Morgunblaðið - 03.11.2022, Side 52
52 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2022
✝
Guðmundur
Friðrik Sigurðs-
son fæddist í Hafn-
arfirði 28. júní 1946.
Hann lést á Spáni
11. október 2022.
Foreldrar hans
voru Jóna Sigríður
Gísladóttir, f. 24.6.
1923, d. 27.1. 2020,
og Sigurður Magnús
Guðmundsson, f.
30.1. 1923, d. 8.8.
2010. Eftirlifandi systkini Guð-
mundar Friðriks eru Axel, Val-
gerður, Ragnheiður, Björg og Að-
alheiður Dóra.
Guðmundur kvæntist 14. maí
1995 Kristínu Halldóru Páls-
Með Ásu Jónsdóttur eignaðist
Guðmundur Friðrik soninn
Magnús Friðrik, f. 10.2. 1985.
Hann er giftur Becky Guðmunds-
son, f. 14.4. 1981, dóttir þeirra er
Sólveig Ása f. 8.11. 2017.
Guðmundur lauk verslunar-
prófi frá Verzlunarskóla Íslands
og starfaði fyrir Flugleiðir í Dan-
mörku áður en hann lauk lög-
gildingu til endurskoðanda.
Hann starfaði sem endurskoð-
andi mestan sinn starfsferil. Guð-
mundur var virkur í félags-
störfum, sér í lagi fyrir íþrótta-
félagið Hauka í Hafnarfirði og
Golfklúbbinn Keili, ásamt stjórn-
arstörfum fyrir Handknattleiks-
samband Íslands og Golfsam-
band Íslands. Guðmundur var
sömuleiðis félagi í Rótarýklúbbi
Hafnarfjarðar.
Guðmundur verður jarðsung-
inn frá Víðistaðakirkju í Hafn-
arfirði í dag, 3. nóvember 2022,
klukkan 15.
dóttur, f. 14. maí
1945, d. 10. sept-
ember 2020.
Guðmundur var
áður kvæntur
Bryndísi Torfadótt-
ur. Sonur þeirra er
Jónas Hagan, f.
5.11. 1969, giftur
Jóhönnu Sævars-
dóttur, f. 25.10.
1985. Saman eiga
þau tvær dætur,
Maríu Íseyju, f. 24.12. 2007, og
Evu Sóleyju, 14.12. 2014. Af
fyrra hjónabandi á Jónas þrjár
dætur, Bryndísi Thelmu, f. 22.9.
1994, og tvíburana Særúnu Björk
og Kristínu Önnu, f. 14.9. 2001.
Elsku yndislegi tengdapabbi
minn er fallinn frá.
Fréttir af andláti hans komu
eins og þruma úr heiðskíru lofti
enda hann staddur í góðu yfirlæti
í golfferð á Spáni með góðum vin-
um sínum og væntanlegur til
okkar eftir aðeins nokkra daga.
Afaherbergið uppábúið og
uppáhaldssúkkulaðiísinn tilbú-
inn í frystinum
Stelpurnar biðu spenntar eft-
ir því að taka á móti honum og
sérstaklega ungi golfarinn, golf-
araafsprengið hún María sem
ætlaði að sýna afa sínum glæsi-
lega nýja æfingasvæðið og spila
loksins hring bara þau tvö sam-
an á Lake Nona.
Minningarnar hrannast upp og
þakklæti er mér efst í huga. Ég er
þakklát fyrir þann tíma sem við
fengum saman, þakklát fyrir
hlýjuna, sögurnar, stuðninginn,
allar dásamlegu samverustund-
irnar með þeim hjónum hvort
sem það var á Íslandi eða erlend-
is. Þakklát þér, elsku Guðmund-
ur, fyrir að gefa mér sálufélaga
minn og ástina í mínu lífi.
Gamlárskvöld fékk nýja
meiningu fyrir mér þegar ég
kynntist Guðmundi og Kristínu.
Fondúveisla langt fram eftir
kvöldi á fallega skreyttu lang-
borðinu í huggulegu borðstof-
unni, þar sem veglegi rósavönd-
urinn sem Guðmundur færði
Kristínu sinni á hverju ári skart-
aði sínu fegursta.
Athöfnin þar sem upplifanir á
liðnu ári sem stóðu upp úr hjá
hverjum og einum í fjölskyld-
unni voru þuldar upp fyrir allan
hópinn alveg sama hve gamall
maður væri. Skemmtilegur sið-
ur sem þau hjónin stýrðu meðan
á borðhaldi stóð og vakti jafnvel
meiri tilhlökkun heldur en ára-
mótaskaupið sjálft!
Ómetanlegt.
Heimsókn þeirra hjóna til
okkar er við bjuggum í Frakk-
landi 2012.
Sú ferð var að þeirra sögn al-
gjörlega ógleymanleg en þetta
var í fyrsta sinn sem þau hjónin
fóru saman til útlanda án þess að
taka golfsettin með.
Þegar ég hitti Guðmund og
Kristínu fyrst áttaði ég mig
fljótt á því að golfíþróttin var
eitthvað sem ég þyrfti klárlega
að lesa mér til um til þess að
geta tekið þátt í umræðunum við
matarborðið. Ég var fljót að
læra nöfnin á þeim helstu í PGA
og þóttist hafa áhuga á öllum
þeim golfsjónvarpsútsendingum
sem í boði voru í stofunni.
Það leið ekki á löngu þar til ég
var farin að skoða kylfur og slá
eina og eina fötu í leyni í von um
að ná þessum tækniatriðum með
hraði og geta farið að spila með
tengdó sem fyrst.
En það er einmitt Guðmundi
og Kristínu að þakka að ég fékk
golfbakteríuna svokölluðu og ég
hugsa til þeirra beggja í hvert
einasta skipti sem ég stend á
fyrsta teig hvort sem það er á Ís-
landi eða í Florida.
Ég sé þau fyrir mér, Kristín
að segja Guðmundi til og Guð-
mundur að dásama hvert högg
hjá Kristínu.
„Ekki þessa sveiflu, Guð-
mundur!“ er setning sem heyrð-
ist stundum koma frá Guðmundi
sjálfum þó sveiflan væri jafnvel í
fínu standi og höggið lengra en
ég hefði getað óskað mér.
Mikið óskaplega á ég eftir að
sakna allra þessara stunda okk-
ar mikið og græt þær sérstak-
lega fyrir barnabörnin öll sem
fengu alltof stuttan tíma.
Betri tengdaföður er erfitt að
finna. Það er svo sárt að kveðja
þig, elsku Guðmundur minn, en
huggun að hugsa til þess að ynd-
islega Kristín þín, ástin í lífi
þínu, tekur á móti þér með heit-
um faðmi.
Þín tengdadóttir,
Meira á www.mbl.is/andlat
Jóhanna Sævarsdóttir.
Í dag kveðjum við öðlinginn
Guðmund Friðrik. Örlögin tóku í
taumana og kallið kom fljótt og
var óvænt. Ég get með sanni
sagt að elsku Guðmundur Frið-
rik var engum líkur. Þegar ég
kom inn í fjölskylduna fyrir ald-
arfjórðungi tók hann vel á móti
mér og hefur reynst okkur Palla
og börnunum svo vel í gegnum
árin. Algjört eðalmenni með
stórt og hlýtt hjarta. Hann var
með allt sitt á hreinu og var ekki
að flækja hlutina. Yndislegur afi
sem var einkar stoltur af börn-
unum og umhugað um þau.
Samtölin snerust oftar en
ekki um golf auðvitað og maður
fékk nákvæmar lýsingar á öllum
höggum og hverri þúfu sem varð
á vegi. Guðmundur var endalaus
uppspretta skemmtilegra frá-
sagna og það var enginn afslátt-
ur gefinn af smáatriðum.
Fjölskyldan þéttist enn betur
saman í veikindum Kristínar
sem var okkur öllum erfiður tími
og ómetanlegt að hafa stuðning
hvert af öðru. Mér fannst alltaf
aðdáunarvert hversu mikill fjöl-
skyldumaður Guðmundur var,
samband hans og Kristínar var
einstakt og ég tala nú ekki um
systkinahópinn hans sem er ein-
staklega samheldinn.
Mikið erum við fjölskyldan
þakklát fyrir allar samveru-
stundirnar og sérstaklega þær
sem við áttum í Danmörku í
sumar. Þar var okkar maður upp
á sitt allra besta þar sem var
mikið labbað, borðað, drukkið,
dansað, hlegið og spjallað. Þess-
ar gleðistundir eru ómetanlegar.
Söknuðurinn er mikill en
fyrst og fremst mun minning
Guðmundar einkennast af inni-
legu þakklæti. Nú er hann kom-
inn í faðm Kristínar sinnar þar
sem honum leið best og við
huggum okkur við tímann sem
við áttum öll saman.
Elsku Jónas, Magnús og fjöl-
skyldur, sendum ykkur kærleik
og styrk á þessum erfiðu tímum.
Henny, Páll, Sigurrós
Lilja og Frímann.
Elsku afi. Það var svo margt
sem þú áttir eftir að kenna mér
og svo margar sögur sem þú átt-
ir eftir að segja, en það sem þú
náðir að sýna mér mun mér allt-
af þykja mjög dýrmætt. Afi var
einstök persóna sem ég leit mjög
mikið upp til. Hann afi leitaði
alltaf að því besta í fari allra.
Stærsti kostur hans var hvað
hann var alltaf jákvæður og
skilningsríkur í kringum alla.
Það sem ég elska þig mikið afi
og mun sakna þín. Þú fórst of
snemma frá okkur en ég veit að
þú átt eftir að líta til okkar og
passa upp á okkur þarna uppi.
Takk fyrir allar þessar yndis-
legu minningar, ég mun aldrei
gleyma þeim.
Elska þig afi.
Þín
Særún.
Elsku afi Guðmundur, þú
fórst frá okkur alltof snemma.
Þú ert mín stærsta fyrirmynd
og ég elska þig óendanlega mik-
ið.
Það er erfitt að trúa því að þú
sért farinn því þú varst svo
hress og áttir meira að segja
flugmiða til okkar, aðeins fimm
dögum eftir Spánarferðina þína,
þar sem þú ætlaðir að spila golf
með mér.
Það er enn erfitt að trúa því
að þessi yndislega sál sé farin
frá okkur.
Þótt þú værir sorgmæddur
eftir ömmu Kristínu, náðir þú
alltaf að setja bros á mitt andlit.
Ég er svo þakklát fyrir allar
minningarnar okkar og ég vona
að þú sért á betri stað með
ömmu Kristínu.
Það var mjög erfitt að heyra
þessar sorglegu fréttir en ég er
ánægð að þú varst að gera það
sem þú elskaðir mest, að spila
golf með vinum þínum. Það er
líka gott að vita að þú fannst
ekki til, þú kallaðir í frænda þinn
á miðjum golfvellinum þegar þú
fannst eitthvað skrítið og féllst
svo í hendur hans og þar með
varstu farinn.
Ég mun aldrei gleyma þér og
mun hugsa til þín og ömmu
Kristínar á hverjum einasta
golfhring. Hvíldu í friði, elsku
besti afi minn.
Þín
María Ísey.
Ég mun aldrei gleyma fyrsta
skipti sem ég hitti Guðmund.
Mamma og hann voru nýbyrjuð
að hittast og vildi mamma auð-
vitað kynna hann fyrir mér. Ég
var stödd í vinnunni hjá mömmu
og við áttum von á Guðmundi.
Mætir hann þá með blóm ekki
bara fyrir hana heldur líka
handa mér.
Þetta smá dæmi lýsir Guð-
mundi svo vel fyrir mér, hann
var alltaf mikill herramaður
eða séntilmaður eins og amma
orðaði það enda var hún alltaf
mjög ánægð með Guðmund
okkar.
Í næstum 30 ár var hann stór
partur af fjölskyldunni. Hann
var afi allra barnanna og gerði
aldrei upp á milli þeirra. Bæði
hann og mamma litu á öll barna-
börnin eins, þau áttu þau jafnt.
Það var ómetanlegt að hafa hann
með í brúðkaupi dóttur minnar
og tengdasonar í sumar. Þar var
hann í essinu sínu, dansaði við
okkur yngri konurnar sem átt-
um í mestu vandræðum með að
halda í við hann. Guðmundur
kom einnig með eina skemmti-
legustu hefð inn í fjölskylduna,
þ.e. að hafa fondú á gamlárs-
kvöld. Það voru óteljandi gam-
alárskvöldin þar sem við öll
börnin og vaxandi barnabarna-
hópur hittumst, spiluðum og
borðuðum saman. Þar mátti
auðvitað bara nota einn pinna
því að við áttum að njóta mat-
arins og spjalla og það var svo
aldeilis gert.
Samband mömmu og Guð-
mundar var alltaf mjög gott og
til fyrirmyndar fyrir aðra. Þau
áttu golfið sem sitt stóra áhuga-
mál og fóru í ótal golfferðir.
Guðmundur sagði mér þegar
mamma var sem veikust hversu
þakklátur hann var fyrir að þau
fóru það sem þau gátu og vildu
og geymdu ekkert til elliáranna.
Ég veit að nú er hún búin að
taka á móti honum með opinn
faðminn þó að hún hafi án efa
ekki búist við honum svona
snemma.
Ég var svo heppin að eyða
nokkrum dögum núna í haust
með Guðmundi og áttum við góð
samtöl saman. Ekki átti ég von á
að það yrði í síðasta skipti sem
ég sæi hann en samtölin ylja nú í
sorginni.
Takk Guðmundur fyrir allt
sem þú varst mömmu og okkur
öllum í fjölskyldunni.
Kæru Jónas og Magnús, ég
veit að sorgin og söknuðurinn
ykkar er mikill og við hlýjum
okkur öll við minningu um góðan
mann.
Sigrún
Sveinbjörnsdóttir.
Góður, blíður, öflugur og klár
eru meðal þess fyrsta sem kem-
ur upp í hugann þegar ég hugsa
til hans afa. Elsku afi Guðmund-
ur, orð geta ekki lýst því hvað ég
mun sakna þín mikið. Ég hugs-
aði aldrei um hvernig það gæti
verið þegar þú yrðir ekki lengur
hér hjá okkur. Og nú þegar þú
ert ekki lengur á jörðinni með
okkur á ég í erfiðleikum með að
sætta mig við það. Ég mun
geyma minningarnar um okkur
tvö og hversu heppin ég hef ver-
ið að eiga afa eins og þig allt mitt
líf. Þú varst svo góður maður og
enn betri fyrirmynd. Ég er svo
þakklát fyrir þann tíma sem ég
fékk að eyða með þér.
Þar sem það er komið að
kveðjustund langar mig að rifja
upp nokkrar góðar minningar
um þig. Efst eru allar flugferð-
irnar okkar saman til Flórída.
Ég sá bara hvað þér þótti vænt
um það að þrátt fyrir að amma
Kristín væri farin værirðu samt
ennþá að fljúga með Kristínu
þinni. Sá tími sem ég fékk að
eyða með þér hjá pabba í Flór-
ída er mér svo dýrmætur. Þú
varst svo auðveldur maður. Það
skipti þig aldrei neinu máli hvert
við færum að borða svo lengi
sem það væri kjúklingur á mat-
seðlinum. Stundum laumaðistu
jafnvel til að fá þér „chicken
tinders“ á krakkamatseðli. Þú
varst líka mikill ísmaður eins og
ég og var aldrei leiðinlegt að
fara og fá sér góða sjeikinn í
mollinu í Flórída. Mér þótti líka
alltaf svo vænt um þegar þú
komst að heimsækja mig upp í
ísbúð.
Ég hef allt elskað það að ég
hafi verið skírð í höfuðið á elsku
ömmu Kristínu en það sem ég
dýrkaði meira var hvað þú hélst
mikið upp á það. Ég finn veru-
lega fyrir fjarveru þinni. Ég veit
að þetta er bara tímabundin
kveðja. Ég veit að ég mun sjá
þig aftur. Ég vona innilega að
amma Kristín hafi tekið á móti
þér og þið séuð úti í sólinni sam-
an núna að spila golf. Í dag kveð
ég þig samt sem áður, elsku fal-
legi afi minn, en ég mun aldrei
gleyma þér. Ég mun minnast þín
og elska þig alla mína ævi.
Þar til ég sé þig næst,
Kristín Anna Jónasdóttir.
Kær frændi minn og æskuvin-
ur Guðmundur Friðrik Sigurðs-
son er látinn aðeins 76 ára að
aldri. Fyrir stuttu kom hann í
heimsókn til mín og áttum við
ánægjulegan eftirmiðdag.
Margar voru endurminningarn-
ar þar sem stór hluti æsku okkar
og uppvaxtar var samtvinnaður.
Þegar hann kvaddi var faðmlag-
ið innilegt án þess að okkur
grunaði að það væri hinsta
kveðjan.
Við ólumst upp í vesturbæ
Hafnarfjarðar og var mikill sam-
gangur á milli fjölskyldna okkar.
Guðmundur Friðrik hafði ungur
áhuga á skák og kenndi mér
mannganginn. Síðan gengum við
í Skákfélag Hafnarfjarðar, sem
var í Sjálfstæðishúsinu þar sem
við fengum kennslu í skák. Það
lá auðvitað beinast við að ganga í
Stefni, félag ungra sjálfstæðis-
manna. Áhuginn var mikill, farið
var á hvern fund. Við frændur
vorum mættir á Strandgötuna
og fögnuðum þegar Matthías Á.
Mathiesen, ungur og glæsilegur
maður, var tolleraður eftir að
hafa verið kosinn á þing.
Guðmundur Friðrik byrjaði
snemma að kenna yngri frænda
sínum ýmsa praktíska hluti
eins og að læra á klukku og
fleira. Ungur þurfti hann leita
sér lækninga erlendis vegna
eyrnavandamála, úr fyrstu
ferðinni færði hann mér flotta
regnhlíf sem ekki sást hér í
búðum í þá daga. Þessarar
regnhlífar hef ég gætt vand-
lega síðan. Í annarri ferð keypti
hann fyrir mig apaskinnsjakka,
hátískuvöru þess tíma og Bítla-
æðið að byrja.
Á unglingsárunum var oft
hoppað upp í Hafnarfjarðar-
vagninn sem stoppaði þá í Lækj-
argötu, síðan var rölt á Ísborg
og keyptir hamborgarar eða far-
ið inn á Hressó. Þegar leið á
kvöldið var farið í Lídó, það var
okkar staður þá. Þegar 17. árinu
var náð, skírteini upp á bílpróf
komið í vasann og nýr Landro-
ver kominn á heimilið var brun-
að austur fyrir fjall í kolniða-
myrki þar sem engin gata var
upplýst. Frelsið og hraðinn voru
allsráðandi þar til skörp beygja
minnti á hætturnar og dregið
var úr hraðanum.
Guðmundur Friðrik var lög-
giltur endurskoðandi, traustur
og vandaður maður enda kosinn
til margra trúnaðarstarfa hvort
heldur var golffélag eða önnur
íþróttafélög. Við systkinin ég,
Alla og Gunnar kveðjum góðan
frænda og félaga í gegnum lífið
með þökk fyrir allt og allt. Son-
um hans og systkinum vottum
við okkar dýpstu samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Hannes Halldórsson.
Okkur langar að setja nokkr-
ar línur á blað til að minnast
Guðmundar Friðriks sem var
stór partur af okkar æsku þar
sem við vorum mikið með Jónasi
frænda okkar, syni Guðmundar,
t.d. þegar Jónas kom til Íslands
frá Danmörku í jóla-, páska- og
sumarfríum. Það voru a.m.k.
fimmtán gamlárskvöld í röð sem
Guðmundur og Jónas voru með
okkur strákunum og pabba og
mömmu.
Á gamlárskvöld var miklu
magni af „Hauka“-flugeldum
skotið upp, flugeldum sem Guð-
mundur keypti af íþróttafélag-
inu Haukum sem hann studdi
dyggilega.
Guðmundur var alltaf hress,
jákvæður og hvetjandi við okkur
strákana og það var gaman að
umgangast hann.
Minnisstætt er að eina pásk-
ana var farið á skíði í Bláfjöll alla
fimm frídagana yfir þá páska-
helgi. Ekki nóg með það heldur
var vaknað fyrir allar aldir og
mætt áður en lyfturnar voru
opnaðar og skíðað allan daginn.
Þetta var áður en Bláfjallaveg-
urinn var malbikaður og í lok
dags var komið við á þvottaplani
til að þvo bílinn sem var eitt
drullustykki eftir holóttan mal-
arveginn. Þegar við sjálfir erum
orðnir fullorðnir þá koma þessir
páskar oft upp í hugann, þ.e. að
Guðmundur Friðrik hafi nennt
þessu fyrir okkur fimm daga í
röð.
Eitt af mörgu sem var óvana-
legt við Guðmund Friðrik var að
honum var alveg sama hvaða bíl-
númer hann fékk á bílana sína.
Hann var ekkert í að tryggja sér
gott bílnúmer og færa það svo
yfir á þann bíl sem hann var að
kaupa eins og nær allir bíleig-
endur hér áður fyrr voru að
gera.
Guðmundur Friðrik er sá
maður sem við höfum oftast tek-
Guðmundur
Friðrik Sigurðsson
Minningarkort
fæst á nyra.is eða
í síma 561 9244
Sálm. 86.11
biblian.is
Vísa mér veg þinn,
Drottinn, að ég
gangi í sannleika
þínum, gef mér
heilt hjarta, að ég
tigni nafn þitt.