annarra, sjálfsábyrgð, setur heilbrigð mörk og fylgir inn- sæinu og hjartanu,“ segir Helgi í samskiptum við K100. „Ég vil bara sjá fallegra samfélag og að allir fái að blómstra í sjálfum sér. Finnst heimurinn orðinn svo sturlaður, svo vonandi er þetta vett- vangur þar sem fólk getur verndað sig sem mest og skilvirkast fyrir öllu sem hamlar því, andlega og líkam- lega,“ segir Helgi sem segir að alls konar spennandi sé að malla í sam- bandi við hlaðvarpið á næstunni. „Helgaspjallið er að fara að þróast aðeins meira á næstu mánuðum, sem ég er spenntur fyrir. Aðallega þann- ig að það nái til sem flestra í von um að þeir finni þætti og viðfangsefni sem veita þeim svör við einhverju hugarangri og skýrari mynd af hversu öflug við erum sem mann- eskjur,“ segir hann. Helgi uppgötvaði hlaðvörp fyrst árið 2017 og heillaðist af hugmynd- inni að aðgengilegum vettvangi fyrir alla til að hlusta á eitthvað sem hent- ar hverjum og einum. „Hvort sem það er til að hlæja, andleg málefni eða fræðsla. Ég labba rosalega mikið með hundinn minn og það er auðvitað best að vera með hlaðvarp í eyrunum,“ segir Helgi sem byrjaði með Helgaspjallið í apríl 2018. „upprunalega átti þetta að vera bara smá poppkúltúr- hlaðvarp, en svo hægt og rólega fór það í þá stefnu sem það fylgir í dag. Þetta hentar mér rosalega vel því ég er ekkert eðlilega forvitinn fjandi,“ segir Helgi kíminn. Fimm áhugaverð hlaðvörp frá Helga Ómars Sammála Sigrún Sig gerði Íslend- ingum loksins greiða og skvetti sér aftur í sviðsljósið með þessu nýja hlaðvarpi ásamt góðri vinkonu minni, Helen Dögg, og Dýr- leif. Þær eru ógeðslega skemmti- legar og toppurinn á öllum þáttum er þegar Sigrún skellir upp úr. Það er fátt fyndnara í lífinu en hláturinn hennar. Heilsuvarpið Ég myndi örugglega borga Röggu nagla fyrir að fá að hlusta á hana hrjóta. Þessi kona er í öllum æðum og öreindum klárasta og besta manneskja sem Ís- land hefur pungað út. Áhugaverðir viðmælendur og nálgun hennar á viðfangsefni óaðfinnanleg. Algjört „möst“ að bæta í safnið. Í ljósi sögunnar er besta hlaðvarp í heiminum og ég er stærsti aðdáandi Veru Illuga á Íslandi. Ég þori að veðja að skvís- an hafi einhvern tím- ann haldið að ég væri fyrir utan gluggann hennar. Þetta er næstum vandræðalegt. Hef hlustað á alla þættina oftar en fimm sinnum og kann rúmensku byltinguna utan að. Morðcastið Systurnar Bylgja og Unnur Borgþórs eru bara ógeðslega fyndnar og skemmtilegar og mál- in sem þær taka fyrir algjör viðbjóður. Geggjað kombó. Vil endilega fá fleiri með mér í lið samt til að koma Bylgju í forsetastól. Það væri án gríns mjög gott skref. Heimskviður Fárán- lega fræðandi og vel gerður þáttur um fréttir utan úr heimi. Hlakka til í hverri viku að hlusta. Ekkert eðlilega forvitinn fjandi Helgi Ómars vonar að Helgaspjallið hjálpi sem flestum að blómstra í sjálfum sér og setja heil- brigð mörk. K100 fékk hann til að mæla með fimm áhugaverðum hlaðvörpum sem hann hlustar á. Fallegra samfélag „Ég vil bara sjá fallegra samfélag og að allir fái að blómstra í sjálfum sér. Finnst heimurinn orðinn svo sturlaður,“ segir Helgi. Útvarpsstöðin JólaRetro er komin í loftið en þar geta jólabörn landsins hlustað á öll bestu jólalögin fram að jólum. Ljósmynd/Colourbox
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.